3.12.2011 | 00:56
Á Jólunum finnst köttum gaman...
...fúmm...fúmm...FÚMM.
Þrjá brjálaða hringi eftir veggjunum á stofunni.....VRÚMM...
ráðast í fimmta sinn á kassann með jólaskrautinu....
klór...skrap...nag...nag...KLÓR.. aftur á fljúgandi fart...VRÚMM..
og fleygja sér fagnandi ofan í tóma pappakassann,
sem á að fyllast af jólapökkum á leiðinni norður......"mjaaaavrrr...
unaðslegt leikfang fyrir drottningu eins og mig".
Breytast í ægilega grimmt tígrisdýr sem liggur í leyni
fyrir bráð sinni...HVÆÆÆS....MJAVRRRR....
Tíu ára djásnið hlær dátt að kisu sinnu, þó hún
sé illa klóruð á höndum eftir brjálaðan leik við
dýrið alla daga síðan fyrsta í Aðventu.
Húsfreyja, líka klóruðu á handarbaki eftir köttinn,
lenti óvart í hlutverki hægfara, seinhugsandi kvöldmats
"tígrisdýrsins" , ráfandi í villu og svima inni í miðjum
(pappakassa-) frumskóginum, er búin að sópa
gólfið 5 sinnum á dag síðustu vikuna.
Pappírssnifsi í löngum ræmum, skreytir að öðrum kosti stofu hennar alla daga.
Pappakassar eru allir reittir og að fara í hengla.
Svo heimtar köttur ÚT.
Húsfreyja fegin að losna við pappakassaskaðvaldinn út
svolitla stund, hleypir ketti út á pall.
Köttur spígsporar á þófum sínum, eins og tískudrós á
20 cm. pinnahælum í snjónum.
Klikkast síðan algjörlega, þegar snjókornin falla niður
jafnt og þétt á pallinn.
ARRRGH! INNRÁS HVÍTU, KÖLDU OG BLAUTU GEIMVERANNA ER HAFIN.
En "NO WORRIES"!
DRÁPARINN MIKLI "BRANDA HELLCAT SNOWFLAKEKILLER" er mætt.
Og nú eru sko setið um snjókornin, stokkið á þau,
og þau DREPIN!
Húsfreyja reynir að finna stofugólfið sitt aftur, á meðan
kötturinn trompast úti á sólpalli.
Tíu ára djásnið hlær svo mikið af kattarrófunni, að hún tárast.
En svo: "Mamma, Branda vill komast inn aftur".
Húsfreyja lítur í átt að stofuglugganum með kústinn á lofti.
Á miðjum gluggapóstinum hangir læðan, angistin uppmáluð.
"MJÁÁÁáááá.....hjálpið mér svöngum, vesælum, örmum og
köldum ketti....mjáááá...ég á svo bágt".
"Je ræt" hugsar húsfreyja, " búin að vera úti í 6 og 1/2 mínútu"!
Djásnið hleypir kettinum inn.
Sú ferfætta skokkar léttum skrefum framhjá húsfreyju,
sigri hrósandi, virðir hana ekki viðlits.
Snöflar í sig nokkrum kornum úr matardall sínum inni í eldhúsi.....en..
sér að "ferfætta hárlausa þjónusta" hennar var að bjástra eitthvað
með "prikið" inni í stofu......VRÚMM....þrír brjálaðir hringir eftir veggjum
stofunnar, snarstans og ráðist á pappakassann með jólaskrautinu...osfr.
Húsfreyja telur nú að hún sé komin með spádómsgáfu mikla, á gamals aldri.
Spáir því að jólahreingerningum verði SEINT lokið þetta árið á
heimilinu.
Spáir því ennfremur að pappakassar verði ARFAÓVINSÆLIR undir jólaskraut
á heimili húsfreyju...svo að jafnvel verði að splæsa í
í eðal plastkassa frá Rúmfatalagernum þá Þrettándinn rennur upp.
Og síðast en ekki síst, sér hún fyrir sér að tími sá sem
heimiliskötturinn eyðir sofandi á rúmteppi inni í
hjónaherbergi, "bak við luktar dyr",
muni LENGJAST að miklum mun yfir hátíðarnar.
En gangi ykkur vel með jólaundirbúninginn, og megi
öll ykkar gæludýr vera "pollrólegir pappakassahatarar".
Flokkur: Spaugilegt | Breytt 30.12.2011 kl. 16:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.