5.9.2009 | 12:56
Stórslys...
...í "stórasta" landi í heimi.
O jæja.
Merkilega margir landar
húsfreyju trúðu á frjálshyggjuna,
"útrásina, og að eilífu "peningagræðandi banka".
Sorglegt ef það kostar þá sem "trúðu" fjármálasnillingum,
útrásarvíkingum og bankaeigendum, svo heimili þeirra, vinnuna
og vonina.
Óréttlátt?
Ekki spurning.
Vonlaust?
Aldrei!
Húsfreyja var ætíð frekar "efagjörn" þá
menn reyndu að selja henni "gullið við enda regnbogans",
hélt að sér höndum og er ekki í bísna slæmum málum í dag.
Blæðir að sjálfsögðu "fjárhagslega" í kreppunni eins og öllum,
en hún ræður enn við afborganir af íbúð sinni og bíl.....og
það þó húsfreyja og bóndi hafi asnast til að þiggja
"myntkörfulán" til að kaupa bílinn.
Þar "trúðu" húsfreyja og bóndi bílasölumanni þá hann sagði
að þetta væri það besta og HAGSTÆÐASTA í bílakaupum.
Nú eru húsfreyja og bóndi búin að greiða sem samsvarar
einni og hálfri bifreið, skreyttri gulli og demöntum fyrir
Honduna sína...og eiga sjálfsagt annað eins eftir....ef
ekki meira.
Hafa þau hringt í bílasölumann að kveldi og "andað í símann" hans?
Sei sei nei.
Bílasölumaður blessaður trúði nefnilega líka orðum sínum.
Selur engum bíl á Fróni í dag, hvorki á myntkörfuláni eða öðrum lánum.
Gullslegnu skartgripaskreyttu bílarnir verða látnir duga LENGI!
Svo sei sei nei!
Húsfreyja mun taka kreppufárinu af stóískri ró
írsku þrælanna hér uppi á litla Fróni landnámsáranna.
Hélt í þeim lífinu, telur húsfreyja.
Og hún "trúir" því að Frónbúar muni vinna sig saman
út úr stórslysi þessu, með sprengjukrafti hinna "sönnu víkinga"
fortíðarinnar.
Finnum leiðir.
Látum hlutina ganga upp.
Rísum upp úr öskunni, eins og fuglinn Fönix.
Og það þó að hinir "fölsku víkingar útrásarinnar" verði
hvergi nálægir....burtflognir á ónefndar suðurhafseyjar...
úthrópaðir af íslensku þjóðinni....en samt með sand
af seðlum íslensku þjóðarinnar enn í sínum vösum.
Þeir mega eiga sig, helvískir.
Við hirðum eignir þeirra hér upp í skuldir.
Stöndum saman 300.000 hræður út í miðju ballarahafi.
Erum seig.
Lifum þetta af.
Því okkar er landið.
Okkar er lífskrafturinn.
Okkar er baráttuviljinn.
Við erum "auður" þessa lands.
Húsfreyja vill enda pistil þennan á ljóði Þorsteins Erlingssonar,
þó stutt sé síðan hún brúkaði það hér.
Eyjan vor er engum köl,
er þú brosa lætur
hennar morgna, hennar kvöld
hennar ljósu nætur.
Hún á okkar heita blóð,
hún hefur okkur borið
til að elska líf og ljóð,
ljósið, frelsið, vorið.
Þ.E.
Góðar stundir.
Uppskrift að stórslysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.