Færsluflokkur: Fjármál
1.11.2012 | 17:33
Skuldafjandinn!
En hvar eru "lausnirnar" á skuldavanda flestra landsmanna?
Gott og vel að vekja athygli á málinu, en betra væri að
koma með lausnir, og fá ríkisstjórnina til að
koma þeim í gang fyrir fólkið í landinu.
Afnema helvíska verðtrygginguna, fyrir það fyrsta.
Hví í ósköpunum erum við Frónbúar að dóla einir allra þjóða
með slíkan fjárhagslegan óskapnað?
Ekki kom verðtryggingin í veg fyrir massívt bankahrun, djöfulgang
í pappírspeningaútrás og fjármálaspillingu...sei,sei nei!
Gerði aðeins verkafólki og millistéttinni Frónbúanna erfiðara að mæta
öllum þeim skakkaföllum sem á dundu í kjölfar hruns.
Og enginn skyldi velkjast í vafa um eitt:
Verkalýðsstéttin og millistéttin eru "breiðu bökin" sem bera uppi
mannsæmandi líf á litla Fróni.
Það er fólkið sem greiðir alla sína skatta, berst við að standa
í skilum, til að tryggja afkomu barna sinna og heimila,
á örmum og aumum launum, sem duga illa og oft ekki
fyrir nauðsynjum eins og mat, fatnaði, hita, rafmagni og bensíni.
Hinum reikningunum er oft rúllað áfram á greislukortum og
eilífum samningum um dreifingu á greiðslum.
Stokka þarf upp bankakerfið, setja verndandi lög, svo áhættubankar
séu ekki í samkrulli við peningabanka fólksins í landinu.
Skoða vaxtamál ofan í kjölinn, banna okurvexti, og taka á
fjarstæðukenndum húsnæðismálum í landinu.
Eða hví í andskotanum eigum við Frónbúar að greiða
tífalt fullt verð fyrir húsnæði okkar...eða jafnvel fertugfalt!
VERÐTRYGGT!
Hér er einhver maðkur í mysunni...og hefur verið lengi,
svo lengi að djö..., ekkisens mysan er orðin að gallsúrri ormasúpu.
Á meðan er til fólk uppi á litla Fróni, sem á 400 fermetra einbýlishús, skuldlaust,
sumarbústað á Spáni, tvo jeppa af nýjustu sort, og fínan borgarbíl,
borgar jafnvel litla sem enga skatta, því það hefur nánast "engar tekjur"
til að gefa upp, fer reglulega erlendis til að afstressa sig
og er alveg rasandi á hvað "við hin" erum eitthvað
kvartsár og leiðinleg.
"Alltaf skítblankt þetta lið! Kann greinilega ekkert með
peninga að fara, og getur bara sjálfu sér um kennt".
Já, jöfnuðurinn uppi á litla Fróni hefur eitthvað farið fyrir bí,
síðustu 20-30 árin, og fátækt orðin raunverulegt stórmál.
Heilbrigðisstéttin er flutt til Noregs í stórum stíl.
Iðnaðarmenn eru fluttir til annarra norðurlanda sömuleiðis,
í stórum stíl.
Frónverskir námsmenn á erlendri grund, skila sér iðulega ekki heim eftir
útskrift, og jafnvel ungt verkafólk, sem er sæmilegt í skóladönsku
nurlar saman fyrir ferð til Danmerkur eða Noregs...AÐRA LEIÐINA.
Og breiðu bökunum fækkar, og fækkar.
Nei, betur má ef duga skal, eigi hér áfram að byggjast upp íslenskt
mannlíf og íslenskur þjóðararfur.
Ríkisstjórn landsins verður að gera landsmönnum kleift að
búa hér og reisa við þjóðfélagið, upp úr rústum bankahruns og
pappírspeningakreppu.
Mannauðurinn er dýrasti arfur sérhverjar þjóðar, að honum verður
að hlúa.
Búsáhaldabyltingin var ekkert annað en ákall þjóðar til stjórnar sinnar
um aðstoð og hjálp, því hér viljum við öll búa og byggja börnum okkar
örugg heimili og tryggja trausta afkomu.
Nú þarf að bretta upp ermar og láta verkin tala fyrir skuldahrjáða
Frónbúa...annars að óbreyttu, má svo gott sem "jarða" þjóðina.
Svo mörg voru þau orð.
Góðar stundir.
![]() |
Skuldavandinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2012 | 17:30
Ærleg mistök þetta.
Og er að kosta þjóðina ellilífeyririnn hennar
.
Í ljósi reynslunnar er alveg klárt, að
uppi á litla Fróni kunni nánast "enginn" sem átti að ávaxta fé þjóðarinnar,
með peninga að fara.
Hvorki stjórnendur lífeyrissjóða, bankastjórar gömlu
bankanna né heldur útrásarpésar með FÍN fyrirtæki til húsa
í póstkössum á Tortóla.
Þetta gat aumingja þingmaðurinn, Blöndal ekki vitað, þegar hann sleppti
hendinni af bandsjóðandi vitlausum stjórnum sparisjóðanna,
og jók heimildir þeirra til að kaupa hlutabréf.
Þeir lífeyrisvænu í stjórn óðu í villu og svíma líkt og allir hinir,
og fjárfestu villt og galið, tvist og bast með
peningum sem þjóðin hafði aflað.
Ekki þingmanninum að kenna hvernig fór.
Vitlaus lagabreyting og óráðleg?
Neipp.
Lífeyrissjóðirnir voru hvort eð er í djúpum skít fyrir hrun,
skipti engu þó þeir töpuðu einhverju "smotteríi" af aurum
aukreitis í hruninu.
Fólkið sem borgaði í lífeyrissjóðina?
Hvað með það?
Ekki við Alþingi, alþingismenn og stjórnendur lífeyrissjóða að saka, þó
fólk taki upp á því að verða hundgamalt á "alvitlausum" tímum.
KOLRÖNGUM!
Tímum kreppu og hruns, sem "engum" er að kenna, og allra síst þingmönnum,
fjármálastofnunum, útrásarliði og stjórnendum lífeyrissjóða.
Bara tilætlunarsemi að vilja fá greiddan lífeyri á krepputímum.
Getur fólk ekki frestað því að gamlast um nokkur ár, á meðan
þjóðin grefur sig upp úr spillingarforaði banka og fjármála, hruns og kreppu.
Skást væri ef það sæi aumur á Alþingi og stjórnendum lífeyrissjóða, og
sæi sóma sinn í að fá eitt herlegt og banvænt slag
á 72 ára afmæli sínu.....ein jarðarför...piff paff og lífeyrir óþarfur.
Jamm, en tarna er ljóta endaleysan í lífeyrismálum og húsfreyja sér fyrir sér
á sínum svörtustu stundum er hún íhugar framtíð sína,
að það verði jafnvel gefið út á hana "skotveiðileyfi",
þegar hún verður "löglegt" gamalmenni.....ja svona til minnka
"áreiti" á stjórnir lífeyrissjóðanna, og í leiðinni nota tækifærið
og bæta skotveiðimönnum í landinu upp "bannið á rjúpnaveiði".
En íhuga hvað afganga beri að snæða í kvölverð næst,
og megið þið öll eiga "huggulega" elli.....með eða án lífeyris.
![]() |
Í ljósi reynslunnar voru þetta mistök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2011 | 19:46
Botnlaus heimska...
...einn ganginn enn, hjá fulltrúum atvinnurekenda að
semja um svona "gífurlega háar" launahækkanir
við fólk sitt.
Djö....er að heyr'etta.
Eru menn endanlega búnir að tapa sér?
Og sjálfir fulltrúar atvinnurekenda!
Að láta sér "detta í hug" að sauðsvartur almúginn
þurfi á launahækkun að halda!
Fáránlegt!
Hvað með það þó kaupmátturinn hafi "HRAPAÐ" eitthvað?
Og lánin hafi HÆKKAÐ.
Og skuldirnar heimilanna hafi aukist.
Og eignirnar hafi lækkað í verði.
Og þó búið sé að skera niður hjá öldruðum, öryrkjum, geðsjúkum, og
sjúkum......og skera niður.....og skera enn meira niður.
Verðbólga aukist.
Krónan hafi fallið...fallið.....og fallið!
Þó búið sé að slökkva öll ljós á Reykjanesbrautinni.
Setja upp kreppuhöfn í Landeyjasandi "ófæra" skipum....sér í lagi Herjólfi.
Afskrifa einhvern helvískan haug af milljörðum fyrrum
bankaeigenda og útrásarvíkinga, svo þeir geti nú
pottþétt gefið frúnum Rolex í jólagjöf og unglingunum
nýjasta "eplið, æpoddinn og snjallsímann" í jólagjöf.
Já, hvað með svona SMOTTERÍ?
Hrikalega búnir að skíta upp á bak, fulltrúar atvinnurekenda.
Svona bara gengur ekki, strákar!
Þetta skítapakk sem moðast í láglaunastörfunum,
á ekki skilið að fá "alla" þessa þúsund kalla í launahækkun.
Kann ekkert með peninga að fara þetta láglaunalið.
Eyðir þessu öllu í eittthvert fánýti eins og salti í grautinn,
kuldaskó á krakkana sína og í hita og rafmagn.
Dettur ekki einu sinni í hug, láglaunadótinu, að reyna að
fjárfesta í ódýrustu Rolex-úrunum, hvað þá litlu, demantskreyttu,
penu úri frá DIOR.
Neipp, og vill frekar belgja sjálft sig og krakkana sína út af mat
í heila viku þetta lið, en að skreppa á föstudegi í lítinn léttan salatbröns
á Borginni með vinnufélögunum.
Og glætan að það hafi rænu á að splæsa einu flottu
veski úr krókódílaskinni á tengdamúttu í jólagjöf, NEIPP!
Kaupir hræbillegar vetrarbomsur á götumarkaði í Hagkaup á kerluna.....
og handska með....úr gervileðri.
Svei! Og aftur SVEI!
Þetta er svaðalega hrikalegt.
Svona vonlaust lið, þarf í mesta lagi einhverja hundraðkalla
í launahækkun "annað hvert ár".
Alveg nógu gott á svona fólk sem drullaði algjörlega upp á bak í góðærinu
og keypti sér heilan "flatskjá" með myntkörfuláni.
Húsfreyju er gróflega misboðið, þó hún sé ein af láglaunapakkinu sjálf
og hafi asnast til að þiggja einhverja þúsundkalla í launahækkun eins og allir hinir.
Ja, svei! Hún ætti að sjá sóma sinn í því að afþakka eins og rúmlega helming
af launahækkun sinni....ef ekki alla...nema kannski 300 kalli fyrir
blandi í poka á laugardögum.
Og húsfreyja segir enn og aftur eins og Tóti Pé
"aðal hagfræðinganna" í Seðlabanka (sumra) landsmanna:
HVERNIG DATT YKKUR ÞETTA Í HUG?
Góðar stundir, og mikið erum við Frónbúar "heppnir" að eiga svona
góðan Seðlabanka og ENN BETRI aðalhagfræðing til að hafa
"fjármálavit" fyrir okkur.
![]() |
„Hvernig datt ykkur þetta í hug?“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)