26.7.2009 | 16:39
Byrjuð, hálfnuð....
....og þar með BÚIN, húsfreyja.
Ryksugun og gólskúringum lokið.
Smá tiltekt við rúm húsfreyju leiddi hana
síðan inn í spakmælabækur og
gullkornabókmenntir.
Hér koma nokkur góð
sýnishorn af lestri
dagsins:
Allt það mikilverðasta er einfalt
og má oft segja með einu orði:
FRELSI,RÉTTLÆTI, SÆMD, SKYLDA,
MISKUNN, VON.
SIR WINSTON CHURCHILL (1874-1965)
Ég strengi þess heit að gleðja einhvern
að morgni dags og hjálpa til að
deyfa sorg annars síðdegis.
Ég heiti að lifa einföldu lífi og heilsusamlegu,
láta mér nægja fáar eignir og halda
líkama mínum heilbrigðum.
Ég heiti að sleppa öllum áhyggjum og angri
til þess að andi minn verði léttur og frjáls.
Thich Nhat Hanh.
Höfuðmálið í þessum heimi
er ekki hvar við erum stödd,
heldur á hvaða leið við erum.
Oliver Wendell Holmes (1809-1894)
Þetta er alveg tilvalinn dagur.
Wilbur Cross (1886-1948)
Húsfreyja þar með hætt húsverkum í dag....BÚIN.
Þurrka af....?
Þrífa all spegla hússins.....?
Sei, sei nei.
Það er ekki á forgangslista húsfreyju í dag.
Rykið og speglarnir eru ekkert að fara,
verður allt heila dótaríið hér á morgun líka.
Nú og hinn!
Bóndi svo farinn í sund með átta ára djásninu.
Er að fá í kvöld að láni stórt og mikið "skjásjónvarp"
frá einkasyninum og hans ektaspúsu.
Þau að verða "útflutningsfólk".
Búin að kreista vinnu út úr frændum vorum
í hinu mikla olíuveldi Norska konungsins.
Skjáimbinn of stór og fær ekki að koma með.
Sjónvarpshjartað í bónda tók flikk flakk af gleði,
þó hann muni sakna sonarins.
En bóndi var að verða blindur á því að rýna
á sjónvarpsfréttirnar í "frímerkinu", sem fyllt
hefur skarð þunglynda "harakirissjónvarpsins"
undanfarið.
Húsfreyja líka að verða blind?
Sei sei nei!
Hún færði bara stólinn sinn NÆR frímerkinu,
og hefur lítið saknað steindauða sjónvarpsins,
þó töluvert stærra væri.
En húsfreyja ætlar að "vafra" næst...þetta er
jú alveg "tilvalinn dagur"
Góðar stundir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.