16.8.2010 | 12:24
Verður þetta ekki eitt magnaðasta...
..tónlistarhús allra tíma,
takist okkur Frónbúum einhvern tímann
að klára að byggja það?
Hvað hefur ekki gengið á í þjóðfélaginu
á byggingartíma þess?
Ja, það getur ekki verið margt, telur húsfreyja.
Húsið er langt frá því fullbyggt og saga þess nú þegar dökk.
Hver man ekki "borgarstjóri í heilan dag með samsærisrýting
í bakinu-ævintýrið"?
Bankahrunsörvæntinguna-verðum að hætta að byggja-tímabilið?
Kreppuhrunadansinn í kringum ákvörðunina um að halda áfram að byggja
tónlistarhús, þegar þjóðin stóð á öndinni yfir "kerlingafálunni henni Ísbjörgu",
útrásarsvíðingum með "smáaurana" sína í bönkum á suðrænum eyjum
og yfir furðulega ósýnilegri, ólýsanlegri og ófinnanlegri skjaldborg um heimilin
í landinu.
Og enn er allt í báli og brandi.
Logar eins og kyndill hálfbyggt tónlistarhúsið með reglulegu millibili.
Slokkviliðsmenn á útopnu að redda málunum....fá skít á priki
í laun fyrir, en mæta eigi að síður.
Gæðalegir menn, slökkviliðsmenn.
Jamm.
Hah! Hugljómun andartaksins greip húsfreyju.
Nú skella menn bara upp einni reffilegri 70 metra styttu utan
á húsið...má vera slökkviliðsmaður, Dabbinn með bláa hönd,
nú eða bara maður í jakkafötum með rýting í bakinu,
býttar ekki öllu, en verður að hafa logandi kyndil á lofti
í annarri hendinni!
VOILA!
EUREKA!
Við Frónbúar búin að fá okkar eigin "Frelsisstyttu" ala New York.
Nema okkur eldur yrði að sjálfsögðu "lifandi eldur", enda
litla Frón land "elds" og ísa.
Nú ef smá óhapp yrði, og enn og aftur kviknaði í listræna dóti þessu,
mætti alltaf kalla út slökkviliðið fyrir slikk.
Jamm.
Þetta yrði GRAND!
Húsfreyja þarf að læða þessu að .....umm.....já.....eða nei.....ööööö....?
EINHVER hlýtur að bera ábyrgð á byggingu þessari niður
við höfn!
Nógu mikið erum við Frónbúar að BORGA fyrir bygginguna.....
logandi eður ei
Húsfreyja auglýsir hér með eftir nafni eða nöfnum þeirra sem
teljast ábyrgir fyrir listasmíð þessari!
Ætlar að skjóta að honum/þeim hugmynd.
Góðar stundir á regnvotum mánudegi.
Búið að slökkva í Hörpu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Harpa will be a constant reminder of what went wrong. It is big enough for a 1 million manna borg. Iceland can´t afford it. There are not enough people to make it pay.....A big white Elephant.......What will the maintenance cost be? How many days of the year will it stand empty and unused. Will it become another glass tower such as on Borgatun. How very 2007 !!!
maltblossom (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 12:49
Tell me about it, maltblossom! This building is a monster, and we have'nt seen half of what it's going to cost us as a nation!
Sigríður Sigurðardóttir, 16.8.2010 kl. 12:53
Fyndnast af öllu er að fólk heldur að þarna verði hægt að halda júróvision.
Stærsti salurinn tekur 1800 í sæti! enn þar á sinfónían að eiga sitt heimili.
C 1000 mæta reglulega á tónleika hennar í Háskólabíói svo nú þarf að bæta við fjölda manns með áhuga fyrir gamalli tónlist sem kallast Klassik.
Ólafur Þórir Auðunsson (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 18:16
Klassíska tímabilið stóð á milli sirka 1730–1820, það hefur margt gerst í tónlistinni síðan þá, og sinfónían spilar ekki bara efni frá þessu eina tímabili. Ef þú vilt meinta klassíska tónlist undir merkinu vestræn tónlist þá gildir sami hlutur. Varla getur verk sem er skrifað fyrir nokkrum árum verið "gömul tónlist"?
Harpa er hinsvegar flopp.
Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.