25.2.2009 | 09:09
Nornin svaf vært...
...en "beinagrindin ægilega"
var mætt..........
Með svarta bauga, og
snaggaralega derhúfu á höfði,
og spurði eftir norninni.
"Er að reyna að vekja hana
í skólann" svaraði húsfreyja
hálfskelkuð...þetta var ægilegt,
fölt og skuggalegt beinagrindarandlit
sem við blasti sjónum hennar í
myrkri vetrarmorguns.
Nornin rumskaði loks, klæddi sig
upp með hraði, snæddi morgunverð,
vildi glimmer, vildi ekki glimmer, fann
ekki útifötin sín og gleymdi bæði nesti
og lestrarbók.
En svarti nornahatturinn með rauðu
rósinni gleymdist ekki.
Loks tókst húsfreyju að koma bæði
norn og beinagrind af stað í skólann,
settist og ætlaði í málgögnin.
Fann þá lestrarbókina og svo nestið,
er nú á leið í skólann með hvoru tveggja.
Góðar stundir!
Öskudagur tekinn snemma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bara smákveðja
Heiður Helgadóttir, 25.2.2009 kl. 10:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.