28.2.2009 | 16:56
Tjíváva.
Hallelúja!
Húsfreyja hefur nú farið,
með stuttu millibili
á tvær bíómyndir þar sem
hundar leika aðalhlutverkin.
Nú voru það Sjefferhundur og
Tjívávatík.....jamm í alvöru.
Og allir kunna leikarar þessir
að ræða málin saman á "mennskri"
tungu, leysa erfiðustu þrautir, glæpamál
og hvað ekki...en vesalings St. Bernhardshundurinn
var látinn leika trúð!
Og þar að auki í örsmáu hlutverki.
Svei, ef húsfreyja saknar ekki Lassie
hinnar "vofftyngdu", sem var ógnvaldur
allra glæpona á 100 kílómetra radíusi
frá heimabæ sínum.
Sem stökk í það að bjarga börnum jafnt sem fullorðnum
í lífsháska, milli þess sem hún urraði
og "gelti" að bófunum.
Í dag er það lítil hvít Tjíváva sem heitir
"CHLOÉ" í bleikum kjól og skóm í stíl,
notar Chanel No 5 og er með hálsband
úr "ekta" gimsteinum....og "spjallar"
á prýðisgóðri íslensku.
Húsfreyja er eitthvað "veruleikafirrt" í
hausnum eftir svona kvikmyndir og veit ekki
hvort myndin var skemmtileg, óbærileg, spennandi
eða grátleg....og kannski þetta allt saman!
En skvísurnar 3, Báran, Svalan og Elínóran skemmtu
sér konunglega, svo húsfreyja er sátt, þar sem
það er jú aðal málið.
En NÆST verður það EKKI hundabíómynd, sem
húsfreyja býður skvísunum á...se, sei nei!
En svo hefur húsfreyja verið að glugga í
nýlegar og gamlar bækur í eigu sinni.
Fann eina með ýmsum skemmtilegum
tilvitnunum.
Sá sem hikar er stundum
sá sem bjargast.
Ellin er það óvæntasta sem getur komið
fyrir nokkra manneskju.
Ég hata konur vegna þess að þær vita
alltaf hvar hlutirnir eru.
Konur eru skynsamari en karlar vegna þess
að þær vita minna en þeir en skilja meira.
James Thurber (1894-1961)
Athugasemdir
Solla Guðjóns, 1.3.2009 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.