5.8.2009 | 12:47
Oft verið þörf, en nú er....
....nauðsyn.
Júpíter er táknrænn
fyrir lögmál þjóðfélagsins,
stjórnmál, heimspeki og landafræði,
svo eitthvað sé nefnt.
En einnig er hann táknrænn fyrir þenslu og
útvíkkun og gefur einstaklingum stórhug,
bjartsýni og visku.
Þannig minnir húsfreyju að hún hafi lesið
um plánetuna Júpíter og orkuna frá henni
í einni góðri stjörnuspekibók....líklega eftir
Gunnlaug.
Ferðalög, víðsýni og kraftur ,voru áreiðanlega
einnig þarna í orkusviði Júpíters ásamt einhverju fleiru.
Góður í stjörnuspekinni, Gunnlaugur og setur hana
fram á skýran og einfaldan máta....jafnvel húsfreyja
"fattaði" og kveikti á perunni.
Júpíter er sterkur í stjörnukoti húsfreyju samkvæmt
Gunnlaugi, enda húsfreyja með bjartsýnustu
persónum litla Fróns...að eigin mati...ef ekki sú
bjartsýnasta á vappi á yfirborði Móður Jarðar um
þessar mundir.
Á reyndar oft í bévítans basli með neikvæðni og
svartsýni í samferðamönnum sínum hér á
jarðarkringlunni, húsfreyja.
Hefur ekki grænan grun og nánast ENGA þekkingu
í umræðum þar sem öll mál eru á beinni leið
til "helvítis"....allir eru heimskir......vitlausir....hafa
ekki hundsvit á því sem þeir eru að gera...allt
er vaðandi í bullandi spilltri pólitík....allt er vonlaust...
hundfúlt og glatað!
Bakkar kurteislega út úr slíku "svartsýnisþvargi",
húsfreyja, og finnur sér einhvern sem er ánægður
með veðrið, börnin sín, garðinn sinn, heimili sitt, stjórnarfarið
og virðist sáttur við Guð og menn, til að spjalla við.
Eigi að síður á húsfreyja í sínum fórum slatta af
"kaldhæðni" og lendir í veseni og krísum eins og gengur.
Gerir sér fulla grein fyrir því að hún getur orðið
"meinleg" þá kaldhæðnin grípur hana, húsfreyja,
og á veseni og krísum tekur hún af festu og alvöru.
Hefur ágæta "jarðtengingu" segir Gunnlaugur....eitthvað
með Meyjarmerkið að gera og Steingeit í Satúrnus....jamm,
Gunnlaugur er eitursnjall!
Því telur húsfreyja, að það sé engin tilviljun að
Júpíter sé "sterkur" og skær á himni okkar mannanna
í dag.
Þörfin fyrir "styrk, visku, víðsýni og bjartsýni" í
lögmálum þjóðfélagsins er brýn nú á krepputíð.
Koma hlutunum aftur á hreyfingu í þjóðfélögum
heimsins.
Einstaklingar njóta einnig góðs af léttleikaorku Júpíters.....
bara að muna að sé gengið of langt í bjartsýni og
framkvæmdagleði, er stutt yfir í óhóf, bruðl og kæruleysi.....
svona "útrásavíkinga-eitthvað"!
Þurfum aldeilis ekki meira af slíku þrugli,
og húsfreyja ætlar svo sannarlega að tryggja að hún sé
vel "jarðtengd" í ágústmánuði, þegar bjartsýnisorka
Júpíters er sem sterkust.
Búa um sig í faðmi Móður Jarðar á einum herlegum
sumarbústað norðan heiða.
Veiða, tína ber, róta sér í göngutúra í sumarblíðunni.
Og njóta þess að vera .....böðuð orku Júpíters.
Góðar "bjartsýnisstundir"!
Júpíter skín skært á himni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.