Heimaslóðir um helgina.

karato01    Hún rís úr sumarsænum

    í silkimjúkum blænum

    með fjöll í feldi grænum,

    mín fagra Heimaey...

  Húsfreyja á fljúgandi fart um helgina.  Og sú stutta með.

  Ætlum í Eyjar út á laugardag og sprella með systur, frændunum,

  Svölunni og múttu.  Sparisjóðsdagurinn tekinn með stæl, og

  kannski litið við á goslokahátíðinni.

  Himnesk veðurspá, og við ekkert að flýta okkur heim fyrr en á

  þriðjudag.

  "Mamma, ég vildi fara til Vestmannaeyja hundrað sinnum á ári,

  ef ég þyrfti ekki "alltaf" að æla á skipinu þangað".

  "Mamma, ég þoli EKKI að æla.  Æla er svo vond á bragðið".

  "Mamma, afhverju fær maður "svarta karla" í magann þegar

  maður ferðast með skipi"?  Sú stutta alltaf með "laufléttar"

  spurningarPinch

  Jísuss!  Veit það einhver??  Einhver?

  Húsfreyja hefur aldrei pælt svo mikið í sinni sjóveiki, sem sú

  stutta.

  Er bara ekkisens, bévítans æludýr, húsfreyja á sjó, og á þá ósk

  heitasta, að einhver starfsmaðurinn á Herjólfi aumki sig yfir hana,

  og hendi sér útbyrðis og bindi þannig enda á þjáningar hennar,

  þá hún siglir úfinn sjáErrm.

  En ekki algalin hugmynd að það séu "svartir, hnöttóttir karlar"

  að tapa sér í kviðarholi fólks, þá sjóveikin herjar á.

  Getur húsfreyja í það minnsta ekki ímyndað sér "karlana" hvíta.

  Minnir þá of mikið á Dreitil, mjólkurkarlinn.

  Verst þykir húsfreyju þá, að einhverjar helv.... kóloníur af

  "svörtum körlum" hreiðra um sig í iðrum hennar þær 3 stundir

  sem það tekur að sigla til Eyja.Angry

  Áreiðanlega einhverjar "milljónir" af sótsvörtu pakki, sem stígur

  trylltan stríðsdans í meltingarfærum hennar, og umsnúa maga

  hennar auðveldar en lausprjóna ullarsokkW00t.

  Ja, svei.

  Og sú stutta er sýnu verri með sjóveikina en húsfreyja.

  Svo húsfreyja var fljót að panta FLUG, steinþegjandi,

  þá internetið loks small inn.

  Sú stutta "klappaði og dansaði" af gleðiGrin.  Engir svartir,

  snaróðir karlar í þessari ferð.  HALLELÚJA!

  Systir í Þorlákshöfn svo farin að fá trambolín með sérstakri

  "hraðsendingaþjónustu" ala létthvassir sumarvindar úr

  nálægum görðum granna sinnaGetLost.

  Eitt slíkt dúndraði ofan á hennar herlegu bifreið, braut

  framrúðu, skrapaði húdd og setti á beygluAngry.

  Systir eyddi öllum gærdeginum með laganna vörðum, sem

  mynduðu bílinn í bak og fyrir og tóku skýrslu í þríriti.

  HamingjaUndecided.

  Vona bara að eigendur trambolínsins séu vel tryggðir.

  Húsfreyja var svo í sumarferð deildar sinnar í dag, sem

  lukkaðist ljómandi vel.  Ekinn Þingvallahringur og drukkið

  kaffi í Þrastarlundi og snædd æðisgengin hnallþóra með.

  Einum karli hafði láðst að vísitera salernið fyrir brottför,

  og varð fyrir smáslysi...og arfasúr fyrir bragðið, en allir hinir

  18 glaðir með sig og sittSmile.

  Húsfreyja á svo eina vakt eftir á morgun, og er svo komin

  í SUMARFRÍ...sleppt'ekki því, skrepptu burtu úr bænum......GrinTounge!

  Góðar stundir.

 


mbl.is Ein stærsta ferðahelgi landsins framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband