25.4.2010 | 16:11
Seigur Johnsen!
Ekki af Johnsen skafið,
að hann fær fólk til liðs við sig,
og lætur verkin tala.
Verður albrjálað að gera í vorverkum
hjá Eyjafjallabændum í þetta sinn,
þar sem öskufall er mest.
Svo það er ljúft að fá góða sjálfboðaliða
sem taka til hendinni og létta störfin.
Sumarbros dagsins fær Johnsen frá húsfreyju.
Góðar stundir.
Einn kom með veghefil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
tek undir þetta með þér
Jón Snæbjörnsson, 25.4.2010 kl. 17:20
Batnandi manni er best að lifa
Sigurður Haraldsson, 25.4.2010 kl. 18:12
Johnsen hefur alltaf verið dugnaðarforkur og maður mikilla verka. Gott hjá karli.
Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 25.4.2010 kl. 18:40
Já, Johnsen er bestur í krísum...en slæmur í leikhúsum og kirkjubyggingum. Þakka ykkru innlitið herramenn!
Sigríður Sigurðardóttir, 25.4.2010 kl. 21:12
Þarna er Johnsenin á ferðinni með Pétri Óla stórvini sínum úr Mosfellsbæ,og hann Pétur Óli er mjögsvo hjálplegur og,bóngóður maður semsagt.En það er spurning með Johnsenin,hann er snillingur að vekja á sér athygli,og gerir ekkert nema að eitthvað sé gert fyrir hann,,,set spurningamerki við Johnsenin,en hann fær samt stjörnu fyrir þetta framtak hans og Péturs Óla.Fleiri veghefla þarf eflaust þarna sem fyrst.
Númi (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 22:10
Jú, Númi, auðvitað fær Johnsen athygli....en til þess er pólitíski blindleikurinn gerður....AUGLÝSA SIG...en gott mál þegar það kemur öðrum til góða!
Sigríður Sigurðardóttir, 27.4.2010 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.