Færsluflokkur: Spaugilegt

Ný hugsun.... ný fátækt?

 

1ea8313747-450x392_o                                          Húsfreyja er grátklökk af einskæru þakklæti og gleði.

  Nú má hún, fyrir yfirþyrmandi náð fjármálaráðherra, hætta að

  safna sér  séreignasparnaði til elliáranna.Halo

  Jessurríbobb!Devil

  Brúka aurana í staðinn í það að greiða inn á höfuðstól

  húsnæðismálaláns hennar ("kaup við fyrstu eign" gasalega smart orðað).Whistling

  Allt að eina komma fimm milljón króna.

  Þvílík dásemd og alsæla.

  Býttar engu þó lífeyrissjóður hennar skerði greiðslur til hennar um 10-30%

  þegar hún kemst á ellilífeyrisaldur, og hún fái greiðslur sem nema helmingi

  fyrri mánaðalauna, og duga hvorki fyrir salti í grautinn, rafmagni og hita

  né skófatnaði, (en reddar henni máske rúmstæði inni á tveggja manna stofu

  á niðurskornu öldrunarheimiliPinch) bara ef hún fær að eyða séreignasparnaðinum

  sínum í höfuðstólinn á láninu sínu.

  Séreignasparnaðinn sem á að bjarga henni fjárhagslega, þegar

  skertar lífeyrisgreiðslur blasa við mánuð eftir mánuð, og húsfreyja

  er of gömul til að vinna lengur.

  Séreignasparnaðinn sem á að tryggja henni mannsæmandi líf síðustu

  æviárin, salti í grautinn, notalegt og hlýtt húsnæði, nýjan skófatnað af og til

  og björt rafljós á myrkum vetrum.

  Séreignasparnaðinn sem á að gera húsfreyju kleift að skreppa

  með Herjólfi til Eyja yfir helgi í sumarfrí, kaupa smá afmælisgjafir handa

  börnum og barnabörnum, splæsa á sig einni Dominós extra einu sinni

  í mánuði og kannski fara einu sinni í leikhús á ári og tvisvar í bíó.

  Já, svei, svona nýtingu á séreignasparnaði!Angry

  Þá er mun betra að brúka þessa aura í höfuðstólinn...sem kannski lækkar

  eitthvað smá, um eina til tvær milljónir...nema auðvitað að verðbólgan

  tryllist....en það hefur ALDREI gerst á litla Fróni....eða hvaðHalo?....já og ef

  að ný kreppa skelli á....eða eitt lítið sætt BANKAHRUN dynji aftur á oss

  örmum fjármálavitfyrringum...en þetta tvennt getur AUÐVITAÐ allls EKKI GERST...

  og það að vertryggingin verði EILÍFÐAR-martröð á litla Fróni,

  er "nottla bara KJAFTÆÐI"!

  Já, séreignasparnaðinn okkar í höfuðstólinn STRAX.

  En þar sem STRAX er orðið svona hrikalega "teygjanlegt" hugtak í íslensku máli,

  ætlar húsfreyja að "teygja" á öllum ákvörðunum sínum

  varðandi séreignasparnað sinn, og þar sem til staðar er

  "pólitískur ómöguleiki" á efndum kosningaloforða hjá þessari ríkisstjórn,

  þá hyggst hún aðeins þiggja lækkun á höfuðstól láns hennar að svo stöddu.Cool

  Annars er næsta víst að séreignasparnaðurinn húsfreyju verði horfinn í

  verðbólguhafaríi og verðtryggingarsukk, útþurrkaður,

  glataður og tapaður að eilífu í hafsjó nýrra reglugerða og frumvarpa

  sem snúast mest um að hyggla þeim peninga- og valdagráðugu.

  Jamm, húsfreyju er um og ó.

  Margir Frónbúar urðu að nota séreignasparnað sinn í bankahruninu

  2008, til að bjarga húsum sínum, og eiga því ENGAN séreignasparnað lengur.

  Þeir hafa ekkert val, þó þeir vildu fórna séreignasparnaðinum upp á von og óvon.

  Margir öldungar á litla Fróni eru að fá skertan lífeyrir mánaðarlega, sem dugir þeim

  fyrir framfærslu í 10-12 daga, ef þeir lifa SPART.

  Súrefni og H2O er svo á "menu" dagsins það sem eftir lifir mánuðs,

  komi börn og barnabörn þeim ekki til bjargar.Errm

  Sumir þessara "greiðsluskertu" öldunga eiga ekki börn eða barnabörn, það

  kemur þeim ENGINN til bjargar.Frown

  Húsfreyja hefur hitt einstæðinga, erna öldunga í heimahjúkrun, sem geta ekki lengur

  annast sína matseld vegna líkamlegra sjúkdóma, að veltast með matseðil

  í höndum, reynandi að velja 1-2 máltíðir á viku af heimsendum mat,

  svo þeir fái eitthvað að borða.  Fjárhagur þeirra leyfir ekki fleiri máltíðir,

  þó ekki sé máltíðin dýr.

  Blóðugt.

  Séreignasparnaður hefði komið þessu fólki vel í ellinni.

  Jamm en brilliant, að LEYFA oss fjármálavitfyrringum að nota okkar EIGIN

  sparnað til að BJARGA heimilum okkar.Tounge

  Góðar efndir þetta á kosningaloforðum.

  Sumt er bara SNILLD.Devil

  Góðar stundir, og í guðanna bænum notið séreignasparnaðinn ykkar í

  eitthvað sem þið ÓSKIÐ að nota hann í.

 


mbl.is „Felur í sér nýja hugsun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VARÚÐ! HÆTTA! Bretadrepandi hjónabönd.

 images?q=tbn:ANd9GcRZxgxZXa-Pe34kRKzcD45RleWBxy-fNllZ2Xm-jK8Ji2Q3ARfr HROÐI.

  HRYLLINGUR.

  HRYÐJUVERK.W00t

  Voveiflegar fréttir berast nú frá hinu mikla veldi Betu Bjútí,

  drottningu Bretanna.

  Þar æddu í desember síðastliðinn yfir Breta stórstreymis flóð

  í fárviðrum miklum

  með illvígum stormveðrum, og það yfir helgustu hátíð allra

  sanntrúaðra biskupakirkju-Breta, Jólin sjálf.Crying

  Allt flaut á brott sem flotið gat:  Bílar, hús, bátabryggjur,sófar,

flatskjáir, hrífur, sláttuvélar,

  jafnvel fólk og langsamlega verst, gólfkerrur.Pinch

  Allt í tjóni og tjöru þar með yfir jólahátíðina hjá breskum.

  Menn svömluðu þetta blautir upp í klof með jólapakkana á milli húsa, urðu

  að "róa" á pöbbinn dauðþreyttir eftir vinnu á móti stríðum vatnsstraumi,

  en var reyndar nokk sama eftir nokkra "ískalda", hvort þeir flytu heim aftur

  eða á haf útTounge, og eyddu löngum stundum í biðsölum húðlækna með

  mergjaðan "fótasvepp".Sick

  Enginn komst í GOLF.Pinch

  ROSALEGT.

  Svaðalegt að eyða Jólum í svona hrylling.

  Og enginn botnaði neitt í neinu.

  Hvað höfðu breskir gjört af sér, sem hefndi sín svo rækilega með

  "Nóaflóði" í öðru veldi?Shocking

  Menn stóðu á gati.

  Klóruðu sér í haus og botn, óðu svelginn með sandpoka á bakinu,

  og horfðu á eftir sófasettinu á hraðri siglingu á haf út, á vit ævintýra í suðrænum höfum.Whistling

  Vesen og vonleysi.

  En lengi er von, og EUREKA!Wink

  Hinn snjalli og vísi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks Breta (Ukip), herra David Silvester

  er með málin á tæru, samkvæmt ágætri frétt í DV okkar Frónbúa.

  Aldeilis búinn að kryfja flóðamartröðina og bévítans fárviðrisstormana í tætlur þar

  í ríki Betu Bjútí.Halo

  Jú, þetta bévítans veðurfá meðr tómu vatnstjóni,

  er að "sjálfsögðu" HJÓNABÖNDUM SAMKYNHNEIGÐRA að kennaW00t.

  SEGIR SIG SJÁLFT!

  Jamm.

  Allt síðan að Beta Bjútí og herleg ríkisstjórn hennar hófu að pússa saman

  homma og lessur, hefur hver stórlægðin gengið yfir Stóra Bretland,

  íbúum þess til armæðu og tjóns.Errm

  Er nú hinn eitursnjalli hugsuður og "sjálfstæður" bæjarfulltrúi, David Silvester,

  þess fullviss að von sé á öðrum og  mun meiri djöfulgangi, haldi Beta Bjútí sig

  við efnið, og gifti mann og annan, og konu og aðra, af sama kyni villt og galið.Angry

  Megi nú hin "hjónabandaóða", bersynduga breska þjóð búast við

  styrjöldum, pestum og bráðafári á heimsendamælkikvarða, því

  "fagnaðarerindið" hefur bannað slík "samsyndug" hjónabönd.

  Samanber III Mósesbók 20: ...eitthvað. Hefur þetta húsfreyja í Biblíunni

  upp á engilsaxnesku: Leviticus 20:3 - "If a man lays with another

  man, he should be stoned".....en húsfreyja fann reyndar

  brilliant skýringu á fésinu á þessu versi nú á dögunum:

  It makes sense, now that gay marriage and marijuana are being

  legalized at the same time, we've just been misinterpreting it.

  Hér að sjálfsögðu vísað í tvímerkingu orðsins "STONED"Devil :

  1. Grýta til bana. 2. Út úr vímaður.LoL

  En þetta var útúrdúr.

  Aftur að æruverðugum sjálfstæðismanni breskra, herra David Silvester

  og ærnum áhyggjum hans af framtíð breska heimsveldisins.

  Samkvæmt honum eru hjónabönd samkynhneigðra að ganga að

  Betu Bjútí og allri hennar slekt dauðri í komandi framtíð.

  Má þá að líkindum,  á næstu mánuðum vænta

  "Stóru Bólu, Svarta Dauða, Gin- og Klaufaveiki, Sárasóttar,

  Holdsveiki og Fótasveppafárs í landi Breta, ásamt stórfelldum

  nattúruhamförum, ofsastormum, flóðabrjálæði með dassi af

  snjóbyljum í því landinu. (Djíss...ferðamannabransi þeirra bresku er DAUÐUR

  þar meðPinch.)

  Í kjölfarið munu sjálfsagt koma engisprettufaraldur, froska offjölgun og

  flugnafár með mergjuð mýbitsveseni.Whistling   

  Þykir húsfreyju ekki ólíklegt, hafi herra Silvester hinn sjálfstæði rétt fyrir sér,

  að einnig megi rekja síðustu "ísöld" beint til tveggja homma að

  bindast heitböndum í íshelli, og uppgangi lessa sé alfarið um að kenna hnignun

  hins mikla griska veldis til forna.Shocking

  Og auðvitað hlýtur þá einnig fall Rómverja til forna að vera samkynhneigðum að kenna,

  galdrafárið á miðöldum (ekki spurning), kóngaleysi Betu fyrstu Bretanna,

  báðar heimstyrjaldirnar, Hiroshima, Nakasaki, Spánska veikin,

  gosið á Heimaey/ í Eyjafjallajökli ásamt ýmsum öðrum eldgosum, og

  allar heimskreppur og öll bankahrun sögunnar eru á þeirra ábyrgð,

  sem og því að húsfreyja asnaðist í vinnuna í morgum

  í einum hvítum sokk og einum rauðum.GetLost

  Já, á þeirra SAMKYNHNEIGÐU herðum sé eiginlega öll óáran, fár, tjón, hamfarir

  og vesen hér á jörð í fortíð, nútíð...og já, um alla ókomna tíð.Angry

  Ja, SVEI þessu öllu.

  Móðir Jörð væri sjálfsagt bísna FÍNN staður að dvelja á, ef ekki væri

  fyrir bévítans samkynhneigðu vandræðagemlingana.

  Já, tarna eru slæmar fréttir af blessuðum snillingnum honum

  David Silvester.

  Húsfreyju dettur í hug, hvort hún ætti ekki að koma honum í

  samband við Gunnar "fyrrum Krossins", og fá Gunnar til að rifja

  upp "afhommun og aflessun" Krossins með honum.Halo

  Sé húsfreyja fyrir sér að Gunnar hljóti að hafa lært "listina" í sérlegum

  "Harry Potter afhommunarskóla"Tounge, veifi hann staf sínum

  og hrópi þrumandi raust í "Darth Vader-stíl" yfir hópi

  af vesölum samkynhneigðum, hjónabandselskandi einstaklingum breskra:

  "LUMINUS AFHOMMUS! DING DONK OG GENGJA"!

  Og DÚBBÍ DÚ þú ert hommi og lessa NO MORE.Grin

  Jamm.

  Aldeilis magnað hvað fólk lætur hafa eftir sér í fjölmiðlum, væri húsfreyja

  herra Silvester, gengi hún nú og alla tíð framvegis með hauspoka á höfði sínu.

  Góðar stundir, og í guðanna bænum verið ekki að vaða í það að gifta ykkur

  í Bretlandi...gagnkynhneigðir sem og samkynhneigðir. 

  Allur er varinn góður.....Halo.


Tannatitrandi víruð upplifun.

 images?q=tbn:ANd9GcTTD0evvXeIMNvoRvSY39ntUAk0W6CNjyoOavly069CCwyCiNI3WA Háskólabíó virtist nötra þegar húsfreyja,

  systir í Þolló ásamt 12 ára djásninu, Svölu (15), Sigga Frey (13) og

  Vigranum (10), mættu á svæðið til að fylgjast með

  Fitnesmodel-keppni nú nýverið.

  Mergjaðar drunur með "RUDDU RUDDI VÍRBASSI"-

  músík organdi í eyrum tóku á móti þeim inni í sal.W00t

  Tennur í munni húsfreyju byrjuðu að titra....BOMM BOMM BOMM-

  takturinn olli henni hrikalegum hjartslætti og

  "HLUSTASKEMMANDI VÍRSÖNGUR"

  kom af stað hrikalegum stresshnút í maga hennar....Pinch

  "RUDDU RUDDI VÍRBASSI....BOMM BOMM".

  Húsfreyju lá við öngviti af stressi.

  Mikið hrikalega var hún orðin FORN og GÖMUL.

  Blóðið strax farið að streyma úr eyrum hennar af álagi,

  eftir hálftíma setu í salnum.Crying

  Sjitt!  Hún yrði að reyna að bera sig vel.

  Ekki hægt að missa af systurdóttur í modelkeppninni.

  Þau hin myndu skammast sín ægilega, ef hún færi að kvarta undan

  mús...HÁVAÐ.....GARGANDI ORGINU... "RUDDU RUDDI

 VÍRBASSI....BOMM BOMM BOMM"!Angry

  Húsfreyja reyndi að kyrra nötrandi tennur sínar, og gjóaði

  augum á systur í Þolló við hlið sér....errr...hvar var systir í

  Þolló eiginlega?Shocking

  Var þetta bara úlpan hennar í sætinu...en Nei.

  Allt í einu móaði í þjáð andlit systur í vetrarflíkinni.Halo

  Systir virtist einhvern veginn skroppin saman í sætinu, úlpa

  hennar komin "upp fyrir eyru".

  Argvítans eyrnablæðandi bassinn djöflaðist sem aldrei fyrr....Sick

  "Váv", stundi systir í Þolló,og galaði síðan: "Nú ætla þeir algjörlega

  að tryggja að við verðum endanlega heilabiluð þegar við komum út".Frown

  Eða það þóttist húsfreyja skilja og heyra  með því að hreinsa mesta blóðið

  úr eyrum sér, en mest þó með því að lesa orðin af vörum systur.Devil

  Galaði síðan á móti:  " Já, og þarna stendur "PLÖTUSNÚÐUR DAUÐANS"

  vel varinn af heyrnaskjólum".

  Og mikið rétt, sá með tónlistina stóð og reyndi að ná sambandi við

  mann upp við sviðið, sem virtist gjörsamlega heltekinn af

  því að spila "Candy Crush" í tölvu sinni.Tounge

  Samskiptin gengu eitthvað stirt hjá þeim tvemur vegna

  þess hve oft gargandi tal þeirra var borið ofurliði af

  "RUDDU RUDDI VÍRBASSI..BOMM BOMM".Devil

  Tólf ára djásnið sat og hafði troðið vísifingrum í eyru sér,

  sem og Vigrinn, Sigginn var eitthvað fölur og galaði að

  "tónlistin" væri "ekkert spes".Whistling

  Salurinn var nánast fullur af fólki og sat í rólegheitum

  og GARGAÐI saman.Pinch

  Eftir að fyrstu keppendur í fitness höfðu farið á svið,

  hóf smávaxin ljóshærð stúlka á sirka áttunda ári,

  og sem  sat fyrir miðjum bekk húsfreyju, sína sjálfsagt

  reglulegu MARÞON-kvöldgönguGrin....fram og til baka...

  fram og til baka eftir bekknum....húsfreyja og kó

  stóð upp....settist niður....stóð upp...settist niður osfr.

  alls 17 sinnum.LoL  Fínar fitnessæfingar í gangi.

  Eftir að fitneskeppendur höfðu lokið að koma fram,

  ruddist kona á að giska þrítug eftir bekknum fyrir

  ofan húsfreyju og ýtti náfölri unglingsstúlku á undan sér,

  sem hélt báðum höndum þétt fyrir eyru sér (.."ein með

  eyrnablæðingu, eins og égErrm"  hugsaði húsfreyja samúðarfull),

  og gargaði konan nokkur orð við tvo herramenn beint fyrir ofan

  húsfreyju: "Ég verð að fara með hana heim, við erum að ÆRAST

  hérna".Angry

  "En þú kemur aftur og sérð úrslitin"? orgaði annar maðurinn.

  "NEI, ég held að ég láti þetta duga í kvöld" gargaði konan

  og var síðan horfin á braut með sína eyrnablæðandi dóttur,

  og þær sáust ekki meir.

  En nú var komið hlé.

  Fólk RUDDIST fagnandi út úr salnum, og niður í

  blessunarlega tiltölulega hljóðlátan forsalinn.Whistling

  Þar að vísu mikið skvaldur, en vegna "nýlegra" hlustunarskemmda

  flestra áhorfenda kom það ekki að sök.Tounge

  Var svona meira eins og notalegt "hvískur" í eyrum húsfreyju.Grin

  Tólf ára djásnið gaf út yfirlýsingu (tveimur lögum goðsins

  Michel Jacksons hafði verið hroðalega misþyrmt inn í sal stuttu fyrir hlé):

  "Þeir eyðileggja 80% af sýningunni með þessari hryllilegu músík".Pinch

   Siggi Freyr skellti út sinni yfirlýsingu:  "Ég ætla ALDREI að hlusta á

  svona músík aftur"!Angry

  Svalan reyndi að vera jákvæð:" En þeir spiluðu þó TVÖ góð lög".Wink

  Tólf ára djásnið gaf hvergi eftir: "Já, en þau voru svo hátt spiluð að maður

  varla þekkti þau fyrr en í lokin".

  "HALLELÚJA" hugsaði húsfreyja.  "Við systur erum kannski ekki svo

  fornar og gamlar eftir allt, fyrst unga fólkið er líka að brjálast

  yfir músíkinni"!Cool

  En það var komið að hápunktinum.

  Systurdóttir Henný (26) að koma fram á sviðið,

  að keppa í fitnesmodel.

  Stelpan sú svakalega flott, að gera góða hluti, svo

  húsfreyju og systur í Þolló tókst næstum að gleyma

  blæðandi eyrum og heilabilun í heilar 10 mínútur.Heart

  Og það voru ofboðslega þakklát og hamingjusöm 12 eyru sem

  yfirgáfu Háskólabíó upp úr klukkan átta um kvöldið...lemstruð

  og með bólgnar hlustir að vísu...en GLEÐIN einskær yfir því

  að komast út.Joyful

  Húsfreyja SLÖKKTI á útvarpinu í bílnum...hafði ekkert með

  vesalings starfsfólk Bylgjunnar að gera...en þögnin var æði.

  Tólf ára djásnið hringdi í föður sinn og rukkaði eftir mat....og lýsing hennar

  á atburðum kvölds hljómaði svona....."Henný var rosaflott, pabbi, en

  músíkin var HRÆÐILEG...hvernig...jú, þeir tóku einhver lög og blönduðu þau með..

 ...þau með... DAUÐA".GetLost

  Húsfreyja glotti með sjálfri sér undir stýri þó hún væri farin að hafa smá

  áhyggjur af því að hafa ekki sloppið með "heilabilun" eftir í kvöldið.

  Því í huga hennar ómaði nú jólalag þeirra Baggalúta..."Ég kemst í jólafíling..

  klikkaðan jólafíling...( en ó, vei..truflun)...RUDDA RUDDI VÍRBASSI..

  ...Jólin...jólin....ég kemst í jólafíling"...BOMM BOMM BOMM.W00t

  Góðar stundir og hafið það sem allra best á komandi jólaaðventu.

 1395370_10201083368951738_1160360455_n


Sjúkir og slasaðir skulu borga.

funny-old-people-bacon-wrapped-media-16  Það var og.

  Aldeilis brilliant fjárlagafrumvarp þetta.Angry

  Húsfreyja sér fyrir sér atburðarásina.

  Húsfreyja fýkur um koll í næstu albrjáluðu vetrarlægð,

  skellur beint á hausinn á steinsteypta stéttina og KRASS,

  hausinn brotinn.Crying

  Þegar hún rankar aftur við sér á Landspítala Háskólasjúkrahúsi,

  10 dögum seinna, reifum vafin um höfuðið, með þrefalt boxaraglóðarauga og

  heilastarfsemi í mergjuðum hægagangi, verður hún þegar í 12.000 króna

  skuld við sjúkrahúsið.Pinch

  Og treysti hún sér þar með ekki, að rusla sér fram úr rúminu samstundis og

  út af spítala, með þvaglegginn lafandi niður úr klofinu, handlegginn tengdan

  við stöng á hjólum með næringu í æð og gasalega illvígan hausverk, og þarf

  þá að gista 6 nætur í viðbót, er 20 þúsundkallinn fljótur að fjúka.Bandit

  Nú á húsfreyja ekki marga 20 þúsundkalla þegar hún er búin að borga

  hús, bíl, faseignagjöld, hússjóð ofl.

  Í góðum mánuði á hún kannski 60.000 eftir í mat, fatnað o.þ.h.

  fyrir sína þriggja manna fjölskyldu og matgrannan kött.Wink

  Í slæmum mánuði er hún heppin að eiga 10.000 krónur afgangs....og þá er

  að svína á VISA...og svína...og allt vindur upp á sig endalaust.Frown

  Það er aðeins blessað orlofið sem reddar húsfreyju frá þvi að

  sökkva fúlan óborganlegan skuldapytt, og hjálpar henni

  aftur upp að núllinu.

  Jamm, orlofið sem á að notast í sumarfríinu, fer allt í skuldir, og hefur

  farið þá sömu helvísku leið í mörg ár, eða alveg frá bankahruni hér hjá oss

  örmum fjármálavitfyrringum út í miðju ballarahafi.

  Sumarfríið verið í mínus fjárhagslega alla tíð síðan, og húsfreyja lengi

  að ná andanum í því fjárhagslega drulludýki, eftir frí.  SVEI!

  Já, því fer fjarri að húsfreyja hafi efni á því að borga 1200 krónur á

  dag fyrir það eitt að velgja rúm á spítala fárveik og voluð. skyldi

  næsta vetrarlægð ná henni.

  Sei, sei nei.

  Samt eru þau hjónaleysin, bóndi og húsfreyja bæði að streða dag hvern,

  virka sem um helgar, við að vinna, og reyna að láta enda ná saman.

  En hvað þá með fólkið sem enga hefur vinnuna?

  Öryrkja?

  Öldunga...afa og ömmu?

  Eru þá máske öldungar og öryrkjar allir á litla Fróni svo vellauðugir

  og moldríkir af seðlum, að ekki sér högg á vatni, þurfi þeir

  að verma rúm á spítala í mánuð, tvo eða þrjá?W00t

  Altént veit húsfreyja, að það er langt því frá að öldungar okkar

  hér uppi á litla Fróni vaði allir í peningum.

  Einn og einn á stangli á margra ára fresti sem hún hittir,

  með Rolexúr á úlnliðnum og farandi 2 ferðir utan á ári í mánaðarsiglingu.Cool

  Flestir hinna eiga vart milli hnífs og skeiðar og láta sér nægja að

  "ferðast gangandi" niður í bókastofu að spila Vist.Grin

  En það er þá skilyrði að þeir búi í þjónustuíbúð...

  ekki víst að sumir þeir öldnu hafi kost á

  ferðalagi gangandi í bókastofu, búi þeir enn í húsi sínu eða íbúð.

  Neipp, ekki margir öldungar sem hafa efni á því að gista dögum saman hjartveikir,

  nýrnaveikir, slasaðir, nýuppskornir eða lamaðir jafnvel, í rúmi á

  deild á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, telur hún.

  Færu frekar heim, fárveikir, hundslappir og nánast ósjálfbjarga, heldur en að

  setja sig og sína í fjárhagslegar ógöngur vegna sjúkrahússlegu, öldungar vorir.

  Jamm.

  Ríkið græðir seint peninga á öldungum, þeir hreinlega "vilja ekki" gista voru

  frónversku spítala, eigi þeir þess nokkurn annan kost.

  Ja, nema......

  Kannski að ríkisstjórnin (djö.... snillingar sem hún er) setji nú fram frumvarp,

  um að setja "sérstakt gjald" á ellilífeyrisþega?Whistling  (Alltaf hægt að plokka af þeim aurana.)

  Svona eins konar "elligjald".Pinch

  Þannig gæti stjórnin gert öldungum að greiða ríkinu 1000 krónur á mánuði,

  12.000 krónur á ársgrundvelli fyrir hvert ár sem þeir "lifa fram yfir" 67 ára aldur.

  Ríkið græddi grimmt, ekki spurning.

  Við erum að tala um 240 milljónir á ári ef 20.000 ellilífeyrisþegar hjara uppi

  á litla Fróni.......1200 milljónir á 5 árum.Halo

  Munar um minna.

  Gæti jafnvel borgað sig fyrir spítalana að bjóða öldungum FRÍA innlögn í viku

  á spítala "tvisvar á ári", þeim til lækninga og hressingar, svo þeir

  lifi sem "allra lengst" og BORGI sem allra mest þar með.Tounge

  Jamm.

  En altént ætlar ríkisstjórn vor að lækka álögur á EINNOTA BLEYJUM.Shocking

  SNILLD!

  GLEÐI!

  Húsfreyja á ekkert bleyjubarn, 12 ára djásnið sjálfbjarga á salerni fyrir löngu.

  En húsfreyju datt þá í hug að skella sér samt á einn bleyjupakka "hræbillegan",

  og athuga hvort hún gæti ekki nýtt sér eitthvað þessi "gæði" nýju stjórnarinnar.Whistling

  Kannski er hægt að "krydda bleyjurnar eitthvað til og steikja á pönnu" og snöfla

  í sigLoL...... nú eða klippa niður í óróa í stofugluggann  úr mismunandi stærðum,

  skúra með þeim parkettið eða sauma úr þeim rúmteppi.Grin......BLEYJUR- JÓLAGJÖFIN

  Í ÁR!

  Möguleikarnir eru óþrjótandi.

  Nei, bara svona smá pæling hjá húsfreyju sem er með orðið "NIÐURSKURÐUR"

  tattúverað þvert yfir enni sér, brennimerkt í hjarta sér og lekandi út úr báðum

  eyrum sér, eftir hartnær 30 ára starf í heilbrigðiskerfinu.

  Góðar stundir og guðanna bænum gætið heilsunnar...nema auðvitað þið

  eigið 1200 kall á lausu.Devil


mbl.is Innheimta gjald fyrir legu á sjúkrahúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Banamein: RASSFYLLING.

  Tarna er ljóta fréttin.

  Húsfreyja er rasandi á grátlegri frétt þessari.Errm

  Fimmtán manns dáið á tveimur árum vegna þess

  að þeir létu troða stórhættulegu sílikondrasli

  "inn í" rasskinnarnar á sér.

  RASSKINNARNAR!

  Hvurslags ofurfegurðardýrkun er í gangi úti í hinum stóra heimi?W00t

  Ungt fólk að deyja drottni sínum langt fyrir aldur fram,

  vegna þess að það missti sig í sjálfsútlitsdýrkuninni?

  Troða inn í sig einhverju drasli, svo rassinn sé kúlulagaðri og

  línulegri....og hlýtur þá einnig að verða STÆRRI....og síðan

  hvenær er það rosalega smart að vera með "risastóran rass" danglandi

  og dinglandi út og suður í hverju skrefi?Pinch

  Er það þá orðið stórkostlega flott, bara ef bévítans rassinn er

  KÚLULAGA?

  Svo fer allt á versta veg.

  Þrútnar rass út, getur fólk ekki sest á botninn á sér, svo jafnvel salernisferðir

  verða stórmál.

  Síðan sýkingar, sársauki og jafnvel dauði.Crying

  Ja, tarna er furðulegt uppátæki...og stórhættulegt.

  Þá er skömminni skárri önnur fegurðarvitfirring, sem húsfreyja

  hefur fregnað af að sé orðin bísna vinsæl erlendis.

  Jú, nefnilega ENDAÞARMSBLEIKINGIN.Whistling

  AHA!

  Endaþarmsbleiking.Shocking

  Húsfreyja fregnaði af fyrirbæri þessu ekki alls fyrir löngu, og var þá

  ekki viti bornari en svo um málið, að hún sá fyrir hugskotssjónum sínum

  fólk sitja í "lange baner" með beran rassinn ofan í bala fullum af KLÓR,

  að bleikja á sér rassgatið þannig.LoL

  Neipp.

  Svo einfalt er þetta ekki.

  Herlegir og rándýrir lýtalæknar koma hér til sögu.Halo

  Þeir krukka í rassgatið á fólki í hartnær klukkustund, "sanda" það

  og fínpússa, þar til það skín sem" neonbleik" afmælisblaðra í

  barnaafmæli.Pinch

  Kostar einhver hundruði þúsunda aðgerðin.Bandit

  Jamm.

  Er víst mun notalegra og hlýlegra fyrir þá sem endaþarmskynlíf

  stunda grimmt og galið, að hafa "bleikan" lit  á þessu svæði.....mun

  huggulegra en drapplitað, ljósbrúnt, fjólað eða rauðleitt rassgat....Tounge

  eða það hlýtur að vera málið....eða hvað?

  Ekki er fólk að æða um utandyra berrassað, með sundurglenntar

  rasskinnar á mannamótum, til þess eins að státa sig af nýbleiktu rassgati?Devil

  Eða er það?Woundering

  Ja, sei.

  Hvað veit húsfreyja?

  En altént er "endaþarmsopsbleikingaraðgerðin" ekki þekkt af því að strádrepa

  ungt fólk elskt að bleikum rassgötum, í hrönnum,

  líkt og rasskinnafyllingarnar í Venesúela.Frown

  Það er vel.

  Er bara eitt sem böggar húsfreyju lítillega, þegar hún veltir þessum

  kostulegu endaþarmsbleikingum fyrir sér:

  Hvað með "litblinda" einstaklinga og "bleikt" rassgöt?Tounge

  Erum við að tala um "GRÆN" endaþarmsop hérna eða......?DevilLoL

  Góðar stundir og í guðanna bænum verið ánægð með ykkur eins og þið eruð

  frá náttúrunnar hendi... "óbleikt", rasssmá, gullfalleg og SPRELLLIFANDI Joyful.

 


mbl.is Fegurðin dýru verði keypt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtilega STÓRKOSTLEG skilaboð.

 Frændsystkin, Bára, Aron og Siggi. Húsfreyja hafði fengið póst.

  Merktur áberandi rauðu "upphrópunarmerki".

  Húsfreyja fékk nettan stresshroll.

  Hann var frá ...segjum félagsþjónustunni "Skafgarði", svo alls velsæmis sé gætt.Cool

  Þar grannvaxinn maður með hornspangargleraugu og oddhvasst nef að senda mjög

  svo áríðandi tilkynningu.

  Hann var að bresta á í sumarfrí ekki seinna en kl.17:00 þann sama dag,

  og nú reið á að hann fengi öll uppgjörsblöðin.

  Húsfreyju rámaði í einhver eyðublöð sem hún hafði fyllt út snemma síðastliðið vor,

  þá hún leysti deildarstjóra tímabundið af.

  Síss!

  Það hafði verið hrikaleg tímafrekt "óhjúkrunarlegt" föndurdútl...

  breyta dagsetningum og leiðrétta krónutölu miðað við fjölda stunda per mánuð,

  sem öldungar höfðu fengið í þjónustu.Pinch

  Jaso.

  Deildarstjóri hafði ekkert sett húsfreyju neitt fyrir hvað þetta mál varðaði,

  þá hún hvarf á brott í sumarfrí að þessu sinni.

  Húsfreyja bjallaði í deildarstjóra.

  "Ég redda þessu á mánudaginn þegar ég kem úr fríi, hlýtur að duga" var svar stjóra.

  "Sendu honum ímeil, og spurðu hvort það sé ekki í lagi"......

  Stutt þögn.

  Síðan:

  ...."Heyrðu, er þetta hann Jakob Sólmar sem sendi þér póstinn"?

  Húsfreyja játti því.

  "Hann verður nú kannski ekki par hress, að bíða fram á mánudag...

   en þú sérð það á póstinum frá honum.  Stafastærðin verður sífellt stærri

  og upphrópunarmerkin fleiriWhistling..... en reyndu samt".

  Húsfreyja kvaddi deildarstjóra, og snaraði sér í að senda "Skafgarðsherranum"

  ímeil.

  Svarið kom þremur sekúndum seinna.  Stafastærðin komin úr 10 í 14,

  upphafsstafir og upphrópunarmerki.Halo

  ENGINN gat tekið við þessu uppgjöri næsta

  mánudag, því hver einasti "uppgjörskjaftur" var þá

  farinn í sumarfrí.

  Póstarnir urðu 7 í allt frá herranum....skilaboðin

  skýr, skoriðnorð og umfram allt STÓR!Tounge

  UPPGJÖRSPAPPÍRANA, gjörðu svo vel,

  í póst til hans STRAX!

  Húsfreyja sá sitt óvænna, gróf og gramsaði í minni sínu og rámaði loks

  nóg í málið til að byrja að yfirfara tíma, tölur og dagsetningar

  og senda hinum háæruverðuga Skafgarðsherra, af auðmýkt, andakt, lítillæti

  og þrælslegri undirgefni....húsfreyja hreinlega getur ekki minnkað stafastærðina meiraTounge.

  Sat klukkutíma fram yfir vanalegan vinnutíma, húsfreyja og náði að komast

  eina yfirferð yfir allt krónubókhaldið og senda.

  Sjálfsagt gert einhverjar hrikalega meinlegar villur, enda húsfreyja

  orðin löðursveitt af "upphrópunarkvíða", "stóraletursangist" og

  mögnuðum "mánudagstímaskorti"Errm.

  Hafði náð að fara tvisvar yfir um vorið þá hún bókhaldaðist

  fyrsta sinni, en því náði hún ekki þetta sinn.

  Verður húsfreyja að biðja auðmjúklega forláts, hafi henni orðið á

  hroðaleg mistök, og hún "vanrukkað" um lágmark 8 milljarðaWhistling,

  eða verra, smurt heilum þúsundkalli ofan á bókhaldið

  hjá einhverjum öldungnum.Tounge

  Gerði sitt besta, húsfreyja, og snör handtök hafði hún, ekki spurning.

  Átti síðan húsfreyja von á mergjuðu þakklætisbréfi í nú vikulokin

  frá Skafgarðsherranum, með SKRAUTRITUÐUM HÁSTÖFUM,

  FJÓRTÁN UPPHRÓPUNARMERKJUM OG AÐ MINNSTA

  KOSTI EINU MYLJANDI FLOTTU "HALLELÚJA"!!!!Devil

  En Skafgarðsherrann hinn nefmjói klikkaði alvegGetLost.

  Sendi ekki svo mikið sem eitt SVEI, ÞÉR!!Grin

  O, jæja.

  Húsfreyja lifir vanþakklætið af.... "Ég á líf, ég á líf...LoL".

  Gaman að þessu.

 Húsfreyja í miðri mikilli vinnulotu, og fer um víðan völl í störfum sínum.

  Gefur sér kannski tíma til að sinna "sínu bókhaldi" þá hún kemst

  í frí.Whistling

  Góðar stundir, og gangi ykkur vel með heimilisbókhaldiðDevil.


Lauflétt frú á....

100 1929...tíræðisaldri las hátt og snjallt upp úr málgagninu:

  "Mikil fækkun innbrota og ofbeldisverka. 

  Fimmtungs fækkun varð á innbrotum í maí samanborið

  við sama mánuð fyrir ári".

  Sú gamla gjóaði snörpum, og glettnum augum á stallsystur

  sínar þrjár á áttræðis- og níræðisaldri á næsta borði:

  "Nú hvurslags er þetta stelpur, eruð þið alveg hættar að

  SKREPPA ÚT Á KVÖLDIN"?Grin

  Munnvatnið hrökk ofan í húsfreyju, svo mikið hló hún.

  En sú gamla var ekki búin:

  " Ég er sko aldeilis ekki hætt kvöldferðum góurnar,

  því það eru einu skiptin sem ég fæ allt FRÍTT"Devil.

  Skil ekkert í ykkur að sitja á rassinum heima kvöld eftir kvöld,

   já og það munar sko um fimmtung skal ég segja ykkur. Bandit

  Húsfreyju lá við köfnun af hlátri.

  Yngri "stelpurnar" litu vandræðalega hvor á aðra, og brostu svo að

  lítt bæri á.

  "Já, ertu stórtæk á kvöldin"?, áræddi sú yngsta að spyrja þá á

  tíræðisaldrinum.

  "Já blessuð vertu, heillin, verð að vera það.  Verð að eiga nóg til í heimamund,

  skyldi mér lukkast að finna mér mann til að giftast á næstunni". Grin

  Húsfreyja var að fá krampa í magann af gassahlátri, og forðaði sér

  fram á lyfjaherbergi, enda frúrnar allar farnar að hlægja.

  Já, það er oft myljandi stuð hjá öldungum húsfreyju, og þar

  er sko húmorinn í góðum gír.

  Húsfreyja var að ljúka sinni tólftu vakt samfleytt í dag, og á sinn eina

  frídag á morgun fyrir næstu 10 daga vinnutörn.

  Finnur lítið fyrir mergjuðu sólarleysi sem hrjáir aðra borgarbúa grimmt,

  því hún er hvort eð er innandyra að starfa alla daga.

  Og þó...hefur lent í því, húsfreyja að rigna næstum niður á

  hlaupum frá bíl sínum að vinnustað á ferðum sínum á milli þjónustuíbúða.....

  hrikalegt að mæta eins og hundur á sundi á vinnustað, og finna fötin sín

  snollast upp eftir fótleggjum og handleggjum, svo skín í hvíta bera útlimi

  húsfreyju. Errm

  "Nú þér er ekki kalt, gæskan, fyrst þú klæðir þig í "kvartbuxur" og bol með

  hálfermum"Joyful ein aldraða frúin elskuleg í gagnrýni sinni.

  Jamm, vinnusumarið mikla hjá húsfreyju í góðum gír og aldrei leiðinlegt.

  Jú reyndar grautfúlt að hafa þurft að bjarga inn af sólpalli húsfreyju,

  hálfdrukknuðum sumarblómum... húsfreyja hafði ekki hugmynd um að

  "Hortensíur" væru svona lélegar að synda og því síður að reffilegar rósir

  færu í sjokk við smá veltu og rúll á mígandi blautum sólpalli í stormasömum næðingi

  og slagveðursregni.Pinch

  Sér húsfreyja fram á að verða að taka fyrir smá "sumarblóma-sundkennslu" úti á

  sínum herlega sólpalli, loksins þá sumarfrí skellur á hana.

  BEYGJA- KREPPA- SUNDUR- SAMAN!

  Var þetta ekki einhvern veginn svona hér í den?Cool

  Ætli að það sé þá vissara að fjárfesta í sundkút og kork fyrir blessuð pallablómin? Wink

  Nei, bara smá pæling.

  Jamm, það er ekkert grín að vera sumarblóm á sólpalli húsfreyju um þessar mundir.

  Blómstra í dag!  Drukkna á morgun!

  Hroðalega "óblómlegar" framtíðarhorfur þetta.Angry

  Jamm, svona svipaðar eins og hjá þeim sem "Drómi" saumar nú að.

  Merkilegt þetta Drómamál, og furðulegt hvernig málin hafa þróast.

  Húsfreyja þakkar sínu sæla að hafa aldrei komist í kast við þá Drómamenn,

  og er bísna sæl með sitt verðtryggða okurlán á íbúðinni.....hún er þá bara ekkert

  á leið í frí til útlanda með sína vísitölufjölskyldu næstu 35 árin.Whistling

  FÍNT að skreppa bara í tjaldútilegu á Laugarbakka eða Gullfoss og Geysi einu sinni

  á sumri....splæsa á sig niðurgreiddum sumarbústað af félaginu FJÓRÐA hvert ár og

  málið er DAUTT. Cool

  Jamm það var og.

  Og eitthvað næðir kalt um blessaðan karlinn hann Bjarna Ármannsson, Glitnismann

  um þessar mundir.

  Kominn á skilorð fyrir að kunna ekki að telja upp á 200...."kúlur" að vísu sem er víst

  orðaleppur fyrir  milljón, en skatturinn fór að sjálfsögðu í mergjaða fýlu yfir

  talnafúski BjarnaGetLost, svo því fór sem fór.

  Húsfreyja telur hins vegar að hún hafi einhvern tímann fregnað af fólki sem hafði

  af  "vanhæfni" eða jafnvel  bara "tæknilegum mistökum",

  dregið eitthvað smotterí undan skatti,

  eins og upphæðir á bilinu frá 1 og upp í 10 milljónir,

  og hefur þurft að sæta fangelsisvist fyrir vikið.Shocking

  En það hljóta að hafa verið miklu VERRI mistök og meiri HANDVÖMM, en hjá Bjarna. Whistling

  Jamm, þetta er ljóta vesenið að vera svona vitlaus að vera í smáaurafúskinuPinch.

  Gera þetta ALMENNILEGA eins og Bjarni, og fá þá SKILORÐ! LoL

  En nóg að sinni...kötturinn vill í tölvuna Tounge.

  Góðar stundir á svölu sumri.

  


mbl.is Dómsdagsspár gengu ekki eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sundbiti...

 IMG_2726 .... hefðu snillarnir sem þýða fyrir Loga Bergmann í Bombunni

  skellt fram sem fínni túlkun á slettu þessari frá Guðmundi Bjarta.Devil

  Og þá líklega má í framtíð brúka orðið sem nýyrði yfir "skyndibitann" sem aðeins

  erlendir ferðamenn hafa efni á að gæða sér á í Bláa Lóninu, þá þeir vísitera

  þann heilnæma og fagra stað.Errm

  Máske ekki svo dýr "sundbitinn", en blóð, svita og tár kostar krónulega séð

  að koma einni þriggja manna "frónverskri"  fjölskyldu þar inn.Crying

  Afslátt af því að bóndinn er með Psoriasis....gleymið því!

  Neipp!

  Náttúru-og heilsuperlan Bláa Lónið er ekki fyrir meðaljóninn uppi á litla Fróni,

  þó fyrrum "forðuðum kúlunum úr landi-útrásarvíkingar" læði sér þangað reglulega,

  ásamt "syndaafleystum bankastjórum".Pinch

  Og blessað Lónið er alls ekki ætlað hinum almennu verkamönnum litla Fróns,

  enda þyrftu "breiðu bökin" okkar að vinna ansi margar vinnustundir til að

  koma sér og sínum "eina ferð" þangað.

  Jafnvel sleppa kotelettunum nokkra sunnudaga, og hafa súpu og brauð

  í staðinn, svo fjárhagurinn færi ekki í drasl af einni Bláa Lóns-ferð.W00t

  Jamm, en fínt orð "sundbiti", þó húsfreyja verði að viðurkenna að

  hún hafði ekki hugmynd um hvað orðið "soundbite" þýddi, er hún las

  frétt þessa.

  Minnti hana óneitanlega á samskipti hennar við ungan tölvusnilla

  í gegnum símtæki fyrir nokkrum árum. 

  Sá vildi óður og uppvægur hjálpa henni að ná aftur

  nettengingu inn í heimilistölvuna, og fór grimmt í gegnum allskonar

  leiðbeiningar á forngrísku eða einhverju þaðan af óskiljanlegra, með húsfreyju..

  "....klikkaðu síðan á "attjú" í glugganum til hægri, þá birtist

  "skrattinn missi þig" og klikkaðu á það og ýttu á F4, stígðu tvö skref til

  hægri, gólaðu skoska þjóðsönginn, klikkaðu á grænu örina í vinstra horni,

  og þá ætti þetta að vera komið"!...tölvusnillinn hrikalega jákvæður og

  bjartsýnn.LoL

   En NÚLL OG NIX, ekkert hafði tengst hjá húsfreyju.

  "VESEN, ekkert"?, snillinn undrandi.

  ÞÖGN í símanum góða stund.

  Húsfreyja var við það að gefast upp þegar snillinn fékk hugljómun:

  "Hurðu, hvað heitir "ráderinn" þinn?

  Húsfreyja man enn, hvernig hún kólnaði og svitnaði á víxl, af

  kvíða yfir fáfræði sinni og tölvuheimsku.Pinch

  Reyndi í örvæntingu að finna einhverja sæmilega "rökvísa" útlistun á orðinu

  "ráder" í huga sínum.

  "....ööööö "RÁ" útleggst sem þverslá..og "DER" er auðvitað skyggnið

  á derhúfunum....ergo "þversláarskyggni"?????....djö.... ónefni er þetta?Angry

  "HVAÐ HEITIR ÞVERSLÁARSKYGGNIÐ ÞITT"?

  Neipp, þetta var ekki að gera sig...húsfreyju lá við öngviti af stressi.Frown

  Rámaði loks í svarta kassann sem var á bak við tölvuna, og bóndi

  hennar hafði tuðað um heila kvöldstund, vegna kattarlóru sem fannst

  notalegt að lúra ofan á honum.

  Jú, mikið rétt, það var "ráderinn"!

  Og tölvusnillinn var búinn að leysa málið á nokkrum sekúndum,

  eftir að húsfreyja gaf honum upp nafnið á kassaræskninu.Wink

  Jamm, oft skondið og skrýtið að snúa úr íslensku yfir á önnur

  tungumál og öfugt.

  Veit til dæmis einhver hvað "the forward season" er upp á

  gamla ylhýra?Cool

  Þessari tæru snilld man húsfreyja eftir hafa ritað í stíl sínum í Hagaskóla

  á landsprófi, fyrir nokkuð mörgum árum.Tounge

  Jú, að sjálfsögðu er þetta "óbrigðul túlkun" byrjenda í ensku á

  íslenska orðinu FRAMTÍÐINTounge.

  Húsfreyja þakkar enn þann dag í dag forsjóninni, að hafa haft

  orðið "framtíð" upp á íslensku í stílnum, en ekki orðið "FORTÍÐ"!Devil

  Ekki víst að enskufrúin, kennari húsfreyju, hefði fílað húmorinn í

  " the shit season"Whistling.

  Altént fór enskufrúin náðarsamlegast fram á það við húsfreyju,

  að hún fjárfesti í stærri og voldugari orðabók, eftir lestur á snaggaralegri

  þýðingu hennar um "the forward season"Halo.

  Margt skrýtið í kýrhausnum, eins og karlinn sagði.

  Húsfreyja síðan að vinna upp á hvern dag næstu 2 vikur,

  og nær lítið að skrásetja.

  Fer vonandi skánandi á henni álagið í júlí þá líða fer að sumarfríi.

  En gott að þingmenn eru glaðir og kátir,enda  búnir að redda

  sægreifunum, svíkja hjúkrunarfræðinga um launahækkun,tafsa, hiksta og

  hika með lofaða skattalækkun og....öööööö...muldr.....muml...hóst...búnir

  að setja verðtryggingarmálið í NEFND ásamt skjaldborgamáli heimilanna...hóst.

  ( DJÖFULSINS SNILLINGAR!)Angry

  Jamm, myljandi GLEÐI á þingi, og allt sumarfríið framundan.

  En húsfreyja nennir ekki að tuða meira um pólitík, lítur björtum augum á

  framtíðina, og veltir sér alls ekki upp úr "the shit season"LoL.

  Góðar sumarstundir.

 


mbl.is Grallaraspóar á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var og...í andakt og sannleika eða hvað?

 normal_LaughingJesus Þá er "Jesú" mættur, sprellifandi kátur og hress,

  með eiginkonuna hina endurbornu Maríu Magdalenu sér við hlið,

  í Ástralíu.Halo

  Að vísu hefur kvisast, að þessi María hans Magdalena sé

  númer "tvö", af hans eðal spúsum.Whistling

  Það er að "Jesú" hinn ástralski hafi verið búinn að

  sannfæra aðra háheilaga konu um að hún væri

  hin eina sanna María Magdalena hans, en það

  síðan eitthvað ekki gengið upp hjá þeim.Frown

  Sjálfsagt bara smá "tæknileg mistök" í gangi hjá

  "þeim guðlega".....áreiðanlega allt myljandi fullt

  af "endurfæddum" Biblíukarakterum kringum "Jesú"

  þar "down under", svo líklega hefur hann bara ruglast örlítið

  í ríminu.

  María Magdalena hin fyrsta, þá sjálfsagt bara gömul vinkona hans,

  hún Marta til dæmis, systir Lasarusar (his old mate)Wink, nema það hafi verið

  hin systirin; María, sem laugaði fætur meistarans og þerraði með

  hári sínu.

  Þá hefur Jesú hinn ástralski, snarlega uppgötvað mistök sín,

  þegar María Magdalena hin fyrsta, hóf að baða fætur hans á morgni hverjum

  og brúka hárið á sér í handklæðisstað.Whistling

  ÚPS!  Vitlaus María.Pinch

  Verið snöggur að kippa því í liðinn, sem hann hét Allan John Miller.....eða

  nei...Jesú, var nafnið.

  En rosalega hefði verið gaman að vera vitni að því þegar

  All....afsakið ..Jesú hinn ástralski kom svífandi niður á jörðina í sinu

  himneska skýi, samanber : "Þegar hann (Jesú) hafði mælt þetta

  varð hann upp numinn að þeim ásjándi og ský huldi hann sjónum

  þeirra.  Er þeir störðu til himins á eftir honum þegar hann hvarf, þá stóðu

  hjá þeim allt í einu tveir menn í hvítum klæðum og sögðu: "Galíleumenn,

  hví standið þér og horfið til himins?  Þessi Jesús, sem varð upp numinn

  frá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til

  himins" (Postulasagan 1, 9- 11).

  Jamm, alltaf missir húsfreyja, ratinn sem hún er, af öllu merkilegu.Frown

  En máske hefur einhver náð að taka stórkostlegan trúaratburð þennan

  upp á snjallsímann sinn...þá er þetta að sjálfsögðu komið inn á

  You-tube, fésið, tístið sem og aðra netmiðla....kommentatröllin á

  Visir.is þá sjálfsagt löngu búin að tjá sig um málið af stakri hógværð og

  mælskusnilldCool, á meðan húsfreyja er grænni en allt sem grænt er, og

  veit núll og nix og lítið sem ekki neitt um sjálfa "endurkomu Jesú"

  nema það sem stendur í frétt þessari.Shocking

  DÆS.

  Rangur maður á röngum stað í vitlausu landi, eru og verða örlög

  húsfreyju.Crying

  Hún vissi það alltaf, að hún ætti að vera flutt til Ástralíu fyrir löngu.

  Hefði getað verið í móttökunefndinni, þegar Jesú sté niður af skýi

  sínu.....jafnvel komið til greina sem "kandidat" sem ein af

  Maríunum í lífi Jesú?Tounge

  Sjíss!  Alltaf allt of SEIN húsfreyja, ekkert að pæla...mætti halda

  að hún hefði FASTA búsetu á hvítu "þokuskýi".Errm

  Svífur um í villu og svíma.

  En húsfreyja býður Jesú hinn "endurfædda" hjartanlega velkominn aftur til móður jarðar,

  og vonar að hann eigi mun huggulegri jarðvist nú, þegar "krossfestingar"

  eru ekki lengur "inn" og fáir jarðarbúar kippa sér mikið upp við það, að

  einhver gefi það út að hann sé Jesú endurfæddur.Whistling

  Mesta lagi að hans háæruleiki, Páfinn í Róm, verði allur í tjóni

  við tíðindi þessi......svona mergjuð SAMKEPPNI er náttúrulega

  gjörsamlega "óþolandi"!Angry

  Svo virðist þessi Jesú einnig ansi snjall að "græða" svolítið

  á "fortíð" sinni...selur geisladiska og heldur úti námskeiðum...og

  tekur þakklátur við öllum "donations", þó slíkt sé að sjálfsögðu

  engin skylda þegar hann er annars vegar.Halo

  Það muna jú allir "kastið" sem Jesú fékk í bænahúsinu þar sem

  hann rak kaupmenn og sölumenn á brott, velti um borðum og

  stólum og sagði þá gera hús hans að ræningjabæli.

  En það er eins og það var.... allt gengur út á kaupmennsku í dag,

  svo vilji nýi Jesú vera "memm", er víst skárra að

  koma sér upp nokkrum sölubásum.Devil

  Alla vega svona í upphafi vega. 

  Aldrei að vita nema Jesú hinn ástralski

  verði síðan bísna fær í því að "margfalda" mat og drykk, þegar tímar líða, líkt og

  kringum árið 30, þegar hann mettaði fimm þúsundir manna með 5

  brauðum og tveimur fiskum.

  Þá getur hann pakksaddur, velt um sölubásum sínum af einskærri trúargleði...Grin

  Góðar stundir í Jesú nafni.

 


mbl.is Segist vera Jesús Kristur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verði ykkur að góðu.

Vestmannaeyjar fyrir gos.  Siggi á Eiðum  Árið var 1940- Sumarbyrjun.

  Faðir húsfreyju, Sigurður Guðmundsson frá Eiðum í

  Vestmannaeyjum var 15 ára gamall, og hafði ráðið

  sig sem kaupamann að Stóru Mörk undir Eyjafjöllum.

  Bóndinn á Stóru Mörk hafði vissar efasemdir um drengstaulann,

  þó drengur reyndist bæði herðabreiður og sterklegur að sjá við

  fyrstu kynni.  Drengurinn var jú að koma í fyrsta sinn í

  sveit sem kaupamaður.

  Og til að reyna á pilt, setti hann þann 15 ára í þyngstu og

  erfiðustu verkin á bænum til að byrja með, til að sjá

  hvernig hann plummaði sig.Wink

  En Siggi á Eiðum var fljótur að sjá, hvað klukkan sló hjá bónda,

  og lagði sig allan fram, var harðduglegur og fylginn sér,

  þó hann hefði aldrei verið kaupamaður áður.

  Vann allt hratt og örugglega, og bað aldrei um aðstoð.Whistling

  Bóndi var að vonum ánægður.

  Ákvað samt að setja lokaprófraun fyrir peyjann úr

  Eyjum.

  "Skrepptu þarna niður á veg með mjólkurbrúsann,

  Sigurður minn, getur tekið hann á handvagninn og

  vippað honum upp á mjólkurpallinn, fyrir mjólkurbílinn að sækja

  mjólkina.  Láttu mig bara vita ef þú þarft hjálp".Halo

  Jamm, og mjólkurbrúsinn sá, tók litla 40 lítra af mjólk,

  og var vel fullur að þessu sinni.Devil

  Bóndi glotti með sjálfu sér, og hugsaði að þarna hefði

  hann nappað pilt, og nú yrði drengurinn að biðja um aðstoð.

  En pápi húsfreyju dó ekki ráðalaus, og með asi, masi og brasi,

  og öllum sínum 15 ára kröftum,

  tókst honum að ýta og lyfta ferlíkinu upp á handvagninn,

  sem hægt var að halla niður að jörðu til að létta verkið.

  Síðan var það léttasti hluti verksins að draga vagninn, þó þungur

  væri, niður smá brekku niður á þjóðveg.

  Bóndi glotti grimmt er hann horfði á eftir kaupamanninum unga,

  bévítans mjólkurpallurinn var jú að minnsta kosti metri á hæð,

  ef ekki meira.  Mun hærri en handvagninn.Pinch

  Sá bóndi það síðast til sveinsins unga, að hann stóð og mældi

  út mjólkurpall og mjólkurbrúsa til skiptis, er hann hvarf á vit

  annarra verka á bænum.

  Klukkustund síðar hafði bóndi lokið verkum sínum, og

  fór þá að undrast um kaupamann sinn.

  "Hví var drengstaulinn ekki kominn að biðja um hjálp,

  með brúsann"?Shocking

  Bóndi snaraðist út á hlað, en kom þá í flasið á

  rjóðum og sveittum kaupamanni sínum.

  "Jæja, á ég ekki að hjálpa þér með brúsann, Sigurður minn"?

  bóndi kíminn.

  "Nei, engin þörf á því, ég er búinn að þessu" strákur

  glettinn á svip, og hvarf síðan án frekari útskýringa

  inn í bæ í hádegisverð.W00t

  Bóndi rasandi hissa, gjóaði snörpum augum niður á veg.

  Mikið rétt.

  Þar stóð mjólkurbrúsinn uppi á pallinum.W00t

  Bóndi trúði vart eigin augum.

  "Hvernig í ósköpunum hafði 15 ára strákur komið

  40 lítra mjólkurbrúsa upp á pallinn eins síns liðs"?Woundering

  Bóndi rölti niður að veg.

  Brúsinn fullur af mjólk stóð þar og beið

  þess að vera sóttur.

  Bóndi klóraði sér í höfínu, skimaði í kring.

  Sá aðeins annað vinnufólk sitt lengst niður á engjum,

  leggja af stað, á rölt í áttina að bænum í mat.

  Bóndi varð að gefast upp, og snéri heim í bæ.

  "Gerðir þú þetta hjálparlaust, drengur"? bóndi nokkuð

  byrstur.

  Piltur játti því.

  En hvernig sem bóndi reyndi að draga upp úr kaupamanni,

  hvernig hann hefði unnið verkið, þagði piltur.

  Brosti aðeins, og sagðist hafa notað "sína aðferð"!Wink

  Varð bónda tíðrætt við sveitunga sína og heimafólk,

  um krafta og þrautsegju kaupamannsins unga úr Eyjum,

  velti fyrir sér glímu hans við mjólkurbrúsann árum saman.

  Það var síðan réttum 35 árum seinna, árið 1975, sem

  Siggi á Eiðum stóð aftur við mjólkupallinn á Stóru Mörk.

  Það var sumar, og pápi húsfreyju á ferð með konu sinni, með

  dætrunum þremur og Oddi Júlíussyni ljúfum dreng og Eyjamanni.

  Pápi átti sosum ekki von á því að gamli bóndinn væri á lifi,

  eða að nokkur maður þekkti sig lengur í Stóru Mörk, en hann

  ákvað samt að berja að dyrum og heilsa upp á heimamenn.

  Viti menn.

  Bóndi kom til dyra. 

  Aldurhniginn en ern í huga og nokkuð kvikur á fæti. 

  Og nú var gestum boðið inn.  Dóttir bónda og eiginmaður hennar

  ásamt börnum þeirra á þönum í kringum þetta óvænta innrásarlið

  um hásumar.

  Bóndi þekkti andlit pápa, þó langt væri um liðið, 

  og reyndi að raða saman minningarbrotum

  um kaupamenn sína, og hvar pápi kom inn í söguna.

  Allt í einu kviknaði blik í augum gamla bóndans.

  "Þú ert kaupamaðurinn minn, sem vippaðir 40 lítra brúsanum upp á pall".

  Pápi hló, og nú var öll sagan rifjuð upp.Grin

  "Og hvernig fórstu að þessu, Sigurður minn"? bónda mikið

  niðri fyrir.

  Jú, pápi ljóstraði upp leyndarmálinu.

  "Notaði þrjóskuna, alla mína krafta, ásamt vogaraflinu og

  hafði þetta á tæpum klukkutíma og var alveg búinn á því".Tounge

  Síðan hlógu þeir báðir dátt.

  En sem endanær, þá Siggi á Eiðum var annars vegar,

  vatt sagan hér upp á sig.

  Frúin á bænum vildi endilega bjóða gestum öllum

  í hádegismat, og vildi ekki heyra neitt annað en það

  yrði þegið.

  Sveitafólk frónverskt gestrisið með eindæmum.Joyful

  Og inn í borðstofu var öll hersingin dregin.

  Sett við ógnarlangt borð.

  Bóndi, húsfreyja, systur hennar og móðir sátu

  upp við vegginn, en pápi, tengdasonur bónda og Oddur

  hinu megin við borðið nær eldhúsdyrum.

  Bóndafrú bar eðal fína ýsu, stóra og feita á borð,

  með tólg, íslensku smjöri og kartöflum.

  Oddur mikil matmaður, sem og pápi og bóndi,

  og þeir tóku vel til matar síns,

  og brátt var fiskur allur uppétinn.

  Bóndafrú stökk upp frá borði.

  Eftirréttur í boði.

  Hrísgrjónagrautur með kanelsykri.

  Bóndakona hellti sjóðandi heitum grautnum

  beint í stóra skál og bar fram í borðstofuna.

  Pottaleppar bóndakonu eitthvað orðnir lúnir og þunnir.Gasp

  Svo heit var skálin, að hún brenndi sig á höndum, rak upp kvein,

  missti skálina fram fyrir sig yfir borðið, svo grauturinn

  flæddi út um allt borð, og ofan á hægra læri Odds.W00t

  Oddur veinaði upp af sársauka, þegar sjóðandi heitur grauturinn

  brenndi hann, og stökk upp.Pinch

  Velti vatnsglasinu sínu á hliðina, um leið og bóndafrúin

  greip vatnsglas bónda síns og gusaði því framan á buxur

  Odds til að kæla.Whistling

  Bóndakona og maður hennar drógu síðan Odd fram í eldhús

  í einum hvínandi hvelli, rifu niður brækur hans,

  og skelltu klökum vöfðum í viskustykki á læri hans.

  Húsfreyja þá 15 ára skvísa, grúfði andlit sitt niður

  á bringu, og þorði ekki fyrir sitt litla líf að líta framan í

  föður sinn, svo aðhlæginn sem hún var.LoL

  Hefði misst sig í gassahlátur, við eina glettna augngotu

  frá pápa sínum.

  Til allrar lukku dugðu björgunaraðgerðir þeirra hjóna

  bísna vel, og Oddur brenndist ekki illa og jafnaði sig fljótt.

  Settist aftur að borði, og bóndakona sem hafði eldað

  ansi mikið af graut, fyllti skálina góðu á ný, en notaði

  nú þykka ofnhanska, er hún bar hana inn.

  En þar sem bóndafrú var orðin oggulítið stressuð

  yfir gangi matarboðsins, var svolítið fum á henni er hún

  rétti úr sér, sveiflaði út hendinni og sagði:

  "Gjörið svo vel".

  Sló um leið hendinni óvart í kanelsykurkarið, svo

  það valt á hliðina og sykurinn sáldraðist yfir allan

  grautinn sem enn var út um allt borðið.Pinch

  ÚFF!

  Bóndakona fraus við borðið og starði örvæntingafull

  á fallega borðstofuborðið sitt útatað í graut,

  vatni og kanelsykri.Crying

  Magi húsfreyju tók flipp flopp af innibirgðum hlátri.Tounge

  Það krymti í pápa húsfreyju og hann ræskti sig ítrekað.LoL

  Þá tók gamli bóndinn skeið sína, skellti henni

  í grautarsullið á borðinu, glotti við tönn og sagði:

  "Já, og nú er hægt að moka grautnum beint

  upp af borðinu oní sig og verði ykkur að góðu".Grin

  Heimamenn jafnt sem gestir skelltu upp úr, og húsfreyja

  veinaði af hlátri.LoL

  Og allir fengu graut, og þó borðstofuborð bóndakonu

  væri hálf hráslagalegt og subbulegt á eftir, smakkaðist

  máltíðin glettilega vel.

  Buxurnar hans Odds voru víst eitthvað slappar líka.Halo

  Bóndi kunni pápa bestu þakkir fyrir komuna, og var glaður

  að hafa fengið sögulok dularfulla mjólkurbrúsamálsins.Wink

  Og Oddur týndi ber með okkur hinum lengi dags, þó

  eigi væru brækur hans skraufþurrar.Tounge

  En fylgjast með kosningaúrslitum næst.

  Góðar stundir.

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband