Fo' fa'en eða for fanden?

mexico-clean-beachDiscover_Copenhagen_and_Stockholm_2  Um tvítugt hóf húsfreyja að flakka um tvist og bast erlendis.  Alstaðar þar sem hún kom gat hún rætt við heimamenn, á hinum ýmsu tungumálum er hún hafði böðlast við að læra í "Emm Err".  Víðast hvar gat hún bjargað sér á engilsaxnesku (meira að segja í Túnis), sumstaðar á þýsku og svo jafnvel smávegis á frönsku. 

  Aðeins í einu landi stóð húsfreyja "gapandi" mállaus og hjálparvana.  Það var í höfuðborg Danaveldis, Köbenhavn.  Var þó húsfreyja með stúdentspróf í dönsku upp á 8,0, og las dönsku blöðin sem á íslensku væru.  En í Köben, var bara ekki töluð sú danska sem húsfreyja hafði lærtAngry.  Sei, sei nei, og fo' fa'enShocking!  Hvað átti þetta eiginlega að fyrirstilla?  Því gátu danirnir ekki ræflast til að tala þokkalega skiljanlega "dönsku"?  Hvernig í ósköpunum varð "God dag" að "G'de"?? Og "Hvad skal du have" að "va' ska'du he"?  Því slepptu þeir tveim til þremur stöfum, ef ekki fleiri úr orðunum, er þeir mæltu þau fram?  Húsfreyja var alveg rasandi á þessu.  Verst fannst henni að reyna að fá leigubílstjóra til að skilja "hvert" hún og vinkonur hennar vildu fara.  Eða reyni hver sem er að biðja danskan leigubílstjóra að aka sér á "hótel Hebron"Pinch.  Enda gisti húsfreyja og vinkonur hennar á SAS-hótelinu, í næstu ferð til Kaupmannahafnar.

  En annað fannst húsfreyju merkileg frétt í málgagninu í dag.  Hún bar yfirskriftina:

                    Er sólarstrandardraumurinn búinn?

   Segir fréttin frá ákvörðun Spánarstjórnar, um að hreinsa ærlega til á ströndum landsins og binda endi á "steinsteypuæði".  Segja spánverjar, að samkv. lögum sé ströndin öll ríkiseign, og þeir sem hafa byggt þar, megi búa þar til æviloka, en hvorki selja hús sín né eftirláta þau ættingjum í arf.

  Þykir húsfreyju þetta furðu sæta.  Ætlar þá ríkisstjórn Spánar að gera öll sjávarþorp sín "upptæk"?  Og hvað?  Brjóta niður húsin, sólpalla, sundlaugar og rækta "sjávarþara", þar sem áður var blómleg mannabyggðCool?  Eða ætlar ríkisstjórn Spánverja að græða grimmt, og leigja sjálf, húsin út til túrista og  ríkisbubba?  Byggja risastór ríkisrekin hótel við allar strendur?  RÍKISREKNAR SÓLARSTRENDUR orðnar "inn" á Spáni, þar meðCrying.

  Og því er ríkisstjórninni hinni Spönsku, svo illa við steinsteypu?  Er eitt traustasta byggingarefni sem við mannfólkið höfum völ á, og getur húsfreyja ekki séð að hús úr steypu séu neitt ljótari eða meira augnameiðandi en t.d. hús úr tré.  Nú og því að gera öll húsin upptæk?  Má ekki biðja húseigendur að "viðarklæða" hús sín, eða byggja þau úr tré, ef um nýbyggingar er að ræða?  Nú eða marmara, ef sóst er eftir flottheitum!  Eða harðplasti ef verið er að spara! 

  Og hvað ef blessaðir húseigendurnir eru aðeins meðalefnaðir eða fátækir Spánverjar, sem ætíð hafa haft atvinnu við sjóinn og af sjónum?  Á bara að flytja þá nauðungarflutningum inn í mitt land, hirða af þeim atvinnu og lifibrauð og setja þá á beit uppi á hálendinuPinch?

  Nei!  Húsfreyja er alveg rasandi á frétt þessari, og telur að, ef verið sé að sporna við útlendingum sem vilja kaupa upp húseignir við strendur landsins, þá væri stjórninni nær að laga efnhagslífið og gera þannig Spánverjum sjálfum kleift að búa við strendur land síns.


mbl.is Danskan torskilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Já, Danirnir þrugla svolítið þegar að þeir tala. Eigðu góða helgi vinkona

Heiður Helgadóttir, 19.4.2008 kl. 10:19

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

kvitt við "Ólafsblogg"   alveg sammála þér með hann Ólaf, kaus hann ekki en hann heur sannarlega komið á óvart.

Já Danir og danskan

Guðrún Jóhannesdóttir, 19.4.2008 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband