Þegar jörð rifnar.

vestman2  "Berti ekur út Grænuhlíðina,

  beygir til vinstri og upp

  Austurveginn. 

  Heldur í átt að Kirkjubæjunum,

  og stöðvar vörubílinn á lítilli hæð

  skammt frá Vilborgarstöðum.

  Eldsprungan blasir við.

  Við horfum furðulostin á ægilegt

  sjónarspil náttúrunnar.

  Þarna eru 6-10 gosgígar sem þeyta

  ljósrauðum gosstrókum fleiri tugi metra

  upp í vetrarsvartan himininn.

  Kirkjubæina ber við rauðan bjarmann

  af strókunum.

  Allt í einu skelfur allt og hristist.

  Ég gríp dauðahaldi í mömmu, þegar jörðin

  byltist undir fótum okkar.

  Og svo rifnar jörðin til beggja enda á

  eldsprungunni, eins og um þunnt

  blaðsnifsi sé að ræða.

  Nýjir gosstrókar þeytast upp.

  Ég tel.

  Tíu...tuttugu...þrjátíu og þrír!

  Allt rennur saman í endalaust eldhaf,

  ég hætti að telja.

  Hitinn frá gosinu og drunurnar tífaldast.

  Ég er orðin ógnarsmá.

  Eins og sandkorn á óendalegri strönd.

  Og úthafsaldan að koma æðandi upp að ströndinni.

  Ég er einskis megn.

  Ég lít á mömmu.

  Hún virðist vera upplifa það sama og ég,

  því hún segir:  "Við þessa krafta ræður enginn

  mannlegur máttur".

 -------  ------- ------- --------

  Smá brot úr frásögn húsfreyju frá

  atburðum nætur 23.jan 1973. í

  Vestmannaeyjum.

  Var mikið sem gekk á þá, og nóttin

  öll sem greypt í marmara í huga hennar

  enn þann dag í dag.

  Íbúar í kringum Mt. Redoubt eiga alla

  samúð húsfreyju, og vonar hún að

  minna verði úr eldgosi, en menn eru að spá.

  Svo er bíóferð í kortinu hjá húsfreyju og

  átta ára djásninu.

  Skógarstríð 2.

  Góðar stundir.

 

 


mbl.is „Jökullinn að rifna í tvennt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband