Sumarið og tilveran.

2620759-6-eilean-donan-castle-and-summer-flowers-dornie-scotland

   

    Nú veit ég að sumarið sefur

    í sál hvers einasta manns.

    Eitt einasta augnablik getur

    brætt ísinn frá brjósti hans,

    svo fjötrar af huganum hrökkva

    sem hismi sé feykt á bál,

    uns sérhver sorg öðlast vængi

    og sérhver gleði fær mál.

                                                         Tómas Guðmundsson.

 

  Og húsfreyja skrapp með átta ára

  djásnið austur fyrir fjall í dag.

  Þar blésu vindar, en sól skein í heiði.

  Systir í Þorlákshöfn er á fullu í föndrinu

  og býr til listaverk úr kuðungum og skeljum

  í gríð og erg.

  Mútta taldi "hausa" og stillti til friðar þegar

  harka komst í leik peyjanna.

  Síðan var drukkið kaffi og spjallað.

  Djásnið lenti svo í "drullubardaga",

  hvítar blúnduleggins gráar á eftir,

  Alex fékk högg á bringu og sár á hné...

  ..."ekki góður dagur hjá mér, amma Stína",

  Bæron fékk sand í augun frá Aroni bróður

  sínum og fékk að fara í bað "einsamall"

  eftir þá uppákomu.

  Í stuttu máli allt í góðu gengi, og djásnið

  náði sundi með bónda upp úr kvöldmat og

  fékk "subway-samloku" í kvöldnasl.

  Góðar stundir á góðum degi í faðmi

  fjölskyldu.

  Góða nótt og góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband