2.7.2010 | 12:22
Að marka spor...
er snúnara en margur hyggur.
Hvað stendur til dæmis upp úr
síðustu viku?
Eru það "utankomandi" atburðir eins og
glæsilegt mark í fótbolta, hæstaréttardómur
um gengislán eða yfirlýsing "alþjóðlegra vísra manna"
um kreppulok.
En hvað með ÞIG?
Þínar gjörðir og upplifanir?
Er hver dagur kannski öðrum líkur?
Fylgirðu straumnum ómeðvitað/meðvitað?
Og dagar, vikur, mánuðir og jafnvel ár líða
án þess að ÞÚ markir eitt einasta spor á eigið líf?
Og árin hverfa eitt af öðru Í ÓMINNIÐ!
MANST ÞÚ hvenær ÞÚ umbyltir þínu lífi síðast?
MANST ÞÚ hvenær þú tókst ákvörðun síðast,
sem varð þér og ástvinum/vinum þínum til góðs?
MANST ÞÚ hvenær lífið var síðast ljúft og þægilegt í marga daga,
jafnvel vikur, mánuði ár og þú varst sáttur við Guð og menn?
Hvenær það var ömurlegt, erfitt og sárt síðast...og ÞÚ vannst
þig út úr myrkrinu einn og óstuddur...eða með hjálp góðra manna?
MANST ÞÚ hvenær þú varst virkilega GLAÐUR síðast?
Stoltur?
Dapur?
Reiður?
Sáttur?
Að UPPLIFA lífið og atburðarás þess í tætlur?
Áttu kannski minningu um hafsjó af "sporum" sem þú hefur
markað á þitt eigið líf?
Hefur þér ef til vill dottið í hug að skrá niður "sporin" þín?
Segja frá því hvernig ÞÚ markaðir "sporin" í þitt líf?
Fjölskyldu þinni, vinum, börnum til fróðleiks.
Húsfreyja telur sig heppna konu, því hún á í fórum sínum
mörg "spor" sem henni hefur, oft undraverðan
máta, markað á sitt eigið líf, og er þegar byrjuð að skrá
sumt niður.
Því miður á hún einnig "óminnistímabil" þar sem hún
kemur bara niður á gráa ÞOKU, þegar hún hugsar til baka.
Og verst er að eiga 3-5 ár samfelld, þar sem aðeins
eitt og eitt "spor" finnst á stangli.
Húsfreyja upplifir þennan tíma í dag sem "dauðan"
og "flatan"!
TÝNDAN!
Hefur jafnvel dottið í hug að, hún hafi orðið fyrir "sjálfs-andláti",
en ekki kunnað við að vera bögga ástvini sína, vini og
vinnuveitendur á "dauða" sínum, og ákveðið að halda áfram
af gömlum vana!
Jamm, það er snúið að "marka spor" í sitt eigið líf,
oft þægilegt að fljóta hugsunarlaust með,
þar til kemur að því að maður hefur öðlast þann
þroska að geta litið til baka og vill gjarnan gera upp lifað líf.
Þá er erfitt að finna fá eða engin eigin "spor",
og muna eftir ENGU!
Slitrum og brotabrotum.
Vita jafnvel ekki hvernig maður varð sá sem maður er í dag.
Hvaða reynslu hefur maður safnað í sarpinn?
Hvaða þekkingu hefur maður öðlast?
Er maður að "marka jákvæð spor" á eigið líf?
Eða neikvæða?
Jamm!
Húsfreyja á stórafmæli í sumar.
Húsfreyja hefur greinilega náð þeim þroska að vilja
líta til baka og gera upp margt í lífi sínu.
Finna sátt.
En hvort henni lánist það, er svo allt annað mál!
Húsfreyja og 9 ára djásn eru svo á flakki innanborgar í dag.
Ætla að "marka gleðispor" saman í sálir sínar og líf.
Húsdýragarður, blóm og kattarmatur verða að fylgja pakkanum.
Góðar stundir og gangi ykkur vel að "marka sporin" ykkar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.