15.12.2008 | 17:04
Hallinn mikli.
Frá því húsfreyja hóf störf
sem heilbrigðisstarfsmaður,
hefur verið bullandi halli á
rekstri heilbrigðiskerfisins.
Spara, spara, spara!
Skera niður, skera niður, skera niður...
svo hægt sé að skera upp af og til.
Þetta er söngurinn sem sínkt og heilagt hefur hljómað
í eyrum húsfreyju, sem annarra heilbrigðisstarfsmanna.
Allt í myljandi rekstrarhalla árum saman,
rekstrarörðuleikum, deildarlokunum, meiri niðurskurði,
minni fjárveitingum, niðursveiflu...allt niður og á ská!
En hvernig sem sparað er og sparað, skorið niður og NEÐAR,
þá hreinlega verður mannfólkið "veikt", og þarf á
hjálp og þjónustu heilbrigðiskerfisins að halda.
Og sá sem hefur lent í þeirri stöðu, að senda foreldra
heim með ungling eftir sjálsvígstilraun, veit hve
ömurleg heilbrigðisþjónusta skapast af stöðugum
niðurskurði vegna rekstrarhalla.
Rífur og tætir í hjartað, að þurfa að segja: "Því miður, drengurinn
ykkar kemst ekki inn á unglingageðdeild, en kannski
hægt að athuga með göngudeild".
Eða þurfa að segja hjartasjúklingi, að hann sé
á margra mánaða biðlista eftir hjartaaðgerð,
sem getur mikið bætt gæði lífs, svo
ekki sé talað um "lengt" líf að miklum mun.
En málið er, að "gróðinn" af góðu heilbrigðiskerfi er ekki mældur
í fjármagni, heldur í mannauði sem skilar sínu svo
aftur til þjóðarinnar með vinnu sinni.
Svo heilbrigðisstofnanir geta aldrei sýnt fram á
neinn "fjármagnsgróða", aðeins skilað einstaklingum
heilbrigðum út í þjóðfélagið aftur, eða létt vinnandi
fólki lífið með því að annast þeirra öldruðu og sjúku.
Er þá einhver hissa á "eilífum rekstrarhalla" ef heilbrigðiskerfið
er sífellt í fjársvelti, og nær ekki að anna þörf
og eftirspurn?
Ja, húsfreyja er ekki hissa.
En þá er það málið: Því er þessu svona farið,
þegar stjórnvöld hafa lýst yfir vilja sínum,
að hafa hér velferðarkerfi með öruggu og sterku
heilbrigðiskerfi?
Etthvað stangast þetta illilega á finnst húsfreyju.
En hún er nú "bara" heilbrigðisstarfsmaður,
og hefur ekki vit á stjórnmálum og skarpvitrum
ákvörðunum stjórnvalda.
Góðar stundir.
Halli hjá heilbrigðisstofnunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já er þetta ekki andstyggilegt......annars hélt ég að þarna væru góðar fréttir á fer og Halli væri byrjaður að vinna hjá heilbrygðisstofnun
Solla Guðjóns, 16.12.2008 kl. 07:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.