26.4.2008 | 17:29
Dagdrykkjumaður..
...nýtt starfsheiti í veldi Bretadrottningar? Eða "atvinnudrykkjumaður"! Er það mögulegt, að menn fari að fá greitt fyrir að vera rónar? Þá þyrftu þeir félagarnir, "Bogi og Örvar" hér uppi á litla Fróni að fara að kanna "útflutning" á sér og sínum kollegum til Bretlands. Hmmm....gæti kannski orðið aðal "útflutningsvara" okkar Frónbúanna, nú þegar þorskurinn er "fluttur" á kaldari sjávarslóðir, og loðnan er í eilífum feluleik? Og búnir að "eyða" öllu silfri hafsins við strendur litla Fróns, líka
Alltaf fellur okkur eitthvað til, Frónbúum. Jafnvel í myljandi kreppu, seðlabankaþunglyndi, krónufalli og GAS, GAS, GAS-fréttum. Það er ekki út af engu, sem sagt hefur verið, að við Frónbúar séum haldnir ólæknandi "þetta-reddast-syndrómi".
Því þetta REDDAST alltaf, allt saman.
Á launum við sumblið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.