3.10.2009 | 17:11
Prump í eilífðinni!
En á eftir góðum freti kemur
kemur gjarnan langvinn "steinsmuga".
Drulla!
Niðurgangur!
Hvimleiður déskoti, fúll og ill lyktandi.
Án þess að gera lítið úr loftlagsbreytingum og
áhrifum þeirra, vill húsfreyja meina að mannfólkið
hafi mun betur tök á því að ráða fram úr
"efnahagsprumpi" og "bankahrunsdrullu með mergjuðum
útrásarniðurgangi", en að ná tökum á sjálfri "Móður Náttúru"!
Sé litið aftur til "eilífðarinnar" og tekin nokkur sekúndubrot
af jarðsögunni til skoðunar,
kemur í ljós að "Móðir Náttúra" hefur um all margra milljóna árabil
verið að "hlýna" eða "kólna" á víxl....svona eins og
gengur í sögu lítils hnattar á sveimi um sólu.
Maðurinn er í þeirri "elífðarsögu" aðeins nýfætt barn,
enn að reyna að venja sig af bleiunni, og þekkir aðeins
þessa einu móður...Móður Náttúru.
Gæði hennar og gjafmildi.
Fegurð hennar og tign.
Ofsa hennar og bræði.
Að blessað bleiubarnið hafi einhverja "stjórn"
á "móðurinni"?
Glætan!
En að rækta garðinn sinn,
endurvinna "barnadótið",
og draga úr mengun, er bara gott mál.
Það getum við "bleiubörnin".
"Móðirin" ER hins vegar náttúruöflin.
Allsráðandi.
Óbugandi.
Hún mun "breyta sínu loftslagi".
Hún mun hrista okkur og skekja upp á 8, 0 á Richter.
Hún mun flæða.
Hún mun gjósa.
Hún mun skapa ný lönd...og hún mun eyða öðrum.
En það má sosum alltaf reyna að "hemja" móðurina
í brjáluðum ham.
Húsfreyja er ekki ýkja bjartsýn um árangurinn.
Góðar stundir.
Kreppan eins og prump í eilífðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.