Siggi á Eiđum og páskamold.

Untitled-8  Pabbi heitinn, húsfreyju,

  Siggi á Eiđum var vanur ađ hlakka mikiđ til páska. 

  Ţađ voru iđulega hans lengstu frí fyrir utan jólafrí,

  og hann naut páskafrísins til hins ítrasta.

  Ekki var verra ađ páskaegg voru öll orđin

  úr súkkulađi, en hann var mikil súkkulađimađur.

  Veđur voru oft mild og hlý á páskum í Eyjum

  hér í den, og hann fór iđulega međ okkur fjölskylduna

  beint í útiveruna.

  Ekki áttu foreldrar húsfreyju í bifreiđ í Eyjunum,

  heldur fóru um allt gangandi og á hjólum.

  Ţćr systur áttu engin hjólin, en voru reiddar

  á hjólum foreldranna, ţá fariđ var til hjólreiđaferđa.

  pabbi tók systurnar á stöngina, en húsfreyja sat

  á bögglabera á hjóli móđurinnar.

  Ef páskar voru seint á ferđ, var ósjaldan fariđ

  vestur í kartöflugarđ, sem var skammt frá

  ţáverandi flugvallarenda á hjólunum tveimur,

  og einnig teknar 2 stunguskóflur međ.

  Ţar pćldu mamma og pabbi upp stóran

  kartöflu- og rófugarđ og gerđu kláran fyrir

  sáningu, á međan viđ systur skottuđumst

  í kring og lékum okkur.

  Vorverkin oft unnin yfir páska hér í den,

  en aldrei á Föstudaginn langa eđa Páskasunnudag.

  Ţeir dagar háheilagir, föstudagurinn sorgarsöngur í útvarpi,

  en sunnudagurinn hamingja í súkkulađieggi.

  Breyttir tímar í dag, en húsfreyju kitlar enn í fingurnar

  ţá tekur ađ nálgast páska, ađ skella sér í einn

  herlegan hjólreiđatúr út í náttúruna, og ekki vćri verra ađ

  finna ilminn af nýpćldri mold fósturjarđarinnarWink.

        Góđar stundir.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

flott skrifađ hjá ţér og góđar minningar. Ég man líka eftir föstudeginum langa - ţađ mátti ekki spila hvađ ţá meir.

En nú er einhvernvegin komiđ vor og hugurinn farinn ađ reika út í garđ

Hafđu ţađ gott um páskana međ páskaeggiđ

Sigrún Óskars, 10.4.2009 kl. 10:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband