14.12.2011 | 17:47
Íslandi stefnt.
Jaso.
Nokkuð fyrirsjáanlegt.
Mister Brown gerði okkur, íslensku þjóðina og arma fjármálavitleysinga
í ofanálag, að hryðjuverkamönnum, svo næsta víst var að
EFTA myndi stefna okkur fyrir að neita að greiða fyrir fáluna hana "Ísbjörgu".
Lengi hægt að kroppa í sama sárið, ef út í það er farið.
Ríkisábyrgð eður ei, virðist húsfreyju vera ansi stórt mál,
þegar kemur að Icesafe.
Og er ríkisábyrgð þá eitthvað sem skal eingöngu dynja yfir
frónverska þjóð í kreppu, eða verða þjóðir víða um Evrópu
gerðar ábyrgar fyrir hruni banka sinna?
Er ríkisábyrgð lögleg eður ei?
Ekki gott að segja.
Er húsfreyja áhyggjufull vegna stefnu þessarar?
Nei.
Þetta mál er komið í vinnslu.
Við frónverska þjóðin ágætlega í stakk búin að rökstyðja, þrasa og þrátta.
Orð eru okkar megin.
Tíminn mun einnig vinna með okkur, er skoðun húsfreyju.
Spyrjum að leikslokum.
En að öðru.
Húsfreyja horfði á Kastljós líkt og fleiri í gærkveldi, og varð
hálf bumbult eftir þann þátt.
Vill gjarnan að fyrrum pappírspésar í bönkum og fyrirtækjum sem
dunduðu sér við að "lána sér" fyrir, kaupa og
selja sjálfum sér "eitthvað óáþreifanlegt",
og borga sér SJÁLFUM síðan milljónir ofan milljónir
í þóknun fyrir viðskiptin, geri grein fyrir því í HVAÐ
þeir notuðu þóknunarpeninga sína.
Einhvers staðar hljóta þeir aurar að liggja, og væri nógu fjandi
gaman að vita fyrir hvurn fjandann frónverska þjóðin var
að greiða á formi "þóknuna" hér fyrir hrun.
Eru þetta máske risaeign, eins og allur símabransinn í einhverju fyrrum
austur-Evrópulandinu, líkt og einn ágætur "útrásarvíkingur"
er sagður eiga?
Hótelkeðjur í Dubai?
Lystisnekkjur?
Einkaþotur?
Sumarvillur upp á 2000 fermetra við Miðjarðarhafið?
Eða eru þetta máske bara þúsundir "fyrirtækja til húsa í póstkössum" á
Tortóla?
Nei, húsfreyja vill bara gjarnan fá að vita, hvað varð um
alla þessa peninga.
Veit að það flökrar ekki að "eigendum" þeirra, að skila þóknunum þessum
aftur til bankanna og þjóðarinnar.
Og það þó þjóðin sé eitthvað
ósátt við að "eitthvað óáþreifanlegt" sé svona fjandi
dyrt að höndla með, að það rúlli upp heillu bönkum og fellii
tvist og bast og setji heilu þjóðirnar á hausinn.
Neipp.
Húsfreyja var rasandi eftir Kastljósþátt þennan.
Að höndla með "óáþreifanleika" er þjóðinni gjörsamlega GAGNSLAUS viðskipti,
og ekki nóg með það, slík viðskipti skaða orðstý þjóðarinnar.
En út að ganga í frostinu næst.
Góðar stundir og látið ekki fáluna hana Ísbjörgu eyðileggja
fyrir ykkur jólaskapið.
ESA stefnir Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.