Fyllerí í Bauhaus, akandi fíkniefni og Titanic-fundur?

 

  Funny-Cats-animal-humor-4172462-500-375Húsfreyja var að skanna fyrirsagnir,  á milli þess sem hún

  vaskaði upp, skellti þvotti í þvottavél, hengdi upp, tók af rúmum,

  viðraði sængur og kodda úti á sólpalli, sópaði stofu og eldhús,

  snöflaðði í sig flatköku með kæfu og þrasaði góðlátlega í

  ellefu ára djásninu, sem botnar ekkert í því af hverju

  EKKI er frí frá heimilisstörfum um helgar.

  "Allt fullt hjá Bauhaus"!

  "Það var og" hugsaði húsfreyja, " og ég sem hefði getað

  rifið mig upp í býtið og mætt í happdrætti til þeirra klukkan sjö í morgunGetLost".

  Kötturinn sem hafði gróið fastur við sólheitan sólpallinn,

  mjálmaði skyndilega pirraður.

  Stór og drottningarleg frú hafði villst inn í stofuglugga húsfreyju og suðaði

  nú þar bálvond.

  Læðan komst ekki að röndóttu frúnni, því hún var bundin.

  Húsfreyja fauk í það að bjarga hinni konunglegu býflugu...úúú...

  í stærri kantinum, úr stofuglugga sínum og út aftur.

  Tók úr þvott vél aftur, hengdi upp.

  "Já, Bauhaus", hugsaði húsfreyja, " kannski alveg eins gott að

  ég svaf á mínu græna eyra, fyrst allt er FULLT hjá þeim.´

  Kíki frekar á morgun, þegar þeir "kaupdrukknu" í dag liggja heima

  í "eyðsluþynnku"Devil!

  Svo var eitthvað um "fíkniefni sem fundust eftir fíkniefnaaksstur".

  "Ja hvur asskotinn, fíknefnin farin að aka um eða"......?

  Neipp, mannfólk á ferð undir áhrifum vímuefna, hættulegat sjálfu sér

  og öðrum.  "Sorglegt hve margir leyfa vímuefnum að hertaka

  líkama sitt og líf, þola eyðileggingu á líkama sinn og sál af þeirra

  völdum og missa loks allt tak af veruleikanum og týna sjálfum sér

  sem og öllum sínum ástvinum" hugsaði húsfreyja svört.

  En hvað var þetta með Titanic?

  Frétt frá stríðsárunum.  Skipalest frá Rússlandi að sigla á

  tundurduflagirðingu úti fyrir Vestfjörðum 1942.

  Húsfreyja áhugakona um Sögu fór strax í sögubækur sínar.

  Lítið  að finna.  Brúarfossmenn jú að bjarga fólki af af flutningaskipinu

  Daleby og áhöfnin á Skaftfellingi bjargaði þýskum kafbátsmönnum,

  og svo bara svona almennt um stríðið.

  Greinilega allt háleynilegt og Bretinn lítt fyrir að setja svona slys í blöðin.

  En merkilegt þetta, og fróðlegt að fá meiri fregnir af atburði þessum.

  Alltaf gaman að glugga í fyrirsögnum og fréttum.

  En húsfreyja er á útleið.

  Það er ætlar að ganga rösklega í klukkustund eða svo áður en hún

  skellir í sig kvöldmatnum.

  Góðar stundir.


mbl.is Allt fullt hjá Bauhaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband