31.3.2009 | 09:03
Hormónakaupæði?
Hér á árum áður var
húsfreyja með sparsamari konum,
enda laun hjúkrunarfræðinga ekkert til
að ærast yfir af gleði.
Náði með ofursparsemi að nurla fyrir
einni góðri utanlandsferð á ári.
Tók þá húsfreyja sumarfrí sitt á haustdögum
og smellti sér til London, New York, Parísar,
Köben, New Orleans, San Fransisco, Boston,
Key West, Grikklands, Þýskalands, Spánar, Túnis,
Barcelona eða Dublinar.
Viðurkennir húsfreyja fúslega að hafa síðan "tapað sér"
í verslunarkeðjum heimsborga og á sólarströndum
og verslað ótæpilega.
Jafnvel komið heim hlaðin "jólagjöfum"...og það í lok
september.
Merkilegt þykir henni þá ef hún hefur verið haldin
"massívri fyrirtíðaspennu" á öllum sínum ferðalögum.
Var hún iðulega 2 -4 vikur erlendis í einu,
og verslaði grimmt 2-4 daga af tímanum.
Afganginn notaði hún í skoðunarferðir, sólarslökun,
skemmtigarða, kvölddjamm og gleði......og ekkert verslað
þá daga nema eðalsteikur, rauðvín og máske póstkort
og minjagripir.
Var svo í uppáhaldi hjá erlendum tollurum, því þeir
fengu ætíð tækifæri til að gera nett grín að
hafurtaski húsfreyju þá hún kvaddi land þeirra:
"Hi, Joe this young lady has a BODY in her suitcase"!
"No, Joe, I'm wrong! She has a "dead peson and a
big dead dog" in her luggage"!
"Lady! You always travel with your dead relatives and pets,
when you're abroad"???
Jamm, þeir voru skemmtilegir tollararnir hér í den.
Og heimleiðis hélt húsfreyja úr öllum sínum ferðum,
hlaðin gjöfum og nýjum fatnaði á sjálfa sig og aðra
"lifandi" ættingja!
Man ekki eftir því að hafa byrjað á blæðingum
í hvert sinn er fætur hennar snertu mold
fósturjarðarinnar......sei sei nei...en hvað veit maður?
Enn þann dag í dag er húsfreyja hóflega
sparsöm kona.
Matur, fatnaður, sjónvarp, sími, skólavesen 8 ára djásnsins,
rafmagn og hiti er það sem hjúkkulaunin hennar fara í að borga
í dag.
Einna helst hún að hún missi sig alveg, þá
Perlan heldur bókamarkaði!
Náði sér í 19 bækur síðast!
En kannski að þeir hjá Perlunni
séu búnir að láta reikna út hvenær
flestar konur á litla Fróni hafi "egglos",
og skelli á markaði EINMITT þá!
Þegar húsfreyja hugsar til baka, er eins og
hana rámi í að Perlan hafi að meiri hluta verið
full af "ofurhressum, bókakaupglöðum" konum,
þá hún sló eign sinni á einar 19!
Júmm, einhverjir karlar voru þarna líka...
Jónsi í svörtum.....feður með haug af
barnabókum í körfu...eldri menn með
30 kílóa fræðibækur í sínum körfum.....
Jú, jú þarna var einhver slæðingur af karlpeningi.
En mest var samt af konum!
Hah! Snjallir Perlunnar menn!
Stíla upp á hormónatengda kaupgleði kvenna!
Þetta gætu fleiri fyrirtæki er selja vörur
til almennings tekið sér til fyrirmyndar.
Gæti alveg reddað kreppuhelvítinu!
Nema myndi ekki redda bílabransanum......
..hann er steindauður!
Rangt kyn sem klikkast í bílakaupum.
Góðar stundir.
Kaupæði tengist fyrirtíðaspennu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.