Allir ættu að vera jafnir.

 6796175a5205554869l.jpg_thumb ...konur sem karlar.

  Erum öll menn, og það ber að

  virða okkur og meta, líkt og

  okkur ber að virða og meta lög og reglur

  samfélgsins.

  Verk okkar endurspegla síðan hvar við erum

  stödd í sálarþroska, hvort sem þau eru góð verk

  eður ill.

  Okkar er valið til verka, og flest okkar kjósa að vinna

  af kærleika og virðingu fyrir náunganum.

  Við erum konur og menn....menn og konur...börn

  órjúfanlega tengd í kærleika, vináttu, gleði, umhyggju, fjölskylduböndum,

  reiði, hatri og sorg.

  Við erum hluti af lífsafli móðurjarðar, kraftur, sköpun og

  ljós.

  Okkar er valið.

  Veljum kærleikann og virðinguna.

  Höfnun valdbeitingu, hroka, ofbeldi og lítilsvirðingu.

  Verum það besta sem við getum orðið.

  Við-þú-ég..... það besta.

  Því þegar upp er staðið munt "þú" og aðeins "þú"

  dæma þig og þín verk hér á jörðu.

  Harðari dómari er ekki til.

      Þó þú eigir fínni flík

     og fleiri í vösum lykla.

     Verður okkar leiðin lík

     á lokadaginn mikla.

  Húsfreyja veit því miður ekki höfund að vísukorni þessu,

  en hún er góð eigi að síður.

  Góðar stundir.

    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband