Regnblaut föðurlandsást...

Vesturhópsvatn ág. 2009037  ...hefur gripið húsfreyju

  síðustu daga.

  Hefur dúllað sér við ýmislegt

  smálegt innandyra, á meðan

  regnið hefur lamið rúðurnar

  og tilveran utandyra hefur verið

  bæði dökkgræn og grá.

  Átti bísna góðan fyrsta dag í vinnunni

  eftir sumarfrí, húsfreyja, og allir virtust bæði glaðir

  og fegnir að sjá hana aftur.

  Ekki amalegt það.

  Er ekki litla Frón himneskt land?

  Eru ekki Frónbúar upp til hópa, dásamlegt fólk?

  Það er mat húsfreyju og hún næstum táraðist

  af tilvistargleði og ánægju með samlanda sína í dag.

  Og land hennar var ekki síður geislandi fagurt og

  tilkomumikið í gráum og grænum tónum regnsins

  í Þrengslunum nú síðdegis.

 

    Ó!  Ísland þú ert þvílíkt flott

    með þúfur og jökla og geggjaða fossa

    þótt veðrið sé reyndar grátlega gott

    með gjafmilda himna á rennblauta kossa

    þá ertu Ísland indælt sker

    ýktasti staður á jörðu er hér.

 

    Já!  Land mitt þú ert ágætis eyja

    æðislegt finnst mér hérna að lifa

    og lokum sjálfsagt dýrðlegt að deyja

    einn daginn er lífsklukkan hættir að tifa

    þá hvíli ég í þinni mergjuðu mold

    móðir mín góða, Ísafold.

                                          Andri Snær Magnason f. 1973

 

  Fer svo að styttast í afmæli húsfreyju,

  (bara smáafmæli í þetta sinn) en hún

  ætlar að splæsa á sig sushi og góðri

  bók á náttborðið að lesa.

  Mmmmm....gott að vera til.

  Bjartar stundir.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband