Verði ykkur að góðu.

Vestmannaeyjar fyrir gos.  Siggi á Eiðum  Árið var 1940- Sumarbyrjun.

  Faðir húsfreyju, Sigurður Guðmundsson frá Eiðum í

  Vestmannaeyjum var 15 ára gamall, og hafði ráðið

  sig sem kaupamann að Stóru Mörk undir Eyjafjöllum.

  Bóndinn á Stóru Mörk hafði vissar efasemdir um drengstaulann,

  þó drengur reyndist bæði herðabreiður og sterklegur að sjá við

  fyrstu kynni.  Drengurinn var jú að koma í fyrsta sinn í

  sveit sem kaupamaður.

  Og til að reyna á pilt, setti hann þann 15 ára í þyngstu og

  erfiðustu verkin á bænum til að byrja með, til að sjá

  hvernig hann plummaði sig.Wink

  En Siggi á Eiðum var fljótur að sjá, hvað klukkan sló hjá bónda,

  og lagði sig allan fram, var harðduglegur og fylginn sér,

  þó hann hefði aldrei verið kaupamaður áður.

  Vann allt hratt og örugglega, og bað aldrei um aðstoð.Whistling

  Bóndi var að vonum ánægður.

  Ákvað samt að setja lokaprófraun fyrir peyjann úr

  Eyjum.

  "Skrepptu þarna niður á veg með mjólkurbrúsann,

  Sigurður minn, getur tekið hann á handvagninn og

  vippað honum upp á mjólkurpallinn, fyrir mjólkurbílinn að sækja

  mjólkina.  Láttu mig bara vita ef þú þarft hjálp".Halo

  Jamm, og mjólkurbrúsinn sá, tók litla 40 lítra af mjólk,

  og var vel fullur að þessu sinni.Devil

  Bóndi glotti með sjálfu sér, og hugsaði að þarna hefði

  hann nappað pilt, og nú yrði drengurinn að biðja um aðstoð.

  En pápi húsfreyju dó ekki ráðalaus, og með asi, masi og brasi,

  og öllum sínum 15 ára kröftum,

  tókst honum að ýta og lyfta ferlíkinu upp á handvagninn,

  sem hægt var að halla niður að jörðu til að létta verkið.

  Síðan var það léttasti hluti verksins að draga vagninn, þó þungur

  væri, niður smá brekku niður á þjóðveg.

  Bóndi glotti grimmt er hann horfði á eftir kaupamanninum unga,

  bévítans mjólkurpallurinn var jú að minnsta kosti metri á hæð,

  ef ekki meira.  Mun hærri en handvagninn.Pinch

  Sá bóndi það síðast til sveinsins unga, að hann stóð og mældi

  út mjólkurpall og mjólkurbrúsa til skiptis, er hann hvarf á vit

  annarra verka á bænum.

  Klukkustund síðar hafði bóndi lokið verkum sínum, og

  fór þá að undrast um kaupamann sinn.

  "Hví var drengstaulinn ekki kominn að biðja um hjálp,

  með brúsann"?Shocking

  Bóndi snaraðist út á hlað, en kom þá í flasið á

  rjóðum og sveittum kaupamanni sínum.

  "Jæja, á ég ekki að hjálpa þér með brúsann, Sigurður minn"?

  bóndi kíminn.

  "Nei, engin þörf á því, ég er búinn að þessu" strákur

  glettinn á svip, og hvarf síðan án frekari útskýringa

  inn í bæ í hádegisverð.W00t

  Bóndi rasandi hissa, gjóaði snörpum augum niður á veg.

  Mikið rétt.

  Þar stóð mjólkurbrúsinn uppi á pallinum.W00t

  Bóndi trúði vart eigin augum.

  "Hvernig í ósköpunum hafði 15 ára strákur komið

  40 lítra mjólkurbrúsa upp á pallinn eins síns liðs"?Woundering

  Bóndi rölti niður að veg.

  Brúsinn fullur af mjólk stóð þar og beið

  þess að vera sóttur.

  Bóndi klóraði sér í höfínu, skimaði í kring.

  Sá aðeins annað vinnufólk sitt lengst niður á engjum,

  leggja af stað, á rölt í áttina að bænum í mat.

  Bóndi varð að gefast upp, og snéri heim í bæ.

  "Gerðir þú þetta hjálparlaust, drengur"? bóndi nokkuð

  byrstur.

  Piltur játti því.

  En hvernig sem bóndi reyndi að draga upp úr kaupamanni,

  hvernig hann hefði unnið verkið, þagði piltur.

  Brosti aðeins, og sagðist hafa notað "sína aðferð"!Wink

  Varð bónda tíðrætt við sveitunga sína og heimafólk,

  um krafta og þrautsegju kaupamannsins unga úr Eyjum,

  velti fyrir sér glímu hans við mjólkurbrúsann árum saman.

  Það var síðan réttum 35 árum seinna, árið 1975, sem

  Siggi á Eiðum stóð aftur við mjólkupallinn á Stóru Mörk.

  Það var sumar, og pápi húsfreyju á ferð með konu sinni, með

  dætrunum þremur og Oddi Júlíussyni ljúfum dreng og Eyjamanni.

  Pápi átti sosum ekki von á því að gamli bóndinn væri á lifi,

  eða að nokkur maður þekkti sig lengur í Stóru Mörk, en hann

  ákvað samt að berja að dyrum og heilsa upp á heimamenn.

  Viti menn.

  Bóndi kom til dyra. 

  Aldurhniginn en ern í huga og nokkuð kvikur á fæti. 

  Og nú var gestum boðið inn.  Dóttir bónda og eiginmaður hennar

  ásamt börnum þeirra á þönum í kringum þetta óvænta innrásarlið

  um hásumar.

  Bóndi þekkti andlit pápa, þó langt væri um liðið, 

  og reyndi að raða saman minningarbrotum

  um kaupamenn sína, og hvar pápi kom inn í söguna.

  Allt í einu kviknaði blik í augum gamla bóndans.

  "Þú ert kaupamaðurinn minn, sem vippaðir 40 lítra brúsanum upp á pall".

  Pápi hló, og nú var öll sagan rifjuð upp.Grin

  "Og hvernig fórstu að þessu, Sigurður minn"? bónda mikið

  niðri fyrir.

  Jú, pápi ljóstraði upp leyndarmálinu.

  "Notaði þrjóskuna, alla mína krafta, ásamt vogaraflinu og

  hafði þetta á tæpum klukkutíma og var alveg búinn á því".Tounge

  Síðan hlógu þeir báðir dátt.

  En sem endanær, þá Siggi á Eiðum var annars vegar,

  vatt sagan hér upp á sig.

  Frúin á bænum vildi endilega bjóða gestum öllum

  í hádegismat, og vildi ekki heyra neitt annað en það

  yrði þegið.

  Sveitafólk frónverskt gestrisið með eindæmum.Joyful

  Og inn í borðstofu var öll hersingin dregin.

  Sett við ógnarlangt borð.

  Bóndi, húsfreyja, systur hennar og móðir sátu

  upp við vegginn, en pápi, tengdasonur bónda og Oddur

  hinu megin við borðið nær eldhúsdyrum.

  Bóndafrú bar eðal fína ýsu, stóra og feita á borð,

  með tólg, íslensku smjöri og kartöflum.

  Oddur mikil matmaður, sem og pápi og bóndi,

  og þeir tóku vel til matar síns,

  og brátt var fiskur allur uppétinn.

  Bóndafrú stökk upp frá borði.

  Eftirréttur í boði.

  Hrísgrjónagrautur með kanelsykri.

  Bóndakona hellti sjóðandi heitum grautnum

  beint í stóra skál og bar fram í borðstofuna.

  Pottaleppar bóndakonu eitthvað orðnir lúnir og þunnir.Gasp

  Svo heit var skálin, að hún brenndi sig á höndum, rak upp kvein,

  missti skálina fram fyrir sig yfir borðið, svo grauturinn

  flæddi út um allt borð, og ofan á hægra læri Odds.W00t

  Oddur veinaði upp af sársauka, þegar sjóðandi heitur grauturinn

  brenndi hann, og stökk upp.Pinch

  Velti vatnsglasinu sínu á hliðina, um leið og bóndafrúin

  greip vatnsglas bónda síns og gusaði því framan á buxur

  Odds til að kæla.Whistling

  Bóndakona og maður hennar drógu síðan Odd fram í eldhús

  í einum hvínandi hvelli, rifu niður brækur hans,

  og skelltu klökum vöfðum í viskustykki á læri hans.

  Húsfreyja þá 15 ára skvísa, grúfði andlit sitt niður

  á bringu, og þorði ekki fyrir sitt litla líf að líta framan í

  föður sinn, svo aðhlæginn sem hún var.LoL

  Hefði misst sig í gassahlátur, við eina glettna augngotu

  frá pápa sínum.

  Til allrar lukku dugðu björgunaraðgerðir þeirra hjóna

  bísna vel, og Oddur brenndist ekki illa og jafnaði sig fljótt.

  Settist aftur að borði, og bóndakona sem hafði eldað

  ansi mikið af graut, fyllti skálina góðu á ný, en notaði

  nú þykka ofnhanska, er hún bar hana inn.

  En þar sem bóndafrú var orðin oggulítið stressuð

  yfir gangi matarboðsins, var svolítið fum á henni er hún

  rétti úr sér, sveiflaði út hendinni og sagði:

  "Gjörið svo vel".

  Sló um leið hendinni óvart í kanelsykurkarið, svo

  það valt á hliðina og sykurinn sáldraðist yfir allan

  grautinn sem enn var út um allt borðið.Pinch

  ÚFF!

  Bóndakona fraus við borðið og starði örvæntingafull

  á fallega borðstofuborðið sitt útatað í graut,

  vatni og kanelsykri.Crying

  Magi húsfreyju tók flipp flopp af innibirgðum hlátri.Tounge

  Það krymti í pápa húsfreyju og hann ræskti sig ítrekað.LoL

  Þá tók gamli bóndinn skeið sína, skellti henni

  í grautarsullið á borðinu, glotti við tönn og sagði:

  "Já, og nú er hægt að moka grautnum beint

  upp af borðinu oní sig og verði ykkur að góðu".Grin

  Heimamenn jafnt sem gestir skelltu upp úr, og húsfreyja

  veinaði af hlátri.LoL

  Og allir fengu graut, og þó borðstofuborð bóndakonu

  væri hálf hráslagalegt og subbulegt á eftir, smakkaðist

  máltíðin glettilega vel.

  Buxurnar hans Odds voru víst eitthvað slappar líka.Halo

  Bóndi kunni pápa bestu þakkir fyrir komuna, og var glaður

  að hafa fengið sögulok dularfulla mjólkurbrúsamálsins.Wink

  Og Oddur týndi ber með okkur hinum lengi dags, þó

  eigi væru brækur hans skraufþurrar.Tounge

  En fylgjast með kosningaúrslitum næst.

  Góðar stundir.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Friðriksson

Skemmtileg saga, en skrýtin. Eitthvað finnst mér skorta á krafta hjá þessum mönnum, að finnast 40 lítra mjólkurbrúsi þungur og það fyrir svona gamlan pilt, fimmtán ára.Maður lenti í uppskipun á þeim aldri, með 50 kílóa áburðarpoka,oft flughála af rigningu. Í minni ætt, var talið að piltar ættu að geta jafnhattað 56 kílóa steðja áður en þeir yrðu fimmtán ára. Það er frekar þröng lyfta, og mun erfiðari en með venjulegum lyftingalóðum. Nokkrum dögum áður en ég varð fimmtán, náði faðir minn ,Friðrik Jónasson frá Helgastöðum sérstaklega í mig úr skóla, frá Húsavík, svo að ég missti ekki af þessu. Upp fór steðjinn.

Ertu VISS um að brúsinn hafi ekki verið talsvert stærri ?

Kári Friðriksson, 29.4.2013 kl. 21:03

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Nú er faðir minn látinn fyrir all mörgum árum, móðir mín mundi ekki þyngdina á blessuðum mjólkurbrúsanum, ég því síður, en til að tryggja að engu væri logið og ég að skálda upp brúsa sem aldrei hefðu verið til í sveitinni, þá vissi ég að til hefðu verið 40 l mjólkurbrúsar, og notaði ég þá tölu...gæti hafa verið 6o lítra...80... eða jafnvel 140 lítra brúsi hvað ég veit.  En eigi að síður var brúsinn ÞUNGUR, svo að bóndi undraðist krafta sveinsins.   "Stærsta sort af mjólkurbrúsum" sagði stundum pápi glettinn, og það situr í mér... en þyngdartalan er horfin úr minni mínu fyrir löngu.  En takk fyrir komment og innlit.

Sigríður Sigurðardóttir, 4.5.2013 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband