11.3.2011 | 22:07
Hláturinn lengir lífið?
Hér er tveir gamlir og góðir:
Þegar ég var á leiðinni upp Ártúnsbrekkuna í morgun
leit ég til hliðar og þar var kona á splunkunýjum BMW.
Hún var á svona 120 kílómetra hraða með andlitið
upp í baksýnisspeglinum og var á fullu að sminka sig
með meik-up græjurnar í sitt hvorri hendinni með
annan olnbogann á stýrinu.
Ég leit fram á veginn eitt augnablik, og næst þegar
ég leit á hana var bíllinn hennar á leiðinni fram fyrir
mig í mína akrein, og samt hélt hún áfram að mála
sig eins og ekkert væri sjálfsagðara.
Mér brá svo mikið að ég missti rakvélina mína
ofan á roastbeef-samlokuna, sem ég hélt á í vinstri
hendi.
Í panikkinu við að afstýra árekstri við konuhelvítið
og ná stjórn á bílnum sem ég stýrði með hnjánum,
datt gemsinn minn úr hálsgrófinni á mér ofan í
kaffibollann sem ég var með á milli fótanna.
Það varð til þess brennheitt kaffið sullaðist á
"besta vininn" og "tvíburana tvo".
Ég rak upp öskur og missti við það sígarettuna
úr kjaftinum og brenndi hún stórt gat á sparijakkann
minn og ég missti af mikilvægu símtali.
HVAÐ ER AÐ ÞESSUM HELV... KELLINGUM?
Hjón fóru á fæðingardeildina á Landspítalanum,
konan að fæða fyrsta barn þeirra.
Jónas læknir sagði þeim að alveg nýtt tæki
hefði verið keypt inn á fæðingardeildina, sem
færði hluta af fæðingarverkjum móðurinnar til
föðursins.
Þau hjón vildu ólm prófa tækið.
Jónas læknir byrjaði á 10% verkjaflutningi til
eiginmannsins, þar sem það væri líklega meiri verkur en
en hann hefði nokkru sinni upplifað.
En eiginmaðurinn bar sig bísna vel, og eftir því
sem leið á fæðinguna sagði hann lækni að hækka
í tækinu.
Læknir hækkaði í 20% og síðan í 50%.
Og enn var eiginmaður stálsleginn og sagði Jónasi
að flytja alla verki hinnar fæðandi móður yfir á sig.
Fæðingin gekk síðan brilliant vel og móðirin
fann ekki nokkurn hlut fyrir neinum verkjum.
Og sömuleiðis eiginmaðurinn, hann var hinn hressasti.
Um kvöldið fengu hjónin að fara heim með frumburðinn,
og þá fundu þau bréfberann steindauðan á tröppunum
fyrir framan hús þeirra.
Jamm, víst er gott að geta hlegið dátt, eða í það minnsta glott
út í annað.
Sjálf var húsfreyja á ferðinni í dag.
Þurfti í Rúmfatalagerinn að ná sér í ódýra prjóna.
Taldi happasælast að skreppa í Smáralindina, því þar rataði hún
einna best um verslunina.
Jamm.
Auðvitað var búið að hafa endaskipti á versluninni, svo húsfreyja
vissi ekki hvað sneri upp eða hvað sneri niður.
En prjónana fann hún samt.
Týndi svo ýmislegt smálegt með í körfu.
Gáfaði ungi maðurinn með dökku spangargleraugun,
var að ræða við sína heittelskuðu fyrir aftan húsfreyju
þegar þau biðu afgreiðslu við kassa.
Líklega rúmlega tvítug bæði tvö.
Hans heittelskaða, einnig með dökk spangargleraugu
horfði svolítið fljótandi augum á kærastan, enda ung og
ástfangin.
"Við verðum að kaupa okkur slatta af þessum hér, þegar
við fáum íbúðina okkar afhenta" sá gáfaði sýndi kærustu eldhússvampa,
10 saman í búnti.
Kærasta kinkaði spekingslega kolli, og hristi ljósan hárlokk sem hafði
fallið fram yfir dökku spangargleraugun.
"Já, hélt sá ungi gáfaði áfram, "kannski get ég líka reddað
500 grænum svona, frá kunningja mínum, fyrir lítinn pening,
hann er með heildsölu".
Kærastan tók upp eina lengju af eldhússvömpum,
velti henni á milli handa sér.
Spurði svo: "Til hvers er ÞETTA eiginlega notað"?
Húsfreyja skellihló inni sér á meðan hún greiddi fyrir prjónana.
Hlustaði á unga herrann reyna að útskýra þrif á eldhúsi
fyrir ungu dömunni sinni, sem áreiðanlega hafði aldrei þrifið
eldhús, hvað þá heldur komið við klósettbursta á allri sinni
stuttu ævi.
Já, það fara margir að búa, ÁN ÞESS AÐ KUNNA AÐ BÚA.
En allt lærist það á endanum.
Síðan var skroppið austur fyrir fjall í kaffi og kleinuhringi
til múttu eftir hádegið.
Mikið spjallað og PRJÓNAÐ.
Svalan svo með til baka og ætlar að bíóast og fleira með Bárunni
yfir helgina.
En góðar stundir og góða og hláturmilda helgi.
Hlegið að Íslendingum í Færeyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spaugilegt | Breytt 12.3.2011 kl. 01:48 | Facebook
Athugasemdir
þetta eru góðar sögur. En þessa kerlingu sá ég fyrir 5 árum í Havana
Kristbjörn Árnason, 11.3.2011 kl. 23:53
Þakka þér, Kristbjörn. Já hún er flott sú gamla, ætli að hún sé enn á lífi?
Sigríður Sigurðardóttir, 12.3.2011 kl. 01:50
Það tók ekki konuna mína nema 7 ár að læra að elda mat, svo að ég eftirlét henni eldamennskuna eftir það. Síðan hefur hún staðið bak við eldavélina og gert mikla lukku.
Vendetta, 15.3.2011 kl. 19:50
...þetta er þjálfu...þetta er þjálfun, Vendetta!
Sigríður Sigurðardóttir, 16.3.2011 kl. 19:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.