25.10.2008 | 17:04
BROS dagsins...
...til þeirra fyrir norðan.
Og fyrirtaks hugmynd.
Húsfreyja er búin að skella
síðustu þúsundköllunum sínum
í blýkassa, og ætlar að út að grafa
hann í jörðu, nú í frostinu.
Hún á þá altént smá sjóð
þá tekur að þiðna í vor......nema
að búið verði að henda krónunni
út í hafsauga!
Björgólfur Guðmundsson fyrrum
stjórnarformaður Landsbankans er
heitur út í krónuræfilinn, og segir hana
vera stærsta vandamálið.
Svo talar hann um eitthvert "kaupæði"
sem á að hafa runnið á íslensku
þjóðina.
Jamm, það æðið hefur eitthvað illilega
farið fram hjá húsfreyju, öllum hennar
vinnufélögum, ástvinum og vinum.
Virðumst bara alls ekki hafa verið "memm".
Hverri krónu velt á milli fingranna, ekkert
nýtt keypt í innbúið, nema það gamla hafi
hreinlega verið "ónýtt"!
Og djásnið húsfreyju, fékk yfirleitt aðeins
ný föt tvisvar á ári þá útsölur buðu upp á
góðan barnafatnað á viðráðanlegu verði.
Föt á sjálfa sig verslaði húsfreyja í smáum
stíl annað hvert ár....og bóndi sömuleiðis.
Enda verið að kaupa þak yfir höfuðið, á
verðtryggðu vaxtaláni....og hver á afgang
þá?
Ekkert farið erlendis í heil sjö ár, ekki fyrr
en bóndi fékk nóg af litla Fróni, þá djásnið
var 6 ára, og skroppið var í 2 vikur til Kanarí.
Og flestir þeir er húsfreyja hefur umgengist
í sínu lífi, virðast einnig alveg hafa misst af kaupæði
þessu. ALGJÖRLEGA!
Ef til vill er Björgólfur þá að tala eingöngu um
sig og sína vini, sem "þjóðina" í brjáluðu
kaupæði? Eða alla þá sem hann þekkir?
Og hvað var þá keypt?
Eitthvað verðmætt kannski?
Má þá kannski "selja" eitthvað af því
dótaríinu upp í skuldir?
Eða er kannski Björgólfur og vinir hans
í svipuðum framkvæmdum og "kaupæði" og fyrrum
stjórnarformaður "staurblanks" Kaupþings?
Sá ágæti maður, Sigurður Einarsson, virðist
ekki vera í vandræðum með "krónuna" sem
gjaldmiðil, og er að reisa sér "eitt lítið og nett"
sumarhús í Norðurárdalnum.
Þar sánur, vínkjallari, 4-5 herbergi með
4-5 baðherbergjum, eldhús inni, grilleldhús
úti á suðurpalli, 20 manna borðstofa og
svo lítil nett stofa.
Eða svo segir DV.
Og áfram heldur DV og segir frá "dúllulegu"
húsnæði í London, sem Sigurður borgaði út í hönd.
Bara smotterí: "TVO MILLJARÐA" íslenskra króna.
Jamm, honum vannst vel úr 170 milljónunum sem
hann fékk í árslaun hjá Kaupþingi, honum Sigurði.
Jæja, en blessaðir fyrrum bankaöðlingarnir eru sjálfsagt
"miður sín" yfir öllu klúðrinu, og veitir ekki af heitri
sánu, 200 ára gömlu rauðvíni og 20 manna
veislu á hverju kvöldi til að róa útjaskaðar
"krónutaugarnar" og jafna sig á helv.....
ruglinu í íslenskum stjórnvöldum, sem hafa "leyft"
þessu að ganga svona langt á "vandamála krónu".
Það er ekki við þá sjálfa að sakast.......
Innstæður frystar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.