12.12.2011 | 20:57
Miðaldarfár og....
... fjúkandi afhöggnir hausar með galdrabrennum
og hverju ekki á þeim myrku tímum, komið í fréttir
og sjálfsagt verið að rifja upp
blóðþorsta og brjálæði í garð kvenna
á þeim árunum" var það fyrsta sem húsfreyju kom í hug,
er hún las fyrirsögnina á frétt þessari.
Neipp.
Alrangt.
Húsfreyja að vaða í villu og svíma.
Frétt frá Sádí-Arabíu á vorum dögum, á 21 öldinni.
Kona hálshöggin fyrir kukl og galdra.
Tarna er ljóti ófögnuðurinn í réttarkerfi Sáda.
Þar þykir besta mál að menn duddi sér við að höggva höfuðin af fólki,
fyrir hina ýmsu glæpi; þjófnaði, morð, nauðganir (ekki víst heldur,
að fórnarlömb nauðgana sleppi lifandi, fremur en gerendur)
og svo auðvitað fyrir höfuðsyndir eins og að afneita trúnni
og fyrir það að kunna eitthvað fyrir sér í grasafræði.
En húsfreyju þykir ekki líklegt að foreldrar kenni almennt
börnum sínum galdra og kukl í henni Sádí, því trúin bannar
allt slíkt stranglega og hausinn er að veði leggi fólk út í slíkt.
Hins vegar kunna margir til verka með grös og jurtir,
ljósmæður og læknar til forna brúkuðu slíkt óspart,
og húsfreyja telur að slík kunnátta sé enn við líði
víða um heim, þar sem heilbrigðiskerfið er bágt
og aðeins á færi þeirra ríku að sækja slíka þjónustu.
Galdrar og kukl?
Varla.
En blessaðir Sádarnir stíga ekki í miðaldarvitið.
Brýna sveðjur sínar grimmt og spýta við tönn.
Og hausar fjúka.
Þjóð í fangelsi fornra siða og grimms hugsunarháttar.
Því er ver.
Góðar stundir á kærleiksríkri jólaaðventu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.