Ungir menn í hættu...

610x...að ógna öryggi skólabarna.

  Ekki góð frétt að lesa fyrir húsfreyju, sem

  rölti í morgunsárið upp í Borgaskóla með

  7 ára djásnið.

  Var hennar fyrsti skóladagur, þeirrar stuttu,

  og tilhlökkunin að byrja í öðrum bekk, er búin

  að vera mögnuð.

  Einar "besti vinur" mætti að sjálfsögðu á

  slaginu 8, og rölti með okkur í skólann.

  Bæði upptekin af nýjum skólatöskum, nýjum buffum

  og "húslykli" Einars, sem hann bar innan klæða.

  Eru heppin að geta gengið í skólann, án þess

  að fara yfir eina einustu umferðargötu, því

  athygli á umhverfi var í sögulegu lágmarki hjá

  báðumWhistling.

  Hefðu ekki séð svartan Nissan á blússandi fart

  á leiðinni til þeirra, frekar en rauðan sirkusfíl með

  skærgulum doppum standandi á einum fæti á

  skólalóðinni.

  Þetta er nokkuð sem ungir menn að "leika sér"

  á sportlegum, kraftmiklum bílum pæla ekki í.

  Börn eru ekki fullorðið fólk, hvað varðar

  athygli, mat á umhverfi og og mat á hlutum

  á hreyfingu.

  Svo að sporta á skólalóðum, getur verið

  ávísun á massa vandræði og slys.

  En húsfreyja stýrði sínu liði ákveðið rétta leið, og

  aðstoðaði við að finna nýju stofurnar, fékk knús frá

  djásninu og rölti heim aftur.

  Fyrsti skóladagur hafinn, og svei mér ef húsfreyja

  var ekki svolítið einmana....eða allavega þar til

  hún fann málgögnin og rúmið sittGrin.....aftur.

 

 


mbl.is Ofsaakstur á skólalóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Þetta er fyrir neðan allar hellur, er eitthvað að þessu liði,heppni að enginn slasaðist.

Heiður Helgadóttir, 26.8.2008 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband