Frábćr slysadeild.

  Léti aldrei sjá mig á slysadeild Landspítalans međ kvef, hálsbólgu, eđa jafnvel vott af stćkri lugnabólgu.  Hef heyrt af óheyrilega löngum biđtíma ţeirra er slíkt stunda á slysó, og hćtti ég mér miklu fremur í  "vírusa- og sýklagróđrarstíuna" á lćknavaktinni í Kópavoginum, ţegar og ef mergjađir streptokokkar ásćkja háls minn og munnhol, og hóta skemmdum á hjartalokum, ásamt fleiru miđur skemmtilegu.  Hinsvegar lendi ég, eđa einhver af minni yndislegu "vesenistafamilíu" í bílslysum eđa í ţví ađ skella höfđi í veggi međ tilheyrandi blóđspýjandi höfuđsárum, er slysó eini stađurinn sem ég vil sćkja.  Ţar er yndislegt fólk ađ störfum, međ sérţekkingu á "sárum, brotum eđa meiđslum af völdum slysa", og ţú fćrđ "konunglegar móttökur" svo ekki sé meira sagt, ef ţú mćtir á slysó međ slík vandamál.  Biđtími nánast "enginn", og ţjónusta brillant góđ og til fyrirmyndar.  Ţar er hugsađ fyrir öllu, og allt gert til ađ bćta og lćkna slasađa, og huga vel ađ ađstandendum um leiđ.  Fá margfalda plúsa frá mér, staffiđ á slysó fyrir ţá ţjónustu, er ég og mínir hafa ţegiđ af ţeim í gegnum árin.  Megum vera stolt af slysadeild okkar landsmanna....en í guđanna bćnum fariđ međ streptokokkana, lugnabólguna og kvefiđ í KópavoginnTounge .  Ţeir snjallir ađ sinna slíku ţar.  En BRAVÓ slysadeildarfólk og gleđilegt ár.
mbl.is Útlendingar međ kvef fara á slysadeild
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband