Myljandi niðursveifla ENN í rjúpustofni.

funny_1324  Asskoti er að heyra þetta.

  Má veiða 31. þúsund fugla, sem er ríflega

  helmingi minna en í fyrraCrying.

  Ja, hérna.

  Þetta stefnir allt í voða hjá bónda húsfreyju

  með skotveiðina....eitt árið enn!

  Bóndi hógvær maður, og hefur haldið að sér höndum

  með rjúpnaveiði árum saman, því hann vill að þeir gangi

  fyrir, sem ekki geta haldið Jól án þess að snöfla í sig

  lágmark sex vel steiktum rjúpnabringum á Aðfangadagskvöld.

  Menn sem vaknað hafa síðustu morgna upp úr

  klukkan fimm, til að hreinsa rjúpnabyssur sínar,

  smyrja og hlaða skotum, og verið við það að fá hland fyrir hjartað og

  mergjaðar hjartsláttartruflanir af einskærri gleði yfir því að

  fá að skreppa upp á fjöll og drepa sér fáeinar rjúpur

  í jólamatinn.

  Neipp, bóndi hefur haldið sig heima, enda telur hann

  rjúpur lélega mannafæðu, rýran og lítt lystaukandi mat.

  Hefur ætíð gefið allar steindauðar rjúpur í sínum fórum,

  þá hann rölti hér í den upp um fjöll og firnindi og fretaði

  villt og galið á villta hænsnfugla þessa.

  Og enn og aftur stefnir í eitt árið enn HEIMA, þegar kemur að

  rjúpnaveiði og bóndaErrm.

  En kannski alveg eins gottWhistling.

  Rjúpnabyssa bónda er nú þegar ryðguð föst við tvo gamla hjólkoppa

  af Toyotunni, gleraugnaskrúfjárn húsfreyju og  þríhjól tíu ára

  djásnsins niðri í bílskúrTounge.

  Var ekki nokkur leið að sjá hvað var byssuhólkur, hvað var þríhjól, hjólkoppur

  eða gleraugnaskrjúfjárn, síðast þegar húsfreyja átti leið

  um bílskúrinnShocking.

  Er orðið svona "rjúpnabyssukoppaskrúfjárn" eitthvað,

  á "þremur hjólum" þarna niðriDevil.

  Yrði bara hlegið að bónda, mætti hann vígirtur slíku vopni

  á rjúpnaveiðarLoLGrin.

  Og húsfreyja efast stórlega að hittnin yrði til fyrirmyndar,

  en kannski að bóndi gæti komist hraðar yfir þúfur, urð og grjót með

  "rjúpnabyssukoppaskrúfjárnið" ef hann þyrfti ekki að

  burðast með það á öxlinni, heldur drægi það á eftir sér

  á hjólunum þremurLoL.

  Jamm,  en illt er í efni.

  En altént gæti húsbóndi reddað nærsýnum rjúpnaskyttum

  gleraugnaskrúfjárni, lentu þær í skrúfulosi á

  gleraugum sínum í miðjum hóp af fljúgandi hænsnfugliDevil.

  Verra að tapa gleraugum þegar menn eru komnir í ham

  að freta niður rjúpur.

  Þá getur það farið eins og fyrir vestan um daginn,

  þegar ein vesalings rolla var skotin í tætlur...

  og var ekki einu sinni með vængiHalo.

  Neipp, það er ekki öfundsvert hlutskipti að vera rjúpnaskytta á

  litla Fróni í dag, þegar sífellt fækkar í rjúpustofninum og lítið sem

  ekkert má veiða.....kannski ekki algalin hugmynd hjá þeim

  Spaugstofumönnum um daginn að DULBÚA slatta af frónverskum

  hænum, og senda á vapp uppi á fjöllum......Devil..hehehehe.

  Rjúpnaskotveiðimönnum öllum óskar húsfreyja góðrar veiði,

  og hamingjuríkrar og saðsamrar jólamáltíðar á árinu 2011.

  Góðar stundir.


mbl.is Veiði leyfð á 31 þúsund rjúpum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Sigrún Óskars, 9.10.2011 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband