9.2.2009 | 14:24
Á ferð og flugi.
Húsfreyja sér ekki betur
en fljúgandi furðuhluturinn
"blaki vængjum"!
En fuglar af stærri gerðinni,
eru máske orðnir sjaldgæfir og
"furðulegir" í Washington.
Nú og kannski eru fljúgandi
"grænar geimverur", farnar að
dulbúa "flugdiska sína" með
fiðruðum vængjum, svo minna
beri á þessum flugförum þeirra.
Hvað veit maður?
Það er svo margt skrýtið og skondið
í henni Ameríku.
Og svo er alltaf til í dæminu að
húsfreyja sé orðin svo vel vernduð af
"englum", að hún sjái "vængi" á
öðru hverju farartæki er hún gjóar
á augum, uppi í vetrarbláum himninum.
Ekki slæmt það.
Þarf góða vernd í kreppu og fjármálaharðlífi.
Er bara notalegt að sjá flugvélar, þyrlur...
nú og fljúgandi furðuhluti blaka fiðruðum vængjum.
Góðar stundir.
Fljúgandi furðuhlutur flaug yfir setningarathöfn Barack Obama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.