13.9.2009 | 13:50
Síðsumarsblíða langt...
...fram í september á
Norður- og Austurlandi.
Hvað sosum sem fólk vill meina
um hlýnun jarðar, telur húsfreyja
að þetta sé veður sem menn á þessum
slóðum eigi inni eftir
regn og grámósku sumarsins.
Frábært að fá svona sumarauka og
er það einlæg von húsfreyju að menn og konur
norðan og austan heiða njóti vel.
Sjálf er húsfreyja sátt við veðurguði eftir
sólríkt og hlýtt sumar hér sunnan heiða.
Þeir hafa greinilega tekið húsfreyju í sátt,
eftir að hún tók við að hrósa þeim í hástert
og þakka góða þjónustu, áður
en hún setti fram "hóflegar" kröfur um
veður á öllum sínum ferðum í sumar.
Fór "aðeins" fram á hlýindi sól og blíðu, húsfreyja!
Enda lítið mál fyrir þá að senda sól og
blíðu á eftir bíl húsfreyju, og skorða svo
veðurblíðuna þokkalega vel við ákvörðunarstaði
hennar.
Eru jú sjálfir VEÐURGUÐIRNIR....með stóru vaffi og
upphafsstöfum.
En merkilegt nokk...leiðir húsfreyju leiddu hana
aldrei austur á land, og aðeins einu sinni til Akureyrar...
og á Akureyri var búin að vera mígandi rigning fyrr
um morgunin, þá húsfreyja mætti með sitt lið á svæðið.
Stytti upp um leið, og bóndi renndi bílnum inn á Glerártorgið.
Váv!
Húsfreyja bara komin með SAMBÖND.
Og það við Veðurguðina einu og sönnu.
Ja hérna hér.
Það er af sem áður var.
Æludallaferðir í stórum stíl með Herjólfi út í Eyjar.
BÚNAR!
Hríðarbyljir, þrumur og eldingar rétt á meðan
húsfreyja skaust austur fyrir fjall!
BÚIÐ!
Nóaflóð í öðru veldi 7 daga samfleytt í sumarbústöðum.
BÚIN!
HALELÚJA!
Húsfreyja er rokin út í búð og svo beina leið austur
fyrir fjall í kaffi til múttu sinnar.
Það verður BONGÓ!!
Góðar stundir ævinlega í góðu veðri.
Yfir 20 stiga hiti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.