29.1.2009 | 16:31
Þá skera þarf niður.....
....er alltaf best að byrja
í heilbrigðisgeiranum,
virðist vera hugsun
stjórnvalda og viðurkenndar
aðgerðir.
Og yfirvöld virðast alltaf koma
af fjöllum....jafnvel tunglinu
þegar heilbrigðismál eru annars vegar.
Biðlistar??
Nú? LANGIR?
Ja, hérna og af hverju er ekki
fyrir löngu búið að sinna þessu
veika/gamla fólki?
Mannekla?
Sparnaður í gangi árum saman?
Deildarlokanir?
Síðan hvenær?
Síðan alltaf!
Það getur ekki verið.
Enginn hefur sent mér minnismiða
um þetta nýverið.
Lesa um það í blöðunum!
Horfa á fréttir í sjónvarpinu!
Hver hefur tíma í slíkt!?
Er þetta ekki bara nöldur og tuð
í læknum og hjúkrunarfólki?
Jamm, kannski að húsfreyja sé orðinn
"professional" nöldrari og tuðari, eftir
25 ára störf á heilbrigðisstofnunum.
Vill alltaf bæta þjónustuna, þegar
orð dagsins eilíflega eru: SKERA NIÐUR,
DRAGA ÚR ÞJÓNUSTU, "án þess að það
bitni á sjúkum og öldruðum"!
Sá sem kann það, er beðinn um að
hafa samband við húsfreyju og annað starfsfólk
innan heilbrigðisstéttarinnar hið snarasta.
En svo er hér eitt lítið bréfkorn frá ókunnri
aldraðri konu sem fannst á dagvistun aldraðra:
Guð varveiti mig fyrir iðjuþjálfanum.
Hún vill svo vel, en ég má ekki vera að því
að flétta körfur.
Ég þarf að rifja upp júlídaginn
þegar við Sveinn vorum úti að týna ber.
Ég var átján ára.
Ég var með sítt hár og mikið hár.
Og ég fléttaði það og batt fléttuna
um höfuðið svo hárið myndi ekki festast
í trjágreinunum.
En þegar við settumst í forsæluna til að hvíla okkur
leysti ég fléttuna svo hárið hrundi niður.
Og Sveinn bað mín.
Það var kannski ekki sanngjarnt að ég skyldi
notfæra mér hárið til að kveikja ást hans.
En þetta varð gott hjónaband.
Æ, nú kemur iðjuþjálfinn með lím og skæri.
Hef ég ekki áhuga á að föndra svolítið?
Nei, svara ég, það er enginn tími til þess.
Vitleysa, þú átt eftir að lifa fleiri, fleiri ár.
Það var ekki það sem ég átti við.
Ég átti við að allt mitt líf hef ég verið að
gera svo margt.
Fyrir fólk, með fólki, ég verð að fá tíma
til að hugsa og rifja það upp.
Sérstaklega um dauða Sveins.
Þegar endalokin nálguðust spurði ég hann hvort
það væri eitthvað sem ég gæti gert fyrir hann.
Hann sagði; já, leystu fléttuna.
Ég svaraði, æ Sveinn, nú er hárið mitt bæði
þunnt og grátt.
Kæra vina, sagði hann, leystu fléttuna samt.
Ég gerði eins og hann bað og hann rétti til mín
höndina, húðin var gegnsæ, ég horfði á bláar æðarnar.
Og hann strauk hár mitt.
Ef ég loka augunum finn ég hönd þína, Sveinn.
Hresstu þig nú við, segir iðjuþjálfinn.
Þú getur ekki setið hér og sofið í allan dag.
Hana langar að vita hver áhugamál mín voru hér áður.
Prjónaði ég? Heklaði ég?
Já ég gerði það,
og eldaði og skúraði og ól upp fimm börn
og það var svo margt sem gerðist,
bæði gott og slæmt.
Ég verð að rifja það allt upp, finna þeim stað
í herbergi minningannna.
Iðjuþjálfinn kemur með glerperlur og spyr
hvort mig langi ekki að búa til hálsfesti.
Þetta er indælis stúlka, iðjuþjálfinn
og hún vill svo vel.
Svo ég svara því til að ef til vill langi mig til þess
einhvern tímann seinna.
Svo mörg voru þau orð.
Góðar stundir.
Deildum lokað á Landakoti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fyrst er komin nótt og allir farnir að lula þá leifi ég mér að argaa....Ekki gott.
Solla Guðjóns, 30.1.2009 kl. 02:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.