Déskotans basl alltaf hreint á.....

garbage_can  ...frændum okkar í hinu mikla veldi

  norska kóngsinsPinch.

  Allt í uppnámi, tjóni og tjöru hjá

  þeim elskunum um þessar mundir.

  Horfa nú fram á hrollkaldan vetur

  með fimbulfrosti, hor í nös með

  "dassi" af svínaflensu, inflúensu

  og mergjuðu lugnakvefiW00t.

  Tóma eymd og volæðiErrm.

  Og hví þá það hjá einni ríkustu olíuþjóð heims?

  Jú.  Blessaðir norsku víkingarnir sem eiga

  Eirík Rauða með okkur Frónbúum,

  en ekki neitt í Leifi hinum heppnaDevil,

  eru orðnir uppiskroppa með "sorp"!

  Jamm.

  Rusl!

  Úrgang!

  Drasl!

  Róðarí!

  Eiga minna en núll og nix af slíkum "gæðum"!

  Hin snjalla ríkisstjórn norska kóngsins skellti

  nefnilega á "arfavinsælum" skilaskatti á

  allt sorp sem norsarar hafa skilað inn til

  endurvinnsluPinch.

  Veitir ekki af, að bæta örlítið við olíugróðann.

  Sorp þetta var síðan mikið til sett í ofna stóra, er sáu svo

  þegnum norska kóngsins fyrir "hita" á ofna sína

  yfir frostkalda veturna.

  En að sjálfsögðu flytja nú ALLIR sparsamir og séðir

  norsarar sorpið sitt til Svíþjóðar....þar sem enginn

  arfavinsæll skilaskattur á ruslinu er til staðarHalo.

  Jamm.

  Standa nú brennsluofnar allir tómir í hinu mikla

  veldi norskraShocking.

  Frýs á ofnum öllum í bæjum og borgum,

  og frændur vorir ganga um íbúðarhús sín

  klæddir þremur lögum af föðurlandi úr gæða norskri

  lambaull, undir kargþykkum kuldagöllum úr flís og

  vatns- og vindþéttu næloni....brrrrrrrrr!

  Grænt hor í nös er algjört "möst" í norsku vetrartískunni,

  ásamt léttu "hóstagjölti" nótt sem nýtan dagLoL.

  Salan í sýkalalyfjum er "æðisleg" vegna lugnabólgufaraldurs

  og lyfjafræðingar norskra þegar farnir að halda sín jól,

  af einskærri gróðagleði og peningaánægju.

  Þeir verða allir á Bahamas í 4. vikna jólafríi í desemberTounge.

  Eitthvað finnst húsfreyju norskir hafa "skotið sig í fótinn"

  í sorpmáli þessu, svo ekki sé meira sagt.

  Svona byrgja brunninn "eftir að barnið var dottið ofan í"- fílingur

  í þessu ruslmáli.

  Jafnvel minnir það húsfreyju á "Bakkabræður" hina frónversku,

  sem báru inn í hús sólskin í húfum sínum daglangtLoL.

  Vill samt húsfreyja gjarnan koma frændum sínum norskum

  til hjálpar, og koma þeim í samband við 66 gráður norður,

  sem er ágætis fyrirtæki á litla Fróni sem framleiðir "kuldahelda" kuldagalla.

  Gætu Frónbúar selt frændum sínum heilu helv....haugana af slíkum

  ágætis göllum til brúks á sótsvörtum, helköldum og "sorplausum"

  vetrarnóttumLoL.

  Fengu að sjálfsögðu "magnafslátt"....má ekki eyða og sóa

  öllum olíugróðanum  á einu brettiDevil.

  Í framhaldinu myndu svo frændurnir úti í ballarahafi,

  sem EIGA Leif heppna, hrinda af stað "söfnun" fyrir

  góða norska frændur sínaWhistling.

  Safna saman og senda þeim allt ekkisens sorpið, óhroðann og

  draslið sem verið er að reyna að urða hist og her

  um litla Frón í tonnavísDevil.

  Gætum fengið Landgræðsluna í lið með okkur,

  og sent norskum þegnum nokkra flugvélafarma

  af rusli.

  Þurfum ekki einu sinni að lenda eða afferma,

  bara dúndra þessu niður í fallhlífum svona hér og þar

  um ríki norska kóngsins, og fljúga beint heim afturWink.

  Ekkert skilagjald, engin flugvallargjöld, bara ein

  lítil rukkun fyrir eldsneytinu á flugvélinaDevil.....eða mætti

  jafnvel semja um "vöruskipti"....olía fyrir ruslGrin!

  Jamm!

  Eymd og volæði!

  Tjón og tjara.

  Kuldi og kal.

  Aumingja norsararnir.

  Snýýýýt....SNÖKTErrm!

  En í sölum sænska konungsins er glatt á hjalla.

  Situr þar í notalegum og hlýjum húsakynnum,

  sem og aðrir sænskir þegnar, veturlangt.....

  ofan á stærsta "norska sorphaug" allra tímaLoL.

  Máske svíarnir verði einnig aflögufærir með smávegis

  rusl þegar líður á vetur?

  Gætu þá "selt" þeim norsku slatta af sorpi...á VÆGU gjaldiWhistling.

  Aldrei að vita.

  Góðar stundir við notalegan ylinn af "hitaveitunni".

                                                               Gas 

 

 

 








« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband