6.10.2010 | 19:57
Niður með....
...niðurskurðinn í heilbrigðiskerfinu
!
Húsfreyja hleraði eftir niðurskurðaráætlunum
þá hún spjallaði við systurdóttur í Eyjum
í dag, en systurdóttir er starfsmaður
á þeirra annars ágæta sjúkrahúsi.
Loka fæðingardeild!
Loka skurðdeild!
Fækka legurýmum úr átján í þrettán fyrir sjúka og aldraða.
Húsfreyju sundlar.
Síðast þá hún vissi bjuggu nálægt 5000 manns í Eyjunum.
Samkvæmt síðustu niðurskurðarsnilld heilbrigðisráðherra,
virðist "enginn" af þessum 5000 mega "fæða" barn í heimabyggð
,
sei sei nei.
Dúlla sér níu mánuði gengin með Herjólfi nánast "botnslausum"
upp á sandrif í Landeyjahöfn og vona að hægt verði að bjarga
barnshafandi konu/konum í land á næsta flóði, og komast þá
í bifreið/rútu í rúman klukkutíma á Selfoss (ef þar fær
fæðingardeild að vera í friði) eða rúma 2 tíma til Reykjavíkur.
Nú eða skella sér í æluferð í 3 tíma í Þorlákshöfn og síðan
með rútu/bifreið upp á Selfoss eða í borgina við sundin bláu....
og vona að blessað barnið taki ekki upp á því að koma í
heiminn í litlum klefa í Herjólfi eða á Þjóðvegi eitt, rétt
á meðan foreldrarnir dudda sér í rólegheitum og ekki nokkru
stressi við að koma sér á fæðingardeildina
.
Nú ef ljósm...., lækn....hjúkrunarfr.....jæja, bara EINHVER
heilbrigðisstarfsmaður, sem enn fær að sinna vanfærum konum,
og hefur ekki fengið uppsagnarbréf nýverið, ákveður að allt sé
í voða hjá verðandi móður og barni og bráðakeisari sé
eina lausnin, er alltaf hægt að kalla eftir sjúkraflugi......EF það
er ekki snarvitlaust veður með 50 metrum á sekúndu á Stórhöfða
.
Og þá spyr húsfreyja: Hver sker þá, ef búið er að loka skurðstofu,
og skurðlæknar Eyjanna eru fluttir til Noregs eða í Svíaríki og allt ófært út í Eyjar.
Hver fær þá að brýna hnífa, og bjarga móður og barni
?
Eða er máske bara búið að spá LOGNI á Stórhöfða næstu tíu árin
?
En ekki nóg með það, að barnshafandi konur verði
"frekar óæskilegt vandræðafólk" í Eyjunum, heldur
verða sjúkir og aldraðir að gæta þess, að
verða aldrei veikir eða hjálparþurfi nema flestir 13 í einu
!
Og verði þá kannski aðeins innskrifaðir á sjúkrahús Eyjamanna
föstudaginn þrettánda klukkan 13
, og þá ætíð útskrifaðir
allir sem einn 13 dögum fyrir jól...eða á þrettándanum öðrum kosti
?
Húsfreyja telur að Eyjamenn verði ALVARLEGA að fara að hugsa sinn gang,
hvað veikindi og sjúkdóma varðar
.
Sprungnir botnlangar algjört "tabú"
!
Heilablæðingar sömuleiðis sem og flestar stórar innri blæðingar.
Væg hjartaáföll skulu stíluð upp á sumrin í "bongóblíðu"
,
en stærri hjartaáföll eingöngu í "sumarfríi" í borginni við sundin bláu,
helst þá sá hjartasjúki er staddur á Eiríksgötunni
eða á bílastæðunum fyrir framan Landspítalann Háskólasjúkrahús við Hringbraut
.
Gallsteinaköst, nýrnagrjót og matareitranir skyldu Eyjamenn eftirleiðis
skipulegggja með lágmark tveggja sólahringa fyrirvara, sem og "bólgur"
í botnlöngum
.
Alla langvarandi og erfiða sjúkdóma er að sjálfsögðu BEST að
mæta með í "ofurhraðvirku, ekki nokkurt álag í gangi"-læknaþjónustuna á Landspítala
Háskólasjúkrahús allra landsmanna.
Máski hægt að bjóða upp á "hópferðir" langsjúkra í Eyjum, með Herjólfi
til lækna uppi á landi
?
Mætti síðan fá einhvern eldhressan leiðsögumann af suðurlandinu
með "vægan hjartagalla" líka á leið til læknis,
til að spjalla við Eyjmenn í rútunni, og benda þeim á
áhugaverða staði við Þjóðveg 1, og til að fara með gamanmál
.
Jamm, húsfreyja bara varð að fá útrás fyrir kaldhæðnina.
En í alvöru.
Húsfreyja er aldeilis rasandi á niðurskurði í
"mergnöguðu" heilbrigðiskerfi.
NIÐUR MEÐ NIÐURSKURÐINN í heilbrigðiskerfinu!
Góðar stundir og baráttukveðjur út í Eyjar.
|
Starfsfólk mótmælir í Eyjum |
| Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt | |
Flokkur: Heilbrigðismál | Breytt 7.10.2010 kl. 19:12 | Facebook


vestfirdir
stinakarls
heidihelga
ollasak
gudni-is
juliusvalsson
toshiki
draumar
netkella
vefritid
sigro
arnysig
birnamjoll
bryndiseva
helgigunnars
kermit
gattin
magnusthor










Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.