Óhugnanlegur skapofsi yfir imbanum.

  Sorgleg frétt enn og aftur úr hinu mikla veldi Bush.  Bræður berjast, og annar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi á eftir.  Og ástæðan?  Jú, þeir rifust um hvað ætti að glápa á í imbanum!  Er þetta með verri orsökum ofbeldis, sem ég hef fregnað.  Ekki það, að fæstar ástæður fyrir ofbeldi eru góðar.  Einna skárst sú, að þurfa að verja líf og limi sjálfs og barna sinna.  Hef marg oft gert mér ferð vestur um haf, og komið inn á nokkur amerísk heimili.  Eitt sem stakk mig áberandi, var að á öllum þessum heimilum, voru sjónvarpstæki að finna á 2-4 stöðum innan dyra.  Allir með tæki í stofu og eldhúsi, og margir einnig með tæki í svefnherbergi og "salerni"!  Þykir mér það því furðu sæta, ef bræður þessir hafa aðeins haft aðgang að "einu" sjónvarpstæki, og því þurft að berjast um það upp á líf og dauða.  En sjálfsagt eru til undantekningar frá reglunni, einnig í henni Ameríku.
mbl.is Stakk bróður sinn er þeir rifust um hvað ætti að horfa á í sjónvarpinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Þetta er náttúrulega klikkun og þá meina ég klikkun.Þegar tekst ekki að hemja skapofsann út af ekki meiru en þessu.....

Solla Guðjóns, 20.11.2007 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband