Gas hringitónn og sólarslökun.

funny-cat-picture-modest-sunbathers  Alveg væri það eftir öðru, að það sem kæmi út úr öllum þessum látum upp við Rauðavatn, væri nýr hringitónn:  GAS, GAS, GAS.  Og ekkert annað!

  En bíðið við!  Eitt enn.  Það fær einn atvinnulaus fréttamaður vinnu, í kjölfarið á djöfulgangi þessum.  Það losnaði víst staða á Stöð 2Whistling

  Var prýðisgóð helgi hjá húsfreyju.  Karl hennar hélt upp á 22. í "hálftíræðisafmæli", og Erla og Siggi komu úr Þorlákshöfn með afmælispakkaWizard.  Svo hlýtt var í sólinni, að hægt var að bjóða gestum út á sólpall.

  Húsfreyja brá sér annars af bæ í gær.  Blússaði til Þorlákshafnar og hitti systur og systrabörn.  Þar komið trampolín út í garð, og urðum við systur þar með ekkert varar við börn okkar meir, eftir að hafa heilsað.  Sátum við og drukkum kaffi, spjölluðum og glugguðum í blöðin.  Systir búin að þrífa húsið hátt og lágt, enda hennar börn farin út að "hoppa" fyrir hálfátta um morguninCool.  Frændur húsfreyju miklir áhugamenn um "trampolínhopp"Joyful.  Sú stutta ekki síðri hoppari, og var mikill atgangur og hlátur utandyra í sólinni.

  Mútta og Svalan voru fjarri góðu gamni, enda úti í Eyjum hjá systur.  Svalan hringdi bara fjórum sinnum, til að athuga hvort "allir" væru úti að hoppaLoL.  Lítið fyrir að missa af fjöri, Svalan.

  Komum svo við hjá Hennslu, elstu systurdóttur.  Hún og Heimir að setja sand í sandkassa Marinós Týs (2 ára).  Sá stutti alsæll, en frændsystkini hans voru mun hrifnari að litla kettlingskrílinu, sem er nýjasti fjölskyldumeðlimur stórfjölskyldunnar.  Við systir vorum hinsvegar að garðast örlítið með unga parinu, því "massív órækt ala frumskógur Amazon" fylgdi litla húsinu sem þau eru að kaupaLoL.  Svo beið dýrindis grillsteik húsfreyju og þeirrar stuttu er heim kom, með bökuðum kartöflum og alles.  Nammm! 

  Ætlar húsfreyja nú að skella sér út á sinn herlega sólpall, brjóta saman þvott og gaufa við að lesa málgögnin.

    Eigið góðan sólardag.


mbl.is Gas! Hringitónn slær í gegn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband