17.3.2009 | 14:11
Hrörnun?
"Af langri reynslu lærist mest",
heyrði húsfreyja öldung einn á
Suðurnesjum segja eitt sinn.
Sá hafði verið sjómaður til margra ára,
hafði lifað 2 heimstyrjaldir, krepputíma,
misst 3 börn af 7 eða 8, og var
sjálflærður rafvirki.
Húmorinn alltaf í góðu lagi hjá honum,
þrátt fyrir það að blóðrás í fótum væri slæm,
og elskuleg eiginkona hans væri hætt að geta
stutt hann á fætur, á salerni, fram í
stofu eða bara fram í útidyr að teyga að sér
sjávarilminn.
Eftir að fótasár höfðu verið grædd, og meðul
gefin við fótafúa hans, lærði hann að aka sig
sjálfan um í hjólastól, og lét breikka dyr og taka
burt þröskulda í húsi þeirra hjóna.
Meira að segja útidyrum var breytt.
Og heim fór karl.
Lifði góðu lífi og naut sín vel, sagði hann
húsfreyju þá hann kom í eftirlit og hvíld
til hennar næstu 4 sumur....var að brasa við
að endurnýja ýmislegt í rafmagnsmálum.
Og heima dó sá sæli öldungur.
Mennirnir nota víst ekki nema brotabrot
af heila sínum á einni mannsævi, og ekki er allt
vitað um heilann og starfsemi hans enn þann
dag í dag.
Ætli "hrörnun" geti ekki bara verið AFSTÆÐ fyrir
hvern einstakan mannsheila?
Og skyldu ekki frumur heilans geta
sótt í ýmsar varnir, til að viðhalda
getu hans?
Ætli vísindamenn framtíðar sitji svo ekki
uppi með spurningafjöld um mannsheilann
eftir sem áður....og kannski má benda á
að vísindamenn og rannsakendur eru
fæstir fullnuma um 22-27 ára aldurinn....!
Andlega hrörnunin byrjar við 27 ára aldur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
góð
Sigrún Óskars, 18.3.2009 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.