30.7.2009 | 14:10
Sólarþrá í vitund minni.
Húsfreyja elskar sól og sumaryl.
Ekki laust við að það hlakki örlítið
í henni líka, yfir "veðuróförum" hinna bresku,
er eyða sumrum sínum í myljandi
REGNI, súld og þokuslæðingi
ár eftir ár.
Verða að smella sér upp á litla Frón
til svaðalegra hryðjuverkamanna til að
ná sér í smá sól á næfurhvít andlitin, bretarnir.
Eyða dýrmætum gjaldeyri í sólarvörn, "after-sun",
sundlaugarferðir, skoðunarferðir, gæðamáltíðir á
frónverkum veitingastöðum, bílaleigubíla,
skoðunarferðir og "eina með öllu".
Frónbúar senda svo gjaldeyririnn frá þeim
bresku beina leið inn á "Ísbjargarreikninga"
í breskum bönkum......."it's the circle of life.
En það er blessuð sólin.
Sem skín hér flesta daga á okkur Frónbúana....nema auðvitað
að þú sér búsettur á norðausturhluta landsins...
þeir er þar búa eru í samkeppni við breska um úðaregnið.
Nú er húsfreyja með ljósa húð rauðhærðra, og má
lítt sóla sig nema velsmurð sólarvörn.
Helst sitja í skugga yfir heitasta tímann,
brynvarinn sólgeraugum, derhúfu og kremum.
Nú eða smella sér inn og blogga smávegis af
stakri snilld og náðargáfu.
Hefur húsfreyja minnst á meðfædda "hógværð" sína
og "lítillæti"?
Annars skrítið orð "lítillæti"!
Virðist í fljótu bragði verið að ræða
um LÍTIL LÆTI...og þá fólk með "lítil læti"!
Húsfreyja er sjaldan eða aldrei með læti.....
nennir því ekki....miklu betra að gera grín og
hlæja svolítið að mótlæti.
DJÍSUSS!
Hvurslags útúrdúrar eru þetta?
Sólin.....já sólin.
Það sem húsfreyja vildi sagt hafa er þetta:
Sólin kætir og gleður sinni flestra, þó þeir geti
ekki legið marflatir á sólarbekk heilu og hálfu
dagana, og náð sér í íðilfagran brúnan lit á bakið
og brjóst....hélt reyndar húsfreyja að brúnn litur
væri "út" á litla Fróni um þessar mundir, eftir að
"Brúnn" bretanna gerði Frónbúa að
"terroristum" alla sem einn...og svo
samanber: "Brown is the colour of poo".
En hvað veit húsfreyja?
Veit bara að það er himneskt að sitja úti á
sólpalli...í SKUGGA...berfætt..með málgögnin
og köttinn að flatmaga í sólinni...í bandi...
með kaffibolla og límonaði....fuglasöng.. og
lítil börn að tína krækiber í brekkunni fyrir ofan
heimili húsfreyju.....í 25 stiga hita og sólskini.
Þetta var nú allt heila málið.
Góðar og gleðilegar sólarstundir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.