16.3.2010 | 17:35
Flutt til Spánar!
Ekki seinna en í gær, húsfreyja!
Verði síðdegisdúrinn "alfriðaður"
og settur á skrá dýraverndunarsamtaka
sem "verndað listform" hjá hinum tígulega spánska
kóngi, þá er sko húsfreyja FARIN!
Hættir þá húsfreyja að þræla sveitt hjá hinu "alauma" opinbera,
fyrir smáaura sem vart duga fyrir saltinn á grautinn,
og smá bensínaslatta á bílræfilinn upp í Spöng.....
er að "spara" skósólana á skóm sínum...og fer nú
ALLT á bílnum..ussss...er alveg splunkunýtt, leynilegt
kreppuráð.
Jamm, ekki spurning...húsfreyja flytur búferlum
til Spánar og gerist "listamaður af guðs náð".
"Picassó eftirmiddagslúrsins"!
"Da Vinci 15 mínúta dúrsins"!
Húsfreyja sér fyrir sér, að hún gæti
"lifað á listinni" einni saman í hinu sólríka
veldi Spánarkonungs árum saman.
Tæki fúslega að sér að lúra og dúra
á beddum, bekkjum, "almenningsrúmum",
almenningsgörðum, grasblettum og í húsaskotum
tvist og bast um hið "svefnvæna" ríki
spánskra.
Leggði jafnvel til með sér sæng sína og kodda,
svo spánska ríkið þyrftii eigi að spandera á
hana herlegum "pakkakössum" í yfirstærð,
sem "síestu-menn og konur" virtust halla sér
mjög "að og á" utandyra, þá húsfreyja vísteraði
senjora og senjorur í Barcelona á Spáni ekki alls fyrir löngu.
Tæki húsfreyja hóglegt gjald fyrir hvern 15 mínúta
blund, en yrði að fara fram á lágmark 100 evrur fyrir
lengri svefn.
Hrotur yrði hún að rukka fyrir "aukalega"!
Að sjálfsögðu færi hún svo fram á "listamannaloft"
á besta stað á austurströnd Spánar, yrði að hafa
bíl til umráða þyrfti hún að ferðast vegna
"listar" sinnar og dagpeningar væru að sjálfsögðu
"möst".
Jamm.
Dúndur frétt þetta frá hinu suðræna ríki spánskra.
Húsfreyja er að hugsa um að skella sér inn í rúm
og fleygja sér....ágætt að vera í "formi" og æfingu
ef allt færi á besta veg þar syðra.
Góðar stundir og njótið síðdegislúrsins....z.z.z.z.z.z.z
Vilja friða síðdegisblundinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
góð að vanda
Sigrún Óskars, 18.3.2010 kl. 11:25
Æ, þakka þér kollega!
Sigríður Sigurðardóttir, 21.3.2010 kl. 12:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.