26.5.2009 | 18:05
Veldur vonbrigðum!
Krónan?
Eru þetta fréttir?
Er einhver hér uppi á litla Fróni
sem hefur undanfarið svifið um á himnesku sæluskýi,
af einskærri lukku yfir voru frónversku krónu?
Hverjir þá?
Haarderinn og Dabbi máske?
Menn í felum á "útrásareyjum" á ónefndum
eyjum suður í höfum?
Húsfreyja vill gjarna berja þessa einstaklinga
augum, "séu þeir þá til" og biðja þá um að
útskýra gleði sína og hamingju yfir krónunni fyrir
"terroristaþjóðnni með vitlausa peningagenið"!
Sjálf mælir húsfreyja með, að Frónbúar taki
sér íbúa Gloucester í hinu mikla breska veldi
til fyrirmyndar, og komi af stað almennilegri
"rúlla niður hæðina á hausnum-keppni"!
Að vísu rúlla þeir snjöllu Gloucesterbúar
á undan sér sérlegum gæðaostum áður en þeir
rúlla sér á höfðinu niður Coopershæð, en við hér á Fróndi myndum að sjálfsögðu
rúlla "frónverskum" krónum beina leið frá Seðlabankanum
niður Arnarhól, og alla leið niður á Lækjartorg.
Má svo brúka krónuruslið í bræðing í næstu
riddaraorður og þess háttar dótarí.
Góðar stundir.
Krónan veldur vonbrigðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heiður Helgadóttir, 28.5.2009 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.