2.6.2012 | 23:16
Stóra Beta í stað stóra Benna?
Einhvern veginn gengur þetta ekki alveg upp,
að breyta nafni Stóra Benna/BIg Ben í
"Betuturn", að mati húsfreyju.
Svona eitthvað ónotalegt við það.
Álíka ónotalegt og ef við Frónbúar
ákvæðum að skíra "Hallgrímsturn" upp á nýtt,
og kalla hann "Davíðsturn" til dæmis....
eða verra "Geirsspíruna"!
Og Perlan yrði í framhaldinu "Jóhönnuskel" og
Harpan "Gnarrtromman".
NEIPP!
Þá kann húsfreyja betur við þau nöfn sem við nú
brúkum, og þykir afleitt ef breskurinn er að missa sig
í "Betudýrkun".
Breyta nafninu á Big Ben...ja svei.
Afhverju skíra þeir ekki fremum Buck'inham Palace
upp á nýtt?
Þar er jú Beta Bjútý bretanna ábúandi, og ætti að
vera auðvelt um vik að finna glænýtt ekta fínt nafn á höllina.
Já og hvers konar nafn er Buck'ingham eiginlega á drottningarhöll?
Húsfreyja fletti einu sinni uppí sinni ensku orðabók,
og komst að því að vænlegasta þýðingin á Buck'ingham Palace væri
"Höll Dádýrstarfsþorpsins".
Verri þýðing væri Höll Dádýrstarfs-skinkunnar"!
Nú hefur húsfreyaj oft og iðulega vísiterað Lundúnarborg þeirra
bresku, og aðeins einu sinni...segir og skrifar EINU SINNI,
hefur hún rekist þar á sprelllifandi dádýrstarf.
Það var í dýragarðinum þeirra bresku., sem er í töluverðri
fjarlægð frá Buck'ingham Palace.
Því heitir þá blessuð drottningarhöllin þessu ónefni?
Væri ekki mun skárra að skíra drottningarhöll þessa upp á nýtt?
Þar er jú Beta Bjútý ábúandi, svo það ætti að vera auðsótt að breyta
nafni hallarinnar henni til heiðurs.
"The palace of Beta Bjút'ingham" til dæmis...eða "The Grand and
Excessive Home of Beta Bjút'ingham"! Ekkert þorp neitt!
Nú eða ef breskir vilja endilega hafa "turna" inn í dæminu: "Hin æðislega en
turnlausa HÖLL Betu Bjútý"/"The Magnificient but Towerless Palace of Queen Elisabeth"!
Eða bara "The Towerless House of Beta Bjútý"!
Nei, bara svona hugmyndir á laugardagskveldi, eftir góða steikingu
í sólinni í Þorlákshöfn á Hafnardögum.
Þar fyrir austan fjall stukku frændurnir Aron og Sigurður Freyr (12 ára) VILJANDI og
fagnandi í sjóinn, og Svala(13ára) svona meira óviljandi," en ég get þetta alveg líka"
sömuleiðis í sjóinn.
Alex( 8 ára) gerðist réttlátur og heiðarlegu buissnesmaður,
og lét Marinó (6 ára) hafa sínar 250 krónur,
en Árn (11 ára)i var alveg steiktur og fékk sólarexem en Báran(11 ára)var bergnumin
af kanínuungum systur í Þolló og vildi gerast
"dvergkanínuræktandi...og rækta eingöngu hvítar kanínur.....ef hún þyrfti EKKI að
ÞRÍFA búrin þeirra.
Kanínurækt út þar með!
Síðan fékk trambolínið að kenna á því hjá krökkum, en
"fiskeldið" í plastsundlaug systur í Þolló var eitthvað slappt.
Mútta var bísna hress, pældi í afmælum og gleði, en Sigurvin
bakaði eðaltertu.
Bísna góður dagur í bísna miklum hita og sólskini.
Góðar stundir.
Stóri Ben verði Turn Elísabetar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 23:23 | Facebook
Athugasemdir
Það er bara bjallan sem kallast Big Ben. Turninn heitir ekkert, en verður kallaður Elísabetarturn. Það er ekki verið að breyta nafninu á einu eða neinu.
Jón Guðmundsson (IP-tala skráð) 3.6.2012 kl. 03:16
Veit ég nokk, Jón, en iðulega fylgir yfirfærsla nafngiftum, og oft var talað um klukku og turn sem Big Ben Tower við mig og ferðafélaga í skoðunarferðum, og það af breskum leiðsögumönnum. En þakka þér kærlega innlitið.
Sigríður Sigurðardóttir, 3.6.2012 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.