Fasteignasala sjávarins?

fish-4  "..sem búinn er að KAUPA

  einbýlishús".

  Hvað varð um orðið "úthlutun"!

  Rámar húsfreyju í að útgerðafélögum

  hafi verið "úthlutaður" kvóti hér í den!

  Veit ekki húsfreyja um nokkurn frónbúa

  sem hefur fengið "úthlutað" einbýlishúsi.

  Meira segja Eyjamenn með yfirhraunuð hús

  eða mauksoðin árið 1973, urðu að kaupa sér

  nýtt þak yfir höfuðið. 

  Viðlagasjóðshúsin sem norðurlandaþjóðir "gáfu"

  Eyjamönnum, máttu þeir svo kaupa af ríkinu.

  Setja brunabótabæturnar upp í og taka svo

  40 ára húsnæðismálalán fyrir afgangnum.

  Jamm, enginn einbýlishúsaúthlutun þar!

  En gott og vel!

  Útgerðarfélagið er "einstaklingur" sem fær

  "úthlutað" 200 fermetra einbýlishúsi með kjallara.

  Húsið er með þeim eiginleikum, að verkamenn bera sífellt

  í það heilu haugana af steinsteypu, járni, timbri, gluggum og hvað ekki,

  svo eigandi getur jafnvel selt heilu og hálfu herbergin

  nú eða smáhýsin ef svo ber undir.

  Gróðann setur eigandinn að sjálfsögðu aftur inn

  í rekstur og viðhald á "úthlutuðu" einbýlishúsi sínu...

  (borgar verkamönnunum laun fyrir að bera í hann meira

  af "byggingarefnum" og sjá um "viðhaldið" á húsi hans)

  og auðvitað smá pening í eigin vasa fyrir mat úr Bónus

  og fatnaði úr Hagkaup á sig og fjölskyldu sína.

  En merkilegt nokk, þá virðist "þrengja mjög" að

  einbýlishúsaeigandanum er fram líða stundir.

  Svo hann fer í það að taka lán og kaupa

  steinsteypu, timbur, járn osfr. af öðrum

  náunga sem á úthlutað einbýlishús,

  og skellir ofan á hús sitt og gerir reisulega

  200 fermetra rishæð með "skylights" og hverju ekki.

  Svo nú er manni orðinn skuldugur upp fyrir haus,

  en er samt með kjallarann og neðri hæðina í

  nokkuð öruggum gróða, en þarf að brúka  góðan slatta

  af honum í lánið af rishæðinni.

  Langi nú manninn í flatskjái í 2 herbergi af "sínu"

  myndarlega einbýlishúsi, 4 vikna afslöppun til Florida

  með fjölskylduna árlega, skíðaferð til Sviss í 3 vikur árlega,

  sumarhús (lágmark 170 fermetra) á besta stað á litla Fróni,

 12 milljón króna jeppa í fjallaskrepp,

  fjölskyldubíl, frúarbíl, vinnubíl og einn handa 17 ára unglingnum,

  billiardherbergi fyrir sjálfan sig eftir strangan vinnudag og

  sundlaug og sauna fyrir frúna, geta svo lánsmálin undið

  upp á sig. 

  Og skuldirnar vaxa!

  Og vaxa.

  Jamm, og svo allt í einu vilja "einbýlishúsaúthlutunaraðilar"

  fá kjallaran sinn og neðri hæðina aftur.

  Bara sisona!

  Að vísu aðeins eitt herbergi til að byrja með,

  og gefa "húseiganda" smá ráðrúm til að breyta

  tómarýminu í grillsvalir....eða jafnvel selja græjurnar

  í billiardherberginu.

  En húseigandi er fúll!

  Grautfúll!

  Skuldar of mikið.

  Jafnvel búinn að veðsetja allt húsið....

  úthlutuðu eða viðbættu.

  ....   .....    ......  .....   .......

  Einfaldaðir hlutirnir allverulega hér hjá húsfreyju,

  en ekki algalnir.

  Jamm, "fasteignasala" sjávarútvgsins er

  stórmerkileg, svo ekki sé meira sagt, og ekki

  alltaf gott að henda reiður á því "absúrd" máli.

  Góðar stundir, og megi þverskorna ýsan í hádegismatinn ætíð bragðast vel.

 

 

 

 

   

 

 
mbl.is „Eigandinn heldur áfram að borga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband