23.6.2010 | 17:02
Viti firrtir BRUÐLARAR!
Frónbúar allir sem einn!
Ekki satt Pétur Blöndal?
Takandi "ólögleg" gengislán fyrir bílum sínum,
kaupandi flatskjái grimmt og demba sér
í frí til útlanda í tíma og ótíma.
Ja, svei!
Skítapakk er þetta, búandi hér uppi á litla Fróni, Pétur!
Krimmar!
Glæponar!
Svo bara vælir þetta lið, þegar hirða á af því kofana og
bílana og krakkarnir fá ekkert að éta.
Heimtar leiðréttingu á kolólöglegum lánum,
sem enginn hafði fyrir að vara það við...
bara talið trú um að þetta væru bestu
mögulegu lán í boði.
Jaso!
Asskoti "óheppilegt" hvað landinn er trúgjarn!
Og með "óheppilegan" Hæstarétt, sem fellir
"óheppilega" dóma!
Og bara fjandi "óheppilegt" að það hafi skollið
á kreppa og bankahrun, og enn "óheppilegra"
að einhverja aðgerðir og "óheppilega" dóma þurfi
til, svo hægt verði að bjarga heimilum margra
landsmanna hér uppi á Fróni.
Landsmanna, sem eru hvort eð er aðeins "vitfirrtir bruðlarar",
sem ætíð pissa í skóinn sinn, þegar kemur að
fjármálum.
Eru í allt of lágt launaðri vinnu!
Eiga of barnmarga fjölskyldu.
Keyptu húsnæði miðað við fjölskyldustærð og stöðuga innkomu,
í stað þess að miða við kreppu, bankahrun og atvinnuleysi,
og reisa sér aðeins 50 fermetra bílskúr við Rauðavatn,
undir sig og familíuna, sem hefði verið "heppilegast"!
JAMM!
Menn skitu bóksaflega upp á bak í góðærinu!
Tóku "ólögleg" lán!
Vilja jafnvel fara að ræða "verðtryggingu" á lánum!
Ósvífni!
HÚMBÚKK!
Verðtryggingin er HEILÖG!
Það veit hver heilvita maður!
Bévítans óheppni allt saman!
Húsfreyja er ein af "vitfirrtum og óheppilegum"
ofurbruðlandi íbúum litla Fróns.
Altént hlýtur húsfreyja að stimplast
sem einn slíkur með sitt "gengislán"
á sinni herlegu bifreið og með einn flatskjá
sem hún fékk í arf með láni og öllu saman,
þegar fóstursonur gafst upp á himinháum afborgunum!
Alltaf versnar það, hjá húsfreyju!
Ekki nóg, að húsfreyja sé mergjaður "hryðjuverkamaður"
og snaróður fjármálavitleysingur með kerlingarfáluna hana
"Ísbjörgu" á bakinu, sei, sei nei!
Nú er hún í kaupbæti orðin "óheppilegur bruðlari"!
KRÆST.
Máske ráð að bjalla í danska kónginn og grátbiðja hann
að "hertaka" aftur litla Frón og redda oss örmum og
aumum "óheppilegum bruðlurum".....eða öðrum kosti
"hertaka" ofursparsaman Pétur Blöndal einan og skella honum á "sparneytið"
og ofurhagvæmt svínabú á Fjóni, svo hann losni
við "bruðlandi ófögnuðinn" hér uppi á litla Fróni!
En góðar stundir og vonandi eigið þið marga "óheppilega bruðltíma" á
sólríkum júnídögum.
Bruðlurum bjargað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góður :-)
Eva Sól (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 19:50
Við borgum þessum mönnum laun í gegnum skattanna okkar en þeir vinna gegn okkur, það ætti að reka þá..
Snorri Gylfason (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 20:10
Þakka ykkur og, Snorri víst mættu margir fjúka!
Sigríður Sigurðardóttir, 28.6.2010 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.