3.8.2009 | 14:04
Home alone..og ratvís!
Húsfreyja allt í einu
"alein" heima međ köttinn.
Átta ára djásniđ fór í sund međ bónda,
um leiđ og sýningu "Home alone 2"
lauk á einhverri sjónvarpsrásinni.
Djásniđ er ađ verđa frćkinn sundgarpur,
og fór ađ jafnađi 10 sinnum í viku í sund,
í júní og júlí.
Ţess vegna hélt bóndi ađ átta ára djásniđ
yrđi alsćlt ađ komast í Bláa Lóniđ eina
herlega sólarstund í gćr.
En sei sei nei!
Vatniđ sveiđ í augun, sveiđ í
allar skrámurnar eftir síđasta kattabardaga
og engar voru krakkarennibrautirnar.
Ţađ var "of heitt", húsfreyja setti djásniđ upp
á bakkann og keypti eiturblátt krap.
Dúnalogn í 3 mínútur.
Ţađ var "of kalt" uppi á bakkanum međ
jökulfrosiđ krapiđ..."ći nei ekki ofan í aftur,
ţá svíđur mig svo, mamma"!
Húsfreyja gafst upp.
Fór međ djásniđ ađ búningsherberginu
aftur, í gegnum ţvögu af myndavélasmellandi
asíubúum, og bjórdrekkandi könum.
Villtust mćđgurnr í rangölum búningsherbergja,
týndu sundgleraugum djásnsins,
týndu gula barnaarmbandinu,
týndu um tíma fataskápnum sínum,
villtust fram og til baka og voru viđ
ţađ ađ hringja í 112 til ađ láta bjarga sér
út úr búningsklefavölundarhúsinu....
ţegar HALLELÚJA...EXIT-skilti blasti viđ sjónum.
Ţćr voru alsćlar ađ komast út úr húsi, međ
sundföt, handklćđi og í sínum eigin sumarfatnađi....
...og međ bónda.
Bóndi bauđ út ađ borđa á veitingahúsi í Keflavík.
Húsfreyja og djásniđ orđnar glorhungrađar eftir
"völundarhússhremmingar" Bláa Lónsins, tóku
bođinu fegins hendi.
Og bóndi "rangalađist" af stađ...til Grindavíkur....
um fallega sveit međ fornlegum kirkjugarđi...
um hrjóstruga mela og hraun...til Hafna.....
...inn í "kakkalakka-borg" fyrrum herliđs
Frónbúa af amerísku ćtterni...og LOKS
til Keflavíkur.
Átta ára djásniđ var alveg á ţví ađ foreldrarnir
vćru ţeir verstu ratar sem um getur í sögunni, "ađ rata"!
Móđurinni ekki treystandi ađ "rata" innanhúss í
kvennaklefum sundlaugar, og fađirinn gjörsamlega
"úti ađ aka" utandyra.
Pćldi alvarlega í ţví enn á ný, sú átta ára,
ađ hringja í 112 og óska eftir björgun.
En naggar međ BQ-sósu og frönskum redduđu
heldur málunum í DUUS-húsi, á međan "ratvitlausa"
liđiđ gćddi sér á humarsúpu og fiskréttum.
Síđan var haldiđ heim á leiđ.
Og merkilegt nokk, fađirinn "ratađi" nćstum
ţví beinustu leiđ til Reykjavíkur, međ smá
hringsnúningum í innri Njarđvík.
En djásniđ missti af Stundinni okkar...
varđ ađ glápa á hana í kompjúternum.....
Jamm, lífiđ getur stundum veriđ "töff" fyrir lítil átta ára djásn.
En nýr og sólarbjartur dagur rann upp,
og allir HEIMA og á lífi ţrátt fyrir "hafvillur" og
argaţokur í búningsherbergjum, og hringsnúandi,
úti ađ aka feđur daginn áđur.
Djásniđ var fljótt ađ samţykkja sund í
Grafarvogslaug nú áđan međ bónda....
ţeirri laug sem er NĆST heimili hennar.
Tekur enga áhćttu á nćstunni, sú stutta.
Góđar stundir.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.