Tyrkjaránið og Icesafe?

tyrkir_vestmannaeyjar  Hver er "fyrningatíminn"

  á "Tyrkjaránum"?

  Fyrnist slíkt máske aldreiGetLost?

  Er auðvitað með því svaðalegasta sem

  um getur í sögunni: Hrottafengin dráp,

  mannrán og mansal.

  Og það á tímum skaðræðis pesta, náttúruhamfara,

  barnadauða og vesaldar í voru litla landi.

  Vorum nánast í útrýmingarhættu, Frónbúar.

  Máttum ekki við því að missa einn einasta einstakling

  af landi brott.

  Svo "Tyrkirnir" frá Alsír undir forystu Jan Janzoon

  van Haarlem hins hollenska,

  fóru verulega illa með voru íslensku þjóð,

  og þá ekki síst Vestmannaeyinga.

  En nú hefur húsfreyja hingað til talið,

  að það væri ekki á almanna vitorði

  að hinn illvígi foringi þeirra herskáu "Tyrkja",

  hefði verið Hollendingur.

  Hélt satt að segja, húsfreyja, að slíkar staðreyndir hefðu

  aðeins verið barðar inn í höfuðin á skólabörnum

  í Eyjunum, þegar vísir lærdómsmenn fjölluðu um

  Tyrkjaránið í skólum.

  Verið svona minni háttar aukaatrið, sem gaf 0,1 í plús

  kæmi það fram á söguprófum barna annarra landshluta.

  Einn heilan í EyjunumWink!

  Jamm.

  En er þá máske vor frónverska "Icesafe-samninganefnd"

  öll úr EyjunumW00t?

  Fyrst "Tyrkjaránið" er orðið að "spilakubb" í Icesafedeilunni?

  1627!

  Og nú eigi sko að "rukka Hollendinga grimmt" fyrir

  langa,langa,langa....langa-afa og ömmu sem rænt

  var frá búi og börnum, og seld í ánauð til Algeirsborgar?

  Eða er máski Hollendingurinn Jan Schouten að

  rita eina meistaralega ritgerð um Tyrkjaránið

  á litla Fróni hér á 17. öldinni, og kominn með

  æluna upp í kok yfir framferði síns manns og nafnaSick?

  Eða er hann bara enn einn "Íslandsvinurinn" að

  styðja við bakið á "bestu vinum sínum"?

  Nú er húsfreyja fædd og alin upp í Eyjum.

  Fékk allar sögurnar af Tyrkjaráninu beint í æð

  líkt og aðrir krakkar í Eyjum.

  Rámaði jafnvel í að foringi þeirra frá Alsír,

  hefði verið hollenskur (gott ef hún fékk ekki "einn heilan" á síðasta söguprófiTounge),

  en þrátt fyrir það, hefur henni ekki tekist að "tengja"

  Tyrkjaránið við Icesafeþrasið á neinn máta!

  Ekki þó að hún rembist eins og rjúpan við staurinn!

  Hefur húsfreyja þó fylgst þokkalega grannt með

  Icesafeþvargviðrinu.

  Hún getur bara ekki með neinu móti lagt peninga

  til jafns við mannslíf!

  En máske er húsfreyja bara TREG og illa fyrir kölluð

  í höfðinu þessa dagana af flensufári.

  Veit sjálfsagt ekkert í sinn haus frekar en fyrri daginnShocking.

  Tyrkjaránið og Icesafe!

  Húmbúkk!

  Góðar stundir.

 

 


mbl.is Skulda Íslandi fyrir Tyrkjaránið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Manndráp, landhelgisbrot, ólögleg innrás í fullvalda ríki... ég held að slík brot hafi engan skilgreindan fyrningartíma.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.3.2010 kl. 13:57

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Nú það er þá kannski eitthvað til í því hjá þeim hollenska, að Frónbúar eigi rétt á "skaðabótum"?  Þða væri aldeilis brilliant!.  Þakka þér þetta Guðmundur!

Sigríður Sigurðardóttir, 2.3.2010 kl. 17:43

3 Smámynd: Sigrún Óskars

ekki galin hugmynd - skaðabætur

Sigrún Óskars, 2.3.2010 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband