Fjallaspjall.

3287270264_9feef2dcc2  Hún var þung á brún og með

  gráhvítu nátthúfuna sína þétt bundna

  undir kinn.

  Sat virðuleg sem endanær á sínum stað og starði stíft fram fyrir sig

  og virti ekki húsfreyju viðlits.

  Húsfreyja áræddi samt að ávarpa þá öldruðu:

  "Góðan og blessaðan dag, Esja mín kær, hann

  blæs napurt í dag, finnst þér ekki"?

  "Hrumph" það hummaði í kerlu, "ekkert hjá

  þér þarna niður við sjó, komdu bara upp í fimbulkuldann

  á mínum toppi, þá verður þér KALT, húsfreyja"!

  Og kerlan hló stórkarlalega, um leið og ísköld þokan

  læddist hljóðlega um hana efst.

  Húsfreyja hryllti sig: "Ég er eiginlega ekki í fjallgönguhugleiðingum í dag,

  kæra frú.  Ætla bara að bregða mér í verslanir, kaupa inn mat og

  snjóbuxur á níu ára djásnið mitt".

  Sú gamla gjóaði skörpum augum á gráa kólgubakkana

  í vestri:  "Þetta mun nú aðeins vera regn í dag, góða mín,

  en ég spái að Vetur konungur sé skammt undan með

  heldur kaldari spýjur, svo hafðu brækur þessar á dótturina

  vel hlýjar og vandaðar"Wink.

  Húsfreyja sagðist mundu gera það, en fannst kerla eigi hafa

  lokið máli sínu, svo hún beið átekta.

  Sú gamla ræskti sig.

  "Hef verið að hugsa húsfreyja, hvort nokkurt gagn mætti hafa

  af þessum GRÍNMEISTARA sem þið hafið þarna við völd í

  borginni"LoL?

  "Huh, þú meinar borgarstjórann okkar hann GNARR"? spurði húsfreyja.

  "GNARR, hrumph, það var þá nafnið á borgarstjóra" kerla skók sig

  svo lítið bæri áGetLost.

  "En látum það nú vera hvað karlinn heitir.  Getur maður þessi séð

  til þess að fólk sé ekki að brjóta sig og bramla hér í mínum hlíðum...

  jafnvel fara sér á voða og drepa sig"?

  "Tja, hvað áttu við"? spurði húsfreyja.

  "Nú þegar vetrar þarf að tryggja að allar gönguleiðir séu

  vel merktar og stikaðar.  Tala ekki um ætli fólk sér alla leið upp á topp".

  "Jú, sjálfsagt gæti borgarstjórinn beitt sér fyrir því, kæra Esja"

  svaraði húsfreyja að bragði.

  "Jæja, kannski ég reyni þá að senda honum HUGSUN,

  því mér leiðist afskaplega þegar menn eru að hrynja eins

  smásteinar niður hann INGÓLF fyrir austan í suðurlandsskjálfta,

  niður hlíðarnar mínar"Whistling.

  "Já, þú ferð nú létt með það, svo snjöll sem þú ert að

  senda okkur mannfólkinu hugsanir" kom svar húsfreyju.

  "O, ég kann nú ýmislegt fyrir mér, enda er ég nær jafngömul

  landi þessu og af því fædd" svaraði sú aldraða drjúg.

  "Hitt er annað, hugsanir get ég sent ykkur tvist og bast,

  en svo er það andskotanum sárara og erfiðara að fá ykkur til að

  MEÐTAKA þær og framfylgja þeim"Angry!

  Jú, húsfreyja gat alveg séð að það gæti stundum verið stórmál.

  "Já, sjáðu bara þetta með skógræktina hérna í mínum hlíðum",

  kerling nokkuð örg.

  "Hér mátti ég híma kviknakin og skítkalt öldum saman, skógarlaus og nánast

  gróðurlaus fyrir utan smá grasþúfur og blessaða hvönnina, sífellt að

  senda ykkur treghugsa hugsun um skógrækt og uppgræðslu.

  Og hvar byrjuðu þið svo að rækta?  Jú, í hraunum og svo dalverpum

  fyrir austan og norðan"Pinch!

  Kerlan gnísti saman tönnum.

  "Svona, svona" svaraði húsfreyja róandi, "það er komin ljómandi

  myndarleg og falleg skógrækt hér í sunnanverðar hlíðar þínar..og víðar".

  "Já, og maður má víst þakka fyrir það" hvessti sú aldraða sig,

  "og vera glaður að þið mannskepnurnar skulið ekki æða yfir

  smáhríslurnar mínar á sleðafarartækjum og dótaríi á

  fjórum hjólum"Errm!

  Húsfreyja horfði á fjall sitt hugsi:  "Það er aldeilis að kerlu er

  þungt í skapi í dag" hugsaði hún.

  "HAH, þetta heyrði ég húsfreyja" kerlan snögg, "gleymdu ekki því

  að ég LES ykkar hugsanir betur en þið stautið ykkur í gengum

  þessa bókarbleðla ykkar, sem allir eru að auki skráðir á dýrmæt TRÉ"Angry.

  Jaso, húsfreyju varð svarfátt.

  "En heyrðu greyið mitt, ég ætlaði ekki að láta vetrardrunga minn

  bitna á þér" kerla blíðari á manninn.

  "Þú ert ágæt hróið mitt, og ein af fáum sem nennir að spjalla

  við eldgamla fjallakerlingu"Joyful.

  Húsfreyja hló.  "Og þú verður eldri og vísari með hverjum degi,

  og lifir okkur mennina alla".

  "O jæja, ætli ég reyni ekki að standa mína plikt sem verndari ykkar

  krílanna þarna niðri í ljósadýrðinni.  Þið eruð svo viðkvæm

  og lifið svo stutt, og farið ykkur allt of oft á voða.

  Megið alveg læra að bera meiri virðingu fyrir náttúrunni og

  "ykkur sjálfum", hróin mín, svo allt gangi ekki aftur á bak".

  Og kerlan kýtti sig í herðum, sneri sér frá húsfreyju og

  horfði öldnum en snörpum augum til hafs.

  Samtalinu var lokið.

  Húsfreyja dreif sig inn í bifreið sína og brunaði af stað

  í matarkaup, og keypti sérlega vandaðar og hlýjar snjóbuxur á

  níu ára djásnið.

  Gangið hægt um dyr Veturs konungs, hafið vaðið fyrir neðan ykkur

  á öllum ykkar ferðum og njótið fegurðar nátúrunnar í botn án þess að

  skaða hana.

  Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband