Má senda bensín...

  oil-on-water..með ÍslandspóstiCool?

  Nú er bensínverðið allt í einu orðið skaplegast

  á Akureyri hinni undurfögru höfuðborg

  Norðurlands.Smile

  Svo húsfreyju datt í hug að bjalla í

  frændur sína á Húsavík, og biðja þá að versla

  eins og eina tunnu af bensíni fyrir sig, næst þeir skryppu

  eftir snjóskóflum og Mogga inn á AkureyriDevil.

  Og hvort hinn ágæti Íslandspóstur myndi ekki af

  sannri þjónustugleði, koma tunnunni til Húsfreyju,

  splæstu frændur í eitt eðal frímerki og skelltu því á

  gripinnWhistling og kæmu henni á pósthús Akureyrar?

  Húsfreyja myndi svo jafna þetta við frændur sína,

  og myndi með glöðu geði borga þeim skuld sína við þá,

  og það þó þeir sendu tunnuræfilinn í A-pósti og tryggðaTounge!

  Neipp, bara svona hugmynd á vorlegum degi í höfuðborginni,

  þegar húsfreyja er á leið austur í Þorlákshöfn, að vísitera

  systur og börn....keyrandi á okurdýru bensíni:

  TVÖHUNDRUÐ OG TÍU KALL líterinnAngry!

  Húsfreyja taldi víst, þá hún síðast fyllti bifreið sína

  af bensíni, að hún hefði utangátta og út á þekju

  villst á eldsneyti, og fyllt á með eldsneyti fyrir "geimferjur" hjá ÓBW00t.

  Svona eins og þær geimferjur þurfa, sem eru í "reglulegum geimferðum"

  milli tunglsins og jarða hjá NASAPinch.

  SJÍSS!

  Taldi húsfreyja næsta víst að bóndi hennar biti af henni höfuðið fyrir svona

  líka hroðaleg mistök, og fór að plana flóttaferð "á puttanum"

  til SeyðisfjarðarLoL. (Stutt í ferju til útlandaGrin)

  En nei. 

  Þetta var "bensínverð" fyrir venjulegar frónverskar

  bifreiðar, þegar húsfreyja gætti betur aðGetLost.

  En 10 ára djásni liggur á að komast austur,

  þó bensíndropinn sé dýr, svo húsfreyja kveður að sinni.

  Góðar stundir. Northern Lights 






mbl.is Bensínlítrinn á 91,20 á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skrítið

Er ekki að sjá þessi verð á:

http://www.gsmbensin.is/gsmbensin_web.php?region=n

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 13:52

2 identicon

Kíkið á dagsetninguna á fréttinni.

Arnar (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 15:15

3 identicon

Já einmitt, þetta er frá 2001.

En það er í lagi. Það væri bara gaman að fá eina frétt frá 1985 þegar sígarettupakkinn kostaði 50 krónur. Reyndar ódýrasta tegund, Royal. En mér er sama. Alltaf gaman að rifja upp liðna tíð.

jón (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 22:10

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Já, þakka ykkur herrar mínir fyrir þetta. Var lítið að pæla í dagsetningum fyrr en í lokin á pistilskrifunum... en var þá bara þokkalega lukkuleg með pistilinn..og lét hann vaða....hafði gaman að því að fá svona fínar undirtektir, þó fréttin væri orðin öldruð :)

Sigríður Sigurðardóttir, 25.1.2011 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband