14.10.2009 | 18:05
Ansans vesen að vera ekki rotta.
Húsfreyja játar það hér og nú
að hún er "fíkill"!
"Súkkulaðifíkill" með stóru essi.
Veit fátt betra en dökkt, örlítið sætt
og örlítið bitur súkkulaði með kaffinu.
Elskar ljósa Síríus/Nóa-súkkulaðið með
rúsínum....mmmmm.
Forfallinn súkkulaðikonfektaðdáandi og
alltaf til í búri sínu eðal-dökkt Kit Kat.
Eigum við eitthvað að ræða yndislega mjúkt og
gómsætt súkkulaði fyllt með "dassi" af karamellu?
Ooooo....nammm......andartak með húsfreyja
kyngir munnvatni og reddar sér "slefsmekk".
... ... .... .... ... ...
Hana!
Annað sem húsfreyja hefur mikið dálæti á,
er hið dásamlega frónverska og kalda drykkjarvatn.
Kýs sér hún það fram yfir flesta aðra drykki.
Enda svalandi, bragðgott og meinhollt.
En aldrei....ALDREI hefur hún fengið jafn
mikið út úr því að drekka vatn og hún fær út úr
því að snöfla í sig ljósbrúnum eða dökkum súkkilaðimolum.
Því er bara ekki hægt að líkja saman.
Eftir að hafa drukkið´fullt glas af ísköldu vatni,
er húsfreyja yfirleitt þokkalega sæl.
Er ekki þyrst lengur....og sjálfsagt fara nýru
hennar flikk flakk af einskærri gleði yfir slíkum guðaveigum
sem vatn er nýrum og nýrnastarfsemi.
En einhvern veginn er húsfreyja ekki að upplifa sama unað
og nýru hennar.
Svona meira hlutlaus ánægja sem fylgir vatnsdrykkju.
En súkkilaðiát skilar húsfreyju allt annarri "fílingu".
Notalegur þungi fyllir magann, taugarnar slakna og spennan
hriplekur úr skrokk húsfreyju.
Það "birtir" yfir huga húsfreyju, svo jafnvel
bévítans kreppufréttirnar í málgögnunum fara úr því að vera
sótsvartar, í það að verða ljósgráar.
Og auðvita "reddum" við Icesafe.
Svartsýni út.
Bjartsýni inn.
Aaaaah!
Himnesk sæla.
Kaffi og súkkilaðimoli.
Svo eitthvað finnst húsfreyju rannsókn þessi um
rotturnar og vatn versus súkkulaði dularfull.
Máski er þetta sérleg "hliðarverkun" bæði vatns og súkkulaðis
að draga úr sársauka í "fótum"?
Eða máske hvorutveggja "deyfi" hitaskynjara í iljum spendýra....
nú eða máske eingöngu rotta?
Nú eða kannski að rottur séu ofurnæmar fyrir vatni, og upplifi sömu sælu
við vatnsdrykkju og súkkulaðiát?
Jamm.
Þá öfundar húsfreyja svo sannarlega rottukvikindin.
Asskoti væri það ljúft að þurfa bara að skella sér í
kaldavatnskranann, til að upplifa súkkilaðiáhrifin góðu.
Fyrir utan það að vera miklu ódýrara......og minna fitandi.
Jamm.
Ansans vesen er að vera ekki rotta.
En bíðið við!
Samkvæmt kínverskri stjörnuspeki er húsfreyja
einmitt ROTTA!
Það er, fæddist á ári rottunnar!
Ætli það dugi?
Góðar stundir.
Vatn hefur sömu áhrif og súkkulaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.